Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2020 19:30 Thierry Monasse/Getty Leiðtogar Evrópusambandsins gera úrslitatilraun til að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna efnahagsáfallsins að völdum kórónuveirufaraldurins. Suðurríki álfunnar leggja áherslu á skjótar aðgerðir og styrki en nokkur ríki í norðurálfunni vilja skilyrði fyrir þeim. Leiðtogar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman við sama borð í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar.Thierry Monasse/Getty Leiðtogaranir komu saman til helgarfundar í Brussel í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki Evrópusambandsins hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna kórónuveirufaraldurins þar sem atvinnulíf hefur meira og minna verið lamað síðustu mánuði. Angela Merkel þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklands hafa kynnt áætlun sem er sambland lána og styrkja til ríkjanna. Aðgerðirnar hljóða upp á 750 milljarða evra. En deilt er um hlutfall lána og styrkja og skilyrði fyrir þeim, ekki hvað síst vegna þess að sambandið þarf að taka lán fyrir björgunarpakkanum. Emmanuel Macron forseti Frakklands er sagður aðal hugmyndafræðilegi arkitektinn á bakvið aðgerðirnar.Pool/Getty Images „Stund sannleikans er runnin upp fyrir Evrópu. Við erum að upplifa fordómalaust neyðarástand í heilbrigðis- og efnahagsmálum. Þessi staða kallar á enn meiri samstöðu og metnað af okkar hálfu en áður,” sagði Macron þegar hann mætti til leiðtogafundarins í dag. Grikkir sem eins og fleiri ríki suður Evrópu standa illa vegna faraldursins og voru þar af auki stórskuldugir fyrir Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra Grikklands segir ekkert því til fyrirstöðu að leiðtogarnir nái samkomulagi um aðgerðir nú um helgina. Forsætisráðherra Grikklands hefur fundað með einstökum leiðtogum norður evrópuríkja sambandsins undanfarna viku til að hvetja þá til stuðnings við björgunarpakkann.Panayotis Tzamaros/NurPhoto/Getty “Samstaða og eining Evrópusambandsins eru að veði. Við meigum ekki missa augun af stóru myndinni og stóra myndin er að við stöndum frammi fyrir alvarlegustu efnahagskreppu frá því í seinni heimsstyrjöldinni,” sagði Mitsotakis. Angela Merkel kanslari Þýskalands dregur enga fjöður yfir að viðræður leiðtoganna verði erfiðar en þeir muni leggja sig alla fram um að ná samkomulagi. Angela Merkel styður í fyrsta skipti að einstaka aðildarríkjum séu veitt styrkir en ekki eingöngu lán á krepputímum.Thierry Monasse/Getty “Nú þurfa allir að sýna mikinn vilja til að ná fram málamiðlunum til að ná niðurstöðu sem er góð fyrir Evrópu. Góð fyrir íbúa Evrópu í ljósi faraldursins og viðeigandi viðbragð við þeim efnahagslegu erfiðleikum sem við er að eiga. En ég býst við mjög erfiðum samningaviðræðum,” sagði Merkel, Auk björgunarpakkans liggur fyrir leiðtogunum tuttugu og sjö að ná samanum um fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Fastlega er reiknað með að dagurinn í dag muni ekki duga leiðtogunum og þeir þurfi að funda áfram á morgun að minnsta kosti. Evrópusambandið Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins gera úrslitatilraun til að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna efnahagsáfallsins að völdum kórónuveirufaraldurins. Suðurríki álfunnar leggja áherslu á skjótar aðgerðir og styrki en nokkur ríki í norðurálfunni vilja skilyrði fyrir þeim. Leiðtogar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman við sama borð í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar.Thierry Monasse/Getty Leiðtogaranir komu saman til helgarfundar í Brussel í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki Evrópusambandsins hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna kórónuveirufaraldurins þar sem atvinnulíf hefur meira og minna verið lamað síðustu mánuði. Angela Merkel þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklands hafa kynnt áætlun sem er sambland lána og styrkja til ríkjanna. Aðgerðirnar hljóða upp á 750 milljarða evra. En deilt er um hlutfall lána og styrkja og skilyrði fyrir þeim, ekki hvað síst vegna þess að sambandið þarf að taka lán fyrir björgunarpakkanum. Emmanuel Macron forseti Frakklands er sagður aðal hugmyndafræðilegi arkitektinn á bakvið aðgerðirnar.Pool/Getty Images „Stund sannleikans er runnin upp fyrir Evrópu. Við erum að upplifa fordómalaust neyðarástand í heilbrigðis- og efnahagsmálum. Þessi staða kallar á enn meiri samstöðu og metnað af okkar hálfu en áður,” sagði Macron þegar hann mætti til leiðtogafundarins í dag. Grikkir sem eins og fleiri ríki suður Evrópu standa illa vegna faraldursins og voru þar af auki stórskuldugir fyrir Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra Grikklands segir ekkert því til fyrirstöðu að leiðtogarnir nái samkomulagi um aðgerðir nú um helgina. Forsætisráðherra Grikklands hefur fundað með einstökum leiðtogum norður evrópuríkja sambandsins undanfarna viku til að hvetja þá til stuðnings við björgunarpakkann.Panayotis Tzamaros/NurPhoto/Getty “Samstaða og eining Evrópusambandsins eru að veði. Við meigum ekki missa augun af stóru myndinni og stóra myndin er að við stöndum frammi fyrir alvarlegustu efnahagskreppu frá því í seinni heimsstyrjöldinni,” sagði Mitsotakis. Angela Merkel kanslari Þýskalands dregur enga fjöður yfir að viðræður leiðtoganna verði erfiðar en þeir muni leggja sig alla fram um að ná samkomulagi. Angela Merkel styður í fyrsta skipti að einstaka aðildarríkjum séu veitt styrkir en ekki eingöngu lán á krepputímum.Thierry Monasse/Getty “Nú þurfa allir að sýna mikinn vilja til að ná fram málamiðlunum til að ná niðurstöðu sem er góð fyrir Evrópu. Góð fyrir íbúa Evrópu í ljósi faraldursins og viðeigandi viðbragð við þeim efnahagslegu erfiðleikum sem við er að eiga. En ég býst við mjög erfiðum samningaviðræðum,” sagði Merkel, Auk björgunarpakkans liggur fyrir leiðtogunum tuttugu og sjö að ná samanum um fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Fastlega er reiknað með að dagurinn í dag muni ekki duga leiðtogunum og þeir þurfi að funda áfram á morgun að minnsta kosti.
Evrópusambandið Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira