Skipuleggja nýtt hverfi handan Skaftár við Kirkjubæjarklaustur Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2020 10:17 Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. Stöð 2/Einar Árnason. Nýtt hverfi fyrir fjörutíu íbúðir er í undirbúningi við Kirkjubæjarklaustur ásamt gestastofu og nýsköpunarsetri. Eigendur Hótels Klausturs standa að verkefninu en þeir segja mikinn húsnæðisskort á svæðinu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Fyrir sextíu árum eða svo var Reykjavík orðin svo stór að menn sáu ekki annan kost en að fara út fyrir Elliðaár með að skipuleggja ný íbúðahverfi. Núna virðist hið sama vera að gerast á Kirkjubæjarklaustri, - nema þar heitir áin Skaftá sem menn eru að hugsa um að fara yfir. Nýja íbúðahverfið er skipulagt austan Skaftár, í landi Hæðargarðs.Teikning/ASK arkitektar. Svæðið er í landi Hæðargarðs, skammt frá gatnamótum hringvegarins og Landbrotsvegar. Þar vilja eigendur Hótels Klausturs reisa gestastofu en einnig nýtt íbúðahverfi. „Hér er náttúrlega alveg frábært útsýni og falleg kvöldsól – og sól fram eftir degi. Þannig að hér verður mjög gott að búa,“ segir Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. 740 fermetra gestastofa verður stærsta byggingin í nýja hverfinu.Mynd/ASK arkitektar. Sveinn segir að húsnæðisskortur hafi verið viðvarandi á Klaustri en þar búa núna um 150 manns. „Við erum að áætla að bara fyrir okkar fyrirtæki, ef gott á að vera, þá þurfum við einar 20-30 íbúðir.“ 120 manna veitingasalur verður í gestastofunni með útsýni til Systrafoss og Kirkjubæjarklausturs.Mynd/ASK arkitekar. Og gera ráð fyrir lóðum undir 40 íbúðir sem einkum verða hugsaðar sem fyrstu kaup ungs fólks. „Þannig að íbúðirnar eru allt frá 70 til 120 fermetrar. Tiltölulega einfaldar og hagkvæmar í byggingu. Þannig að íbúðaverðið er ekkert hátt. Já, það verður mjög hagkvæmt fyrir ungt fólk að koma inn á svæðið og flytja inn,“ segir Sveinn. Stærsta byggingin verður þó 740 fermetra gestastofa með 120 manna veitingasal og kvikmyndasal þar sem heimildarmyndin Eldmessa verður látin rúlla á breiðtjaldi ásamt fleiri myndum sem tengjast héraðinu. Stuttmyndin Eldmessa, sem Hótel Klaustur kom að, verður sýnd í sal gestastofunnar.Mynd/ASK arkitektar. Gestastofunni er einnig ætlað að hýsa nýsköpunar- og þróunarsetur, í því skyni að laða að hæfileikaríkt fólk, að sögn Sveins. Klaustursmenn stefna að því að byrja sem fyrst eða um leið og aðstæður leyfa. „Við ætlum bara að bíða af okkur.. sem sagt covid og klára deiliskipulagið. Og þá munum við hefjast handa,“ segir hótelstjóri Klausturs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Nýtt hverfi fyrir fjörutíu íbúðir er í undirbúningi við Kirkjubæjarklaustur ásamt gestastofu og nýsköpunarsetri. Eigendur Hótels Klausturs standa að verkefninu en þeir segja mikinn húsnæðisskort á svæðinu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Fyrir sextíu árum eða svo var Reykjavík orðin svo stór að menn sáu ekki annan kost en að fara út fyrir Elliðaár með að skipuleggja ný íbúðahverfi. Núna virðist hið sama vera að gerast á Kirkjubæjarklaustri, - nema þar heitir áin Skaftá sem menn eru að hugsa um að fara yfir. Nýja íbúðahverfið er skipulagt austan Skaftár, í landi Hæðargarðs.Teikning/ASK arkitektar. Svæðið er í landi Hæðargarðs, skammt frá gatnamótum hringvegarins og Landbrotsvegar. Þar vilja eigendur Hótels Klausturs reisa gestastofu en einnig nýtt íbúðahverfi. „Hér er náttúrlega alveg frábært útsýni og falleg kvöldsól – og sól fram eftir degi. Þannig að hér verður mjög gott að búa,“ segir Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. 740 fermetra gestastofa verður stærsta byggingin í nýja hverfinu.Mynd/ASK arkitektar. Sveinn segir að húsnæðisskortur hafi verið viðvarandi á Klaustri en þar búa núna um 150 manns. „Við erum að áætla að bara fyrir okkar fyrirtæki, ef gott á að vera, þá þurfum við einar 20-30 íbúðir.“ 120 manna veitingasalur verður í gestastofunni með útsýni til Systrafoss og Kirkjubæjarklausturs.Mynd/ASK arkitekar. Og gera ráð fyrir lóðum undir 40 íbúðir sem einkum verða hugsaðar sem fyrstu kaup ungs fólks. „Þannig að íbúðirnar eru allt frá 70 til 120 fermetrar. Tiltölulega einfaldar og hagkvæmar í byggingu. Þannig að íbúðaverðið er ekkert hátt. Já, það verður mjög hagkvæmt fyrir ungt fólk að koma inn á svæðið og flytja inn,“ segir Sveinn. Stærsta byggingin verður þó 740 fermetra gestastofa með 120 manna veitingasal og kvikmyndasal þar sem heimildarmyndin Eldmessa verður látin rúlla á breiðtjaldi ásamt fleiri myndum sem tengjast héraðinu. Stuttmyndin Eldmessa, sem Hótel Klaustur kom að, verður sýnd í sal gestastofunnar.Mynd/ASK arkitektar. Gestastofunni er einnig ætlað að hýsa nýsköpunar- og þróunarsetur, í því skyni að laða að hæfileikaríkt fólk, að sögn Sveins. Klaustursmenn stefna að því að byrja sem fyrst eða um leið og aðstæður leyfa. „Við ætlum bara að bíða af okkur.. sem sagt covid og klára deiliskipulagið. Og þá munum við hefjast handa,“ segir hótelstjóri Klausturs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49
Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48