Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2020 19:01 Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. Annað kjörtímabil Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hefst laugardaginn 1. ágúst eftir að hann hlaut yfirburðarkosningu í embættið síðasta laugardag í júní. Alla jafna er mikið haft við þegar forseti er settur í embætti. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu sem skipuleggur athöfnina segir að svo verði einnig nú en þó með öðrum hætti vegna kórónuveirufaraldursins. „Já hún verður mun fámennari. Við þurfum að sjálfsögðu eins og aðrir í samfélaginu að sýna ábyrgð af sóttvarnarástæðum. Þar af leiðandi höfum við fækkað verulega í hópi þeirra sem við getum boðið að þessu sinni á athöfnina,“ segir Bryndís. Nú verði um áttatíu manns boðið að vera við athöfnina en hafi verið tvö hundruð og fimmtíu þegar Guðni var fyrst settur í embættið árið 2016. Eins og áður hefur Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum lýðveldisins verið boðið. Auk þess verða embættismenn sem beinlínis gegni hlutverki við innsetninguna á staðnum. „Það eru ráðherrar, það er fjölskylda forseta, hæstaréttardómarar og síðan sendimenn erlendra ríkja. Varaforsetar Alþingis og formenn þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ segir Bryndís. Það munar því miklu þegar tugir þingmanna verða ekki við athöfnina þegar forseti Hæstaréttar lýsir kjöri og embættistöku Guðna. „Þá bjóðum við til dæmis ekki fyrrverandi handhöfum forsetavalds. Sem eru fyrrverandi forsætisráðherrar, forsetar Hæstaréttar og forsetar Alþingis. Fulltrúm ýmissa félagasamtaka sem við höfum boðið svo dæmi séu tekins“ segir ráðuneytisstjórinn. Þrátt fyrir þetta verði athöfnin hátíðleg eins og alltaf. „Hún hefst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan fimmtán þrjátíu laugardaginn 1. ágúst. Síðan verður gengið fyrir til Alþingis hússins þar sem verður innsetningarathöfn sem verður stýrt af forseta Hæstaréttar,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir. Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. Annað kjörtímabil Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hefst laugardaginn 1. ágúst eftir að hann hlaut yfirburðarkosningu í embættið síðasta laugardag í júní. Alla jafna er mikið haft við þegar forseti er settur í embætti. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu sem skipuleggur athöfnina segir að svo verði einnig nú en þó með öðrum hætti vegna kórónuveirufaraldursins. „Já hún verður mun fámennari. Við þurfum að sjálfsögðu eins og aðrir í samfélaginu að sýna ábyrgð af sóttvarnarástæðum. Þar af leiðandi höfum við fækkað verulega í hópi þeirra sem við getum boðið að þessu sinni á athöfnina,“ segir Bryndís. Nú verði um áttatíu manns boðið að vera við athöfnina en hafi verið tvö hundruð og fimmtíu þegar Guðni var fyrst settur í embættið árið 2016. Eins og áður hefur Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum lýðveldisins verið boðið. Auk þess verða embættismenn sem beinlínis gegni hlutverki við innsetninguna á staðnum. „Það eru ráðherrar, það er fjölskylda forseta, hæstaréttardómarar og síðan sendimenn erlendra ríkja. Varaforsetar Alþingis og formenn þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ segir Bryndís. Það munar því miklu þegar tugir þingmanna verða ekki við athöfnina þegar forseti Hæstaréttar lýsir kjöri og embættistöku Guðna. „Þá bjóðum við til dæmis ekki fyrrverandi handhöfum forsetavalds. Sem eru fyrrverandi forsætisráðherrar, forsetar Hæstaréttar og forsetar Alþingis. Fulltrúm ýmissa félagasamtaka sem við höfum boðið svo dæmi séu tekins“ segir ráðuneytisstjórinn. Þrátt fyrir þetta verði athöfnin hátíðleg eins og alltaf. „Hún hefst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan fimmtán þrjátíu laugardaginn 1. ágúst. Síðan verður gengið fyrir til Alþingis hússins þar sem verður innsetningarathöfn sem verður stýrt af forseta Hæstaréttar,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir.
Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent