Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 23:20 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. EPA-EFE/YURI GRIPAS Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. Trumpstjórnin kynnti ákvörðunina sem tilraun til að hægja á Kínverjum á svæðinu. Þó er talið að ákvörðunin muni aðeins reita Kínverja til reiði sem þegar hafa svarað fyrir hinar ýmsu viðskiptaþvinganir sem Bandaríkjamenn beita þá. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð stjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum og í kjölfarið hefur Trump í auknum mæli gagnrýnt kínversk stjórnvöld. Þá hefur hann ítrekað sagt mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, ekki sterkan gagnvart Kínverjum. Stefna Bandaríkjanna hingað til hefur verið að deilur Kína og nágranna þeirra í Suður-Kínahafi skyldu leystar friðsamlega með aðkomu sáttanefnda Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að í augum Bandaríkjanna sé allt tilkall Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi utan þeirra lögsögu ólögmætt. Það á ekki við land ofan sjávarmáls, aðeins hafsvæðið. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Sjá einnig: Drekinn sýnir klærnar Bandaríkin segjast enn þá vera hlutlaus í deilum Suður-Kínahafsríkjanna um landsvæði en samkvæmt fréttaflutningi AP má lesa úr yfirlýsingunni að Bandaríkin munu styðja við Brúnei, Indónesíu, Malasíu, Filippseyjar og Víetnam, sem öll hafa mótmælt tilraunum Kína til að gera tilkall til hafsvæða í kring um eyjar, rif og grynningar á svæðinu. Umsvif Kínverja hafa aukist á undanförnum árum með hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Sömuleiðis hefur ríkið byggt sína fyrstu herstöð utan Asíu og var það gert í Djibútí. Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið. Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. Trumpstjórnin kynnti ákvörðunina sem tilraun til að hægja á Kínverjum á svæðinu. Þó er talið að ákvörðunin muni aðeins reita Kínverja til reiði sem þegar hafa svarað fyrir hinar ýmsu viðskiptaþvinganir sem Bandaríkjamenn beita þá. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð stjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum og í kjölfarið hefur Trump í auknum mæli gagnrýnt kínversk stjórnvöld. Þá hefur hann ítrekað sagt mótframbjóðanda sinn í forsetakosningunum, Joe Biden, ekki sterkan gagnvart Kínverjum. Stefna Bandaríkjanna hingað til hefur verið að deilur Kína og nágranna þeirra í Suður-Kínahafi skyldu leystar friðsamlega með aðkomu sáttanefnda Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í dag að í augum Bandaríkjanna sé allt tilkall Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi utan þeirra lögsögu ólögmætt. Það á ekki við land ofan sjávarmáls, aðeins hafsvæðið. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Sjá einnig: Drekinn sýnir klærnar Bandaríkin segjast enn þá vera hlutlaus í deilum Suður-Kínahafsríkjanna um landsvæði en samkvæmt fréttaflutningi AP má lesa úr yfirlýsingunni að Bandaríkin munu styðja við Brúnei, Indónesíu, Malasíu, Filippseyjar og Víetnam, sem öll hafa mótmælt tilraunum Kína til að gera tilkall til hafsvæða í kring um eyjar, rif og grynningar á svæðinu. Umsvif Kínverja hafa aukist á undanförnum árum með hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Sömuleiðis hefur ríkið byggt sína fyrstu herstöð utan Asíu og var það gert í Djibútí. Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið. Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir.
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira