Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 13:57 Navalní við höfuðstöðvar FBK-sjóðsins þegar lögregla gerði húsleit þar í desember. Vísir/EPA Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað gert húsleitir á skrifstofu FBK-sjóðsins, fryst bankareikninga hans og starfsmenn og sjálfboðaliðar eru reglulega handteknir á mótmælum. Navalní segir að síðasta hálmstráið hafi verið 88 milljóna rúblna, jafnvirði um 173 milljóna króna, sekt sem sjóðurinn var dæmdur til að greiða nýlega. Viðfangsefni spillingarrannsókna sjóðsins hafa stundum leitað til dómstóla vegna umfjöllunar og haft sigur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kostnaðurinn hefur sligað sjóðinn svo að Navalní segir að nú þurfi hann að leggja hann formlega niður. „Það hefur þegar verið lagt hald á allt sem við áttum í fyrri lögreglurassíum. Núna ætla þeir að hafa með sér stofnunina sjálfa,“ segir Navalní. Mögulegt er að sambærilegur sjóður verði stofnaður undir nýju nafni og kennitölu. Hvatti Navalní stuðningsmenn sjóðsins til að gerast áskrifendur að þeim nýja. Navalní ætlaði að bjóða sig fram til forseta gegn Vladímír Pútín árið 2018 en dómstólar bönnuðum honum það vegna fjársvikamála sem hann segir að eigi sér pólitískar rætur. Rússland Tengdar fréttir Navalní kvartar undan rússneskum stjórnvöldum til Mannréttindadómstólsins Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar kvartar vegna peningaþvættisrannsóknar sem rússnesk yfirvöld hófu eftir að hann hvatti til mótmæla í fyrra. Hann segir yfirvöld hafa tæmt og fryst bankareikninga sína fyrr í þessari viku. 6. mars 2020 14:06 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað gert húsleitir á skrifstofu FBK-sjóðsins, fryst bankareikninga hans og starfsmenn og sjálfboðaliðar eru reglulega handteknir á mótmælum. Navalní segir að síðasta hálmstráið hafi verið 88 milljóna rúblna, jafnvirði um 173 milljóna króna, sekt sem sjóðurinn var dæmdur til að greiða nýlega. Viðfangsefni spillingarrannsókna sjóðsins hafa stundum leitað til dómstóla vegna umfjöllunar og haft sigur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kostnaðurinn hefur sligað sjóðinn svo að Navalní segir að nú þurfi hann að leggja hann formlega niður. „Það hefur þegar verið lagt hald á allt sem við áttum í fyrri lögreglurassíum. Núna ætla þeir að hafa með sér stofnunina sjálfa,“ segir Navalní. Mögulegt er að sambærilegur sjóður verði stofnaður undir nýju nafni og kennitölu. Hvatti Navalní stuðningsmenn sjóðsins til að gerast áskrifendur að þeim nýja. Navalní ætlaði að bjóða sig fram til forseta gegn Vladímír Pútín árið 2018 en dómstólar bönnuðum honum það vegna fjársvikamála sem hann segir að eigi sér pólitískar rætur.
Rússland Tengdar fréttir Navalní kvartar undan rússneskum stjórnvöldum til Mannréttindadómstólsins Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar kvartar vegna peningaþvættisrannsóknar sem rússnesk yfirvöld hófu eftir að hann hvatti til mótmæla í fyrra. Hann segir yfirvöld hafa tæmt og fryst bankareikninga sína fyrr í þessari viku. 6. mars 2020 14:06 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Navalní kvartar undan rússneskum stjórnvöldum til Mannréttindadómstólsins Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar kvartar vegna peningaþvættisrannsóknar sem rússnesk yfirvöld hófu eftir að hann hvatti til mótmæla í fyrra. Hann segir yfirvöld hafa tæmt og fryst bankareikninga sína fyrr í þessari viku. 6. mars 2020 14:06