Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2020 22:40 Óskar Hrafn var ekki sáttur með Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins, og hvernig hann tók á síendurteknum brotum á Brynjólfi Andersen Willumssyni á Kópavogsvelli í kvöld. Vísir/Bára Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Óskar Hrafn taldi lið sitt eiga sigurinn skilið og þá biðlaði hann til dómarastéttarinnar að verja besta leikmann deildarinnar. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur. Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og mér hlakkar til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann – Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins – sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali beint eftir leik en honum var augljóslega heitt í hamsi. Hann hélt áfram að ræða dómgæslu leiksins. „Markið sem þeir skora úr til dæmis, ég tek ekkert af Einari Karli [Ingvarssyni, sem skoraði sigurmark leiksins], virkilega vel gert. Ég er virkilega stoltur af mínum mönnum, fannst við svara KR leiknum mjög vel. Fengum inn Alexander Helga Sigurðarson sem hefur verið meiddur, Kristinn Steindórsson frábær. Brynjólfur Andersen langbesti maðurinn á vellinum og það er kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann,“ sagði Óskar. „Það er dæmt í hvert skipti hann snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi. Bið bara til dómarastéttarinnar að sýna sanngirni.“ Brynjólfur í leik gegn KR á dögunum.Vísir/Bára Brynjólfur Andersen Willumsson var frábær í leiknum en eftir að hann fékk gult spjald braut hann allavega í tvígang af sér án þess að fá seinna gula. Kom sigurmark Einars Karl upp úr aukaspyrnu eftir að Brynjólfur braut á Birki Má Sævarssyni rétt fyrir utan teig. Að því sögðu þá var brotið ítrekað á Brynjólfi í leiknum. „Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn. Ég er hrikalega ánægður með liðið mitt og hvernig við keyrðum á þá í seinni hálfleik. Það má vel vera að einhverjum finnist þjófnaður of stórt orð en mér fannst við betri aðilinn í þessum leik,“ sagði Óskar einnig um leik kvöldsins. Blikar misstu þá Elfar Frey Helgason og Andra Rafn Yeoman út af í leiknum vegna meiðsla. „Andri Rafn er meiddur í ökklanum og ég veit svo sem ekkert hvað er að plaga Elfar Frey. Það er eins og það er en það er bagalegt að missa þessa menn út af en við sjáum það að það kemur maður í manns stað.“ „Nei, það hefur ekki áhrif á leikmannahópinn. Ég held þú verðir að skoða þetta út frá því hvernig liðið spilar heldur en hvort úrslit náist í einum og einum leik. Mér fannst við mjög góðir í þessum leik og vorum að spila á móti öflugu Valsliðið. Ég hef engar áhyggjur og hef engar áhyggjur af því að leikmenn liðsins séu að fara undir sæng og gráta þetta. Þessi leikur og þessi frammistaða er gott veganesti í törnina sem framundan er og við tökum þetta bara með okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum er hann var spurður út í hvort það að hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum gæti sest á sálina hjá leikmönnum liðsins. Blikar fá kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina er þeir mæta HK þann 23. júlí næstkomandi í Kórnum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Óskar Hrafn taldi lið sitt eiga sigurinn skilið og þá biðlaði hann til dómarastéttarinnar að verja besta leikmann deildarinnar. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur. Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og mér hlakkar til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann – Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins – sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali beint eftir leik en honum var augljóslega heitt í hamsi. Hann hélt áfram að ræða dómgæslu leiksins. „Markið sem þeir skora úr til dæmis, ég tek ekkert af Einari Karli [Ingvarssyni, sem skoraði sigurmark leiksins], virkilega vel gert. Ég er virkilega stoltur af mínum mönnum, fannst við svara KR leiknum mjög vel. Fengum inn Alexander Helga Sigurðarson sem hefur verið meiddur, Kristinn Steindórsson frábær. Brynjólfur Andersen langbesti maðurinn á vellinum og það er kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann,“ sagði Óskar. „Það er dæmt í hvert skipti hann snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi. Bið bara til dómarastéttarinnar að sýna sanngirni.“ Brynjólfur í leik gegn KR á dögunum.Vísir/Bára Brynjólfur Andersen Willumsson var frábær í leiknum en eftir að hann fékk gult spjald braut hann allavega í tvígang af sér án þess að fá seinna gula. Kom sigurmark Einars Karl upp úr aukaspyrnu eftir að Brynjólfur braut á Birki Má Sævarssyni rétt fyrir utan teig. Að því sögðu þá var brotið ítrekað á Brynjólfi í leiknum. „Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn. Ég er hrikalega ánægður með liðið mitt og hvernig við keyrðum á þá í seinni hálfleik. Það má vel vera að einhverjum finnist þjófnaður of stórt orð en mér fannst við betri aðilinn í þessum leik,“ sagði Óskar einnig um leik kvöldsins. Blikar misstu þá Elfar Frey Helgason og Andra Rafn Yeoman út af í leiknum vegna meiðsla. „Andri Rafn er meiddur í ökklanum og ég veit svo sem ekkert hvað er að plaga Elfar Frey. Það er eins og það er en það er bagalegt að missa þessa menn út af en við sjáum það að það kemur maður í manns stað.“ „Nei, það hefur ekki áhrif á leikmannahópinn. Ég held þú verðir að skoða þetta út frá því hvernig liðið spilar heldur en hvort úrslit náist í einum og einum leik. Mér fannst við mjög góðir í þessum leik og vorum að spila á móti öflugu Valsliðið. Ég hef engar áhyggjur og hef engar áhyggjur af því að leikmenn liðsins séu að fara undir sæng og gráta þetta. Þessi leikur og þessi frammistaða er gott veganesti í törnina sem framundan er og við tökum þetta bara með okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum er hann var spurður út í hvort það að hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum gæti sest á sálina hjá leikmönnum liðsins. Blikar fá kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina er þeir mæta HK þann 23. júlí næstkomandi í Kórnum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira