Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 14:12 Þrjótarnir komust yfir auðkenni starfsmanna Twitter og notuðu innra kerfi miðilsins til þess að ná valdi á reikningum þekktra notenda. Sérfræðingar óttast að bitcoin-svindl sem þeir sendu út gæti hafa verið yfirskin til þess að dreifa athyglinni frá gagnastuldi. AP/Rick Bowmer Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi, Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Kim Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal fræga fólksins sem varð fyrir barðinu á þrjótunum. Sendu þrjótarnir út tíst í nafni þessara einstaklinga þar sem þeir báðu fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Reuters-fréttastofan segir að um 400 slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120.000 dollara, jafnvirði tæpra sautján milljóna króna. Twitter segir að þrjótarnir hafi komist yfir auðkenni starfsmanna fyrirtækisins og komist þannig inn í innri kerfi þess. Aðganginn notuðu þeir til þess að stela aðgangi þekktra Twitter-notenda. greiðslurnar. Greip fyrirtækið til þess ráðs að loka á að margir þekktir einstaklingar með svokallaða staðfesta reikninga gætu tíst tímabundið. Notendurnir gátu heldur ekki skipt um lykilorð á meðan. Dmitri Alperovitch, einn stofnenda tölvuöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, segir að svo virðist sem að innbrotið sé það versta hjá stórum samfélagsmiðli til þessa. Hjónin Kim Kardashian og Kanye West voru á meðal þeirra sem misstu stjórn á Twitter-reikningum sínum. Þrjótar sendu út skilaboð til fylgjenda þeirra um að senda þeim greiðslur í rafmyntinni bitcoin.Vísir/EPA Gætu stolið gögnum með aðgangi að kerfum Twitter Áhyggjur hafa verið uppi um öryggi Twitter í ljósi þess hversu stjórnmálamenn og frambjóðendur nota hann mikið, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Innbrotið nú kyndir undir ótta við áhrifin ef sambærilegt atvik ætti sér stað þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum verður í algleymingi í haust. „Ef svona uppákoma ætti sér stað í miðju neyðarástandi þar sem Twitter væri notað til þess að koma á framfæri skilaboðum til að draga úr spennu eða nauðsynlegum upplýsingum til almennings og skyndilega væru send út röng skilaboð frá nokkrum viðurkenndum reikningum gæti það haft verulega truflandi áhrif,“ segir Alexi Drew frá King‘s College í London við breska ríkisútvarpið BBC. „Getur þú ímyndað þér ef þeir hefðu tekið yfir reikning þjóðarleiðtoga og tíst ofbeldishótun gegn leiðtoga annars ríkis?“ segir Rachel Tobac, forstjóri Socialproof Security, við AP-fréttastofuna. Trúverðugleiki Twitter er sagður í húfi ef notendur geta ekki treyst því að tíst frá þekktum notendum komi raunverulega frá þeim. Sérfræðingar segja það alvarlegan öryggisbrest ef lykilstarfsmenn Twitter hafi látið glepjast af gabbi. Dan Guido, forstjóri tölvuöryggisfyrirtækisins Trail of Bits, furðar sig á hversu langan tíma það tók Twitter að bregðast við innbrotinu í gær. „Viðbrögð Twitter við innbrotinu voru sláandi. Þetta er um miðjan dag í San Francisco og það tekur þau fimm klukkustundir að ná tökum á uppákomunni,“ segir hann við Reuters og vísar til þess að höfuðstöðvar Twitter eru í Kaliforníu. Þá er ekki ljóst hvort að þrjótarnir hafi gert meira en að senda bitcoin-skilaboðin. Michael Borohovski, yfirmaður hugbúnaðarsmíði Synopsys, annars tölvuöryggisfyrirtækis, segir að ef þrjótarnir hafi beinan aðgang að kerfum Twitter komi ekkert í veg fyrir að þeir steli þaðan gögnum og noti bitcoin-svindlið til að dreifa athyglinni frá því. Mögulegt er talið að hægt verði að nota bitcoin-millifærslurnar til þess að rekja slóð þrjótanna. Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi, Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Kim Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal fræga fólksins sem varð fyrir barðinu á þrjótunum. Sendu þrjótarnir út tíst í nafni þessara einstaklinga þar sem þeir báðu fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Reuters-fréttastofan segir að um 400 slíkar greiðslur hafi farið fram að upphæð um 120.000 dollara, jafnvirði tæpra sautján milljóna króna. Twitter segir að þrjótarnir hafi komist yfir auðkenni starfsmanna fyrirtækisins og komist þannig inn í innri kerfi þess. Aðganginn notuðu þeir til þess að stela aðgangi þekktra Twitter-notenda. greiðslurnar. Greip fyrirtækið til þess ráðs að loka á að margir þekktir einstaklingar með svokallaða staðfesta reikninga gætu tíst tímabundið. Notendurnir gátu heldur ekki skipt um lykilorð á meðan. Dmitri Alperovitch, einn stofnenda tölvuöryggisfyrirtækisins Crowdstrike, segir að svo virðist sem að innbrotið sé það versta hjá stórum samfélagsmiðli til þessa. Hjónin Kim Kardashian og Kanye West voru á meðal þeirra sem misstu stjórn á Twitter-reikningum sínum. Þrjótar sendu út skilaboð til fylgjenda þeirra um að senda þeim greiðslur í rafmyntinni bitcoin.Vísir/EPA Gætu stolið gögnum með aðgangi að kerfum Twitter Áhyggjur hafa verið uppi um öryggi Twitter í ljósi þess hversu stjórnmálamenn og frambjóðendur nota hann mikið, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Innbrotið nú kyndir undir ótta við áhrifin ef sambærilegt atvik ætti sér stað þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum verður í algleymingi í haust. „Ef svona uppákoma ætti sér stað í miðju neyðarástandi þar sem Twitter væri notað til þess að koma á framfæri skilaboðum til að draga úr spennu eða nauðsynlegum upplýsingum til almennings og skyndilega væru send út röng skilaboð frá nokkrum viðurkenndum reikningum gæti það haft verulega truflandi áhrif,“ segir Alexi Drew frá King‘s College í London við breska ríkisútvarpið BBC. „Getur þú ímyndað þér ef þeir hefðu tekið yfir reikning þjóðarleiðtoga og tíst ofbeldishótun gegn leiðtoga annars ríkis?“ segir Rachel Tobac, forstjóri Socialproof Security, við AP-fréttastofuna. Trúverðugleiki Twitter er sagður í húfi ef notendur geta ekki treyst því að tíst frá þekktum notendum komi raunverulega frá þeim. Sérfræðingar segja það alvarlegan öryggisbrest ef lykilstarfsmenn Twitter hafi látið glepjast af gabbi. Dan Guido, forstjóri tölvuöryggisfyrirtækisins Trail of Bits, furðar sig á hversu langan tíma það tók Twitter að bregðast við innbrotinu í gær. „Viðbrögð Twitter við innbrotinu voru sláandi. Þetta er um miðjan dag í San Francisco og það tekur þau fimm klukkustundir að ná tökum á uppákomunni,“ segir hann við Reuters og vísar til þess að höfuðstöðvar Twitter eru í Kaliforníu. Þá er ekki ljóst hvort að þrjótarnir hafi gert meira en að senda bitcoin-skilaboðin. Michael Borohovski, yfirmaður hugbúnaðarsmíði Synopsys, annars tölvuöryggisfyrirtækis, segir að ef þrjótarnir hafi beinan aðgang að kerfum Twitter komi ekkert í veg fyrir að þeir steli þaðan gögnum og noti bitcoin-svindlið til að dreifa athyglinni frá því. Mögulegt er talið að hægt verði að nota bitcoin-millifærslurnar til þess að rekja slóð þrjótanna.
Twitter Samfélagsmiðlar Tölvuárásir Tengdar fréttir Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Obama, Biden og Kanye West á meðal fórnarlamba internetþrjóta Fjöldi auðmanna varð í dag fyrir barðinu á internetskúrkum en Twitter-síður auðkýfinganna Elon Musk, Jeff Bezos og Bill Gates voru á meðal þeirra sem voru hakkaðar. 15. júlí 2020 22:53