600 þúsund kusu í prófkjöri stjórnarandstöðunnar í Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 17:22 Stuðningsmenn aukins lýðræðis í Hong Kong flykktust á kjörstaði fyrir prófkjör stjórnarandstöðunnar. Getty/ Billy H.C. Kwok Stjórnarandstaðan í Hong Kong segir að meira en 600 þúsund íbúar sjálfstjórnarhéraðsins hafi um helgina greitt atkvæði í prófkjöri stjórnarandstöðuhópsins. Atkvæðin eru sögð merkingarþrungin og gefa til kynna hve margir séu mótfallnir nýjum öryggislögum sem yfirvöld í Peking kynntu nýlega en þeir sem talað hafa fyrir auknu lýðræði í sjálfstjórnarhéraðinu hafa gagnrýnt lögin harðlega og sagt þau ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong auk þess að þagga niður í gagnrýnisröddum. Niðurstöður prófkjörsins munu móta framboðslista stjórnarandstöðuhópsins, sem styður aukið lýðræði, fyrir kosningar til löggjafarþings Hong Kong sem haldnar verða í september. Flokkurinn stefnir auðvitað að því að ná meirihluta í fyrsta skipti frá stjórnarflokknum sem styðja yfirvöld Kína. Mikil þátttaka var í prófkjörinu, sem aðeins var fyrir stjórnarandstöðuna, og er það talið gefa til kynna að stór hluti borgarbúa styðji ekki aukin yfirráð Kína á svæðinu. Í héraðinu búa um 7,5 milljónir. Háttsettir embættismenn í Hong Kong höfðu varað stjórnarandstöðuna við því að prófkjörið gæti verið brot á öryggislögunum en þrátt fyrir það flykktist fólk á kjörstaði sem voru meira en 250 talsins um alla borg. Langar raðir mynduðust fyrir utan kjörstaðina þar sem kjósendum var gert kleift að kjósa á netinu, eftir að borið hafði verið kennsl á þá. Skipuleggjendur segja að 592 þúsund hafi verið búnir að kjósa rafrænt og að 21 þúsund hafi mætt á kjörstaði og skilað atkvæði á blaði þegar kjörstöðum var lokað á sunnudagskvöld. Það sé meira en búist var við. Þeir sem kusu í prófkjörinu voru um þriðjungur þeirra sem studdu við stjórnarandstöðuna í kosningunum í fyrra. Kína Hong Kong Tengdar fréttir Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. 8. júlí 2020 17:28 Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins. 5. júlí 2020 18:26 Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Hong Kong segir að meira en 600 þúsund íbúar sjálfstjórnarhéraðsins hafi um helgina greitt atkvæði í prófkjöri stjórnarandstöðuhópsins. Atkvæðin eru sögð merkingarþrungin og gefa til kynna hve margir séu mótfallnir nýjum öryggislögum sem yfirvöld í Peking kynntu nýlega en þeir sem talað hafa fyrir auknu lýðræði í sjálfstjórnarhéraðinu hafa gagnrýnt lögin harðlega og sagt þau ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong auk þess að þagga niður í gagnrýnisröddum. Niðurstöður prófkjörsins munu móta framboðslista stjórnarandstöðuhópsins, sem styður aukið lýðræði, fyrir kosningar til löggjafarþings Hong Kong sem haldnar verða í september. Flokkurinn stefnir auðvitað að því að ná meirihluta í fyrsta skipti frá stjórnarflokknum sem styðja yfirvöld Kína. Mikil þátttaka var í prófkjörinu, sem aðeins var fyrir stjórnarandstöðuna, og er það talið gefa til kynna að stór hluti borgarbúa styðji ekki aukin yfirráð Kína á svæðinu. Í héraðinu búa um 7,5 milljónir. Háttsettir embættismenn í Hong Kong höfðu varað stjórnarandstöðuna við því að prófkjörið gæti verið brot á öryggislögunum en þrátt fyrir það flykktist fólk á kjörstaði sem voru meira en 250 talsins um alla borg. Langar raðir mynduðust fyrir utan kjörstaðina þar sem kjósendum var gert kleift að kjósa á netinu, eftir að borið hafði verið kennsl á þá. Skipuleggjendur segja að 592 þúsund hafi verið búnir að kjósa rafrænt og að 21 þúsund hafi mætt á kjörstaði og skilað atkvæði á blaði þegar kjörstöðum var lokað á sunnudagskvöld. Það sé meira en búist var við. Þeir sem kusu í prófkjörinu voru um þriðjungur þeirra sem studdu við stjórnarandstöðuna í kosningunum í fyrra.
Kína Hong Kong Tengdar fréttir Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. 8. júlí 2020 17:28 Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins. 5. júlí 2020 18:26 Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. 8. júlí 2020 17:28
Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins. 5. júlí 2020 18:26
Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00