Umboðsmaður óskar eftir gögnum vegna brunans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2020 16:15 Frá vettvangi brunans á Bræðraborgarstíg. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn vegna atriða sem hann telur tilefni til að kanna í tengslum við skráningar lögheimilis og aðseturs, og eftirlits með þeim af hálfu síðarnefndu stofnunarinnar. Tilefni fyrirspurnarinnar er fréttaflutningur í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í síðasta mánuði. Fram hefur komið að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu sem brann, en ekki legið fyrir hversu margir raunverulega bjuggu þar. Eins kom fram að í húsinu við hliðina hafi verið 134 með skráð lögheimili. Eins hefur verið fjallað um fleiri hús þar sem fjöldi fólks hafði skráð lögheimili. Í gær var greint frá því að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. „Fram kom hjá forstjóra þjóðskrár að ekki væru takmörk, t.d. eftir fermetrafjölda, á því hversu margir mættu vera skráðir með lögheimili á hvert hús eða íbúð. Þá var greint frá því að þjóðskrá hefði að undanförnu tekið mál upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa væri talinn gefa til kynna að lögheimilisskráning gæti verið röng,“ segir í tilkynningu á vef UA. Umboðsmaður hefur því óskað eftir því að þjóðskrá upplýsi á hvaða grundvelli afstaða forstjórans, þá til þess að ekki séu sett takmörk í lögum fyrir því hversu margir geti skráð lögheimili á hvert hús eða íbúð, byggir. Eins hefur hann óskað eftir upplýsingum um hvernig skráning lögheimilis hjá þjóðskrá fer fram. „Ennfremur óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort ástæða þess að svo margir séu í sumum tilfellum skráðir með lögheimili í sama húsnæði sé að tilkynningum um breytt lögheimili og aðsetur, sem skila ber eigi síðar en viku eftir að breytingar verða, sé ekki sinnt. Sé svo er óskað upplýsinga um hvaða eftirlit og viðbrögð Þjóðskrá Íslands viðhefur til að tryggja rétta skráningu.“ Loks óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um þau mál sem þjóðskrá hefur tekið upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa er talinn gefa vísbendingu um að lögheimilisskráning sé röng. Til að mynda fjölda slíkra mála, hvaða viðmið séu lögð til grundvallar þegar ákveðið er að kanna slík mál., hvernig athugun fer fram og um framvindu þeirra og niðurstöður. Umboðsmaður hefur óskað eftir því að upplýsingarnar berist embættinu fyrir 10. ágúst næstkomandi, svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé að taka málið til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar sinnar. Þá var samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu sent afrit af bréfinu til þjóðskrár, sem nálgast má hér að neðan. Bréf umboðsmanns til Þjóðskrár Íslands Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn vegna atriða sem hann telur tilefni til að kanna í tengslum við skráningar lögheimilis og aðseturs, og eftirlits með þeim af hálfu síðarnefndu stofnunarinnar. Tilefni fyrirspurnarinnar er fréttaflutningur í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í síðasta mánuði. Fram hefur komið að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu sem brann, en ekki legið fyrir hversu margir raunverulega bjuggu þar. Eins kom fram að í húsinu við hliðina hafi verið 134 með skráð lögheimili. Eins hefur verið fjallað um fleiri hús þar sem fjöldi fólks hafði skráð lögheimili. Í gær var greint frá því að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. „Fram kom hjá forstjóra þjóðskrár að ekki væru takmörk, t.d. eftir fermetrafjölda, á því hversu margir mættu vera skráðir með lögheimili á hvert hús eða íbúð. Þá var greint frá því að þjóðskrá hefði að undanförnu tekið mál upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa væri talinn gefa til kynna að lögheimilisskráning gæti verið röng,“ segir í tilkynningu á vef UA. Umboðsmaður hefur því óskað eftir því að þjóðskrá upplýsi á hvaða grundvelli afstaða forstjórans, þá til þess að ekki séu sett takmörk í lögum fyrir því hversu margir geti skráð lögheimili á hvert hús eða íbúð, byggir. Eins hefur hann óskað eftir upplýsingum um hvernig skráning lögheimilis hjá þjóðskrá fer fram. „Ennfremur óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort ástæða þess að svo margir séu í sumum tilfellum skráðir með lögheimili í sama húsnæði sé að tilkynningum um breytt lögheimili og aðsetur, sem skila ber eigi síðar en viku eftir að breytingar verða, sé ekki sinnt. Sé svo er óskað upplýsinga um hvaða eftirlit og viðbrögð Þjóðskrá Íslands viðhefur til að tryggja rétta skráningu.“ Loks óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um þau mál sem þjóðskrá hefur tekið upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa er talinn gefa vísbendingu um að lögheimilisskráning sé röng. Til að mynda fjölda slíkra mála, hvaða viðmið séu lögð til grundvallar þegar ákveðið er að kanna slík mál., hvernig athugun fer fram og um framvindu þeirra og niðurstöður. Umboðsmaður hefur óskað eftir því að upplýsingarnar berist embættinu fyrir 10. ágúst næstkomandi, svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé að taka málið til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar sinnar. Þá var samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu sent afrit af bréfinu til þjóðskrár, sem nálgast má hér að neðan. Bréf umboðsmanns til Þjóðskrár Íslands
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira