Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Andri Eysteinsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. júlí 2020 21:20 Júlía Fanney Jóhannesdóttir og Sonja Daníelsdóttir hjá Villikanínum. Vísir/Baldur Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. Eftir að fréttir bárust af dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum vegna smitandi lifrardreps í mars síðastliðnum ákváðu nokkrar konur að stofna dýraverndunarfélagið Villikanínur. „Við vissum ekkert hvað væri í gangi þá. Þetta gæti hafa verið einhver að eitra þannig að við vildum bara bjarga sem flestum. Þannig að við fórum bara af stað við að bjarga öllum.,“ sagði Sonja Daníelsdóttir einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikanína. Þær hafa náð að bjarga um áttatíu kanínum á nokkrum mánuðum sem nú hafa fjölgað sér. „Þannig að við erum búin að vera með fullt af ungum. Við erum búin að læra alveg heilan helling á þessu og við erum með fósturheimili úti um allt. Við gætum þetta ekki án þeirra,“ segir Sonja. „Tilgangur okkar er að bjarga þeim, bólusetja þær og fara með til dýralæknis. Mörg dýr hafa komið inn veik og eru að kveljast. Við viljum bara bjarga þeim,“ segir Júlía Fanney Jóhannesdóttir sem einnig er ein af stofnendum félagsins. Enn séu kanínur að drepast í Elliðaárdalnum og mesta vinnan fari í að bjarga þeim. Fjöldi kanína séu þó á ýmsum stöðum á landinu sem þær bjargi líka. „Þær eru úti um allt. Fólk er að sleppa þeim og þær eru að fjölga sér,“ segir Júlía Fanney. Ein af kanínunum.Stöð 2 Ein af kanínunum sem komið hefur verið til aðstoðar er Askja en hún kom til Villikanína eftir að köttur hafði komið með hana heim til eiganda sinna. Sonja segir að hún kanínurnar hafi verið ómeiddar og kötturinn hafi ekki skilið eftir á þeim svo mikið sem skrámu. Önnur hafi þó verið með eyrnabólgu og hin með augnsýkingu. „Það má segja að kötturinn hafi bjargað þeim því þær komust til læknis,“ segir Sonja. Þegar kanínunum líður betur finnur félagið heimili handa þeim. Villikanínur, sem reiða sig á styrki frá almenningi, njóta liðsinnis dýralækna, Matvælastofnunar og borgarinnar. „Þeim líður ekkert vel þarna úti. Þær geta ekki stillt líkamshitann ef þær blotna þannig að íslenska veðrið er alls ekki fyrir þær, segir Júlía Fanney á meðan að þakklát kanína hjúfrar sig upp að henni. Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. Eftir að fréttir bárust af dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum vegna smitandi lifrardreps í mars síðastliðnum ákváðu nokkrar konur að stofna dýraverndunarfélagið Villikanínur. „Við vissum ekkert hvað væri í gangi þá. Þetta gæti hafa verið einhver að eitra þannig að við vildum bara bjarga sem flestum. Þannig að við fórum bara af stað við að bjarga öllum.,“ sagði Sonja Daníelsdóttir einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikanína. Þær hafa náð að bjarga um áttatíu kanínum á nokkrum mánuðum sem nú hafa fjölgað sér. „Þannig að við erum búin að vera með fullt af ungum. Við erum búin að læra alveg heilan helling á þessu og við erum með fósturheimili úti um allt. Við gætum þetta ekki án þeirra,“ segir Sonja. „Tilgangur okkar er að bjarga þeim, bólusetja þær og fara með til dýralæknis. Mörg dýr hafa komið inn veik og eru að kveljast. Við viljum bara bjarga þeim,“ segir Júlía Fanney Jóhannesdóttir sem einnig er ein af stofnendum félagsins. Enn séu kanínur að drepast í Elliðaárdalnum og mesta vinnan fari í að bjarga þeim. Fjöldi kanína séu þó á ýmsum stöðum á landinu sem þær bjargi líka. „Þær eru úti um allt. Fólk er að sleppa þeim og þær eru að fjölga sér,“ segir Júlía Fanney. Ein af kanínunum.Stöð 2 Ein af kanínunum sem komið hefur verið til aðstoðar er Askja en hún kom til Villikanína eftir að köttur hafði komið með hana heim til eiganda sinna. Sonja segir að hún kanínurnar hafi verið ómeiddar og kötturinn hafi ekki skilið eftir á þeim svo mikið sem skrámu. Önnur hafi þó verið með eyrnabólgu og hin með augnsýkingu. „Það má segja að kötturinn hafi bjargað þeim því þær komust til læknis,“ segir Sonja. Þegar kanínunum líður betur finnur félagið heimili handa þeim. Villikanínur, sem reiða sig á styrki frá almenningi, njóta liðsinnis dýralækna, Matvælastofnunar og borgarinnar. „Þeim líður ekkert vel þarna úti. Þær geta ekki stillt líkamshitann ef þær blotna þannig að íslenska veðrið er alls ekki fyrir þær, segir Júlía Fanney á meðan að þakklát kanína hjúfrar sig upp að henni.
Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira