Guðjón: Erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekkert breyst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2020 08:00 Guðjón Baldvins (t.v.) var frábær í liði Stjörnunnar í gærkvöld. Vísir/HAG Framherjinn Guðjón Baldvinsson skoraði tvívegis er Stjarnan lagði HK af velli með fjórum mörkum gegn einu í gærkvöld í Garðabænum. Leikurinn var fyrsti leikur 7. umferðar Pepsi Max deildar karla en þó aðeins fjórði leikur Stjörnunnar þar sem liðið fór í tveggja vikna sóttví og var aðeins að leika sinn annan leik eftir fríið - ef frí skyldi kalla. Guðjón var frábær í leiknum og maður leiksins að mati blaðamanns. Ásamt því að skora tvívegis þá lagði hann upp eitt og ógnaði vörn HK nær allan leikinn. „Bara mjög vel. Það er gott að halda áfram að safna stigum og skora svo þetta gæti ekki verið betra,“ sagði markahrókurinn Guðjón Baldvinsson að leik loknum. Guðjón var nálægt því að skora þrennu í leiknum en allt kom fyrir ekki. „Maður vill alltaf þrennuna, var viss um að hún myndi detta. Aðeins ferskari fætur og þá hefði þetta kannski dottið. Við erum enn að skríða af stað eftir þessa pásu en það er frábært að vinna, skora fjögur og sjá þessa stemmningu hérna í Garðabænum.“ „Við áttum mjög slæman kafla í fyrri hálfleik sem hefði geta leitt til þess að hálfleikurinn hefði einfaldlega endað illa en þá stíga svona menn upp eins og Danni Lax [Daníel Laxdal] og gefa okkur forystuna aftur. Við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Guðjón og glotti er hann ræddi mikilvægi marks Daníel Laxdal undir lok fyrri hálfleiks. „Maður er voða ferskur fyrst en svo finnur maður fyrir þessu eftir fyrsta leik þegar harðsperrurnar koma en þetta er eitthvað sem við þurfum bara að yfirstíga. Það eru léttar æfingar inn á milli og svona,“ sagði Guðjón um álagið á Stjörnunni næstu vikurnar. Að lokum var Guðjón spurður út í gömlu góðu „Einn leikur í einu“ klisjuna. „Þetta snýst eiginlega bara um það. Við höfum sagt það frá byrjun að við erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekki breyst. Það þýðir að ná í sigur í næstu leik, ég veit það er klisja en það er staðreynd.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Framherjinn Guðjón Baldvinsson skoraði tvívegis er Stjarnan lagði HK af velli með fjórum mörkum gegn einu í gærkvöld í Garðabænum. Leikurinn var fyrsti leikur 7. umferðar Pepsi Max deildar karla en þó aðeins fjórði leikur Stjörnunnar þar sem liðið fór í tveggja vikna sóttví og var aðeins að leika sinn annan leik eftir fríið - ef frí skyldi kalla. Guðjón var frábær í leiknum og maður leiksins að mati blaðamanns. Ásamt því að skora tvívegis þá lagði hann upp eitt og ógnaði vörn HK nær allan leikinn. „Bara mjög vel. Það er gott að halda áfram að safna stigum og skora svo þetta gæti ekki verið betra,“ sagði markahrókurinn Guðjón Baldvinsson að leik loknum. Guðjón var nálægt því að skora þrennu í leiknum en allt kom fyrir ekki. „Maður vill alltaf þrennuna, var viss um að hún myndi detta. Aðeins ferskari fætur og þá hefði þetta kannski dottið. Við erum enn að skríða af stað eftir þessa pásu en það er frábært að vinna, skora fjögur og sjá þessa stemmningu hérna í Garðabænum.“ „Við áttum mjög slæman kafla í fyrri hálfleik sem hefði geta leitt til þess að hálfleikurinn hefði einfaldlega endað illa en þá stíga svona menn upp eins og Danni Lax [Daníel Laxdal] og gefa okkur forystuna aftur. Við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Guðjón og glotti er hann ræddi mikilvægi marks Daníel Laxdal undir lok fyrri hálfleiks. „Maður er voða ferskur fyrst en svo finnur maður fyrir þessu eftir fyrsta leik þegar harðsperrurnar koma en þetta er eitthvað sem við þurfum bara að yfirstíga. Það eru léttar æfingar inn á milli og svona,“ sagði Guðjón um álagið á Stjörnunni næstu vikurnar. Að lokum var Guðjón spurður út í gömlu góðu „Einn leikur í einu“ klisjuna. „Þetta snýst eiginlega bara um það. Við höfum sagt það frá byrjun að við erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekki breyst. Það þýðir að ná í sigur í næstu leik, ég veit það er klisja en það er staðreynd.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15