Mourinho ætlar ekki að horfa á þættina um Tottenham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2020 15:00 Mourinho er vanur að hafa myndavél á sér allan daginn. getty/Matthew Ashton José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ætlar ekki að horfa á heimildaþættina um liðið, Tottenham: All or Nothing, sem Amazon framleiðir. Fyrsta sýnishornið úr þáttunum var frumsýnt í dag en það má sjá hér fyrir neðan. A season unlike any other...#AllorNothingSpurs is NOT to be missedComing soon pic.twitter.com/c8sPXDlAIG— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) July 10, 2020 Í þáttunum er skyggnst bak við tjöldin hjá Tottenham á tímabilinu 2019-20 sem hefur verið afar viðburðarríkt. Amazon gerði svipaða þætti um tímabilið 2017-18 hjá Manchester City. „Ég reyndi að gleyma tökuliðinu. Ég naut þess ekki. Ég er ekki hrifinn af því að vera í Big Brother,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í dag og vísaði til raunveruleikaþáttarins vinsæla. Mourinho segir að stuðningsmenn Tottenham ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð í þáttunum um liðið. „Ekkert er gervi, allt er ekta. Þetta hlýtur að vera frábært fyrir þá að hafa alltaf fullan aðgang að okkur og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá fótboltaliði,“ sagði Mourinho sem ætlar þó ekki að setjast niður með fjölskyldunni og horfa á þættina. „Ætla ég að horfa á þættina? Nei, nei. Ég vil það ekki og svo veit ég betur en allir hvað gerist hérna. En þetta verður mjög áhugavert fyrir fólk sem elskar fótbolta og íþróttir.“ Tottenham gerði markalaust jafntefli við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spurs er í 9. sæti. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ætlar ekki að horfa á heimildaþættina um liðið, Tottenham: All or Nothing, sem Amazon framleiðir. Fyrsta sýnishornið úr þáttunum var frumsýnt í dag en það má sjá hér fyrir neðan. A season unlike any other...#AllorNothingSpurs is NOT to be missedComing soon pic.twitter.com/c8sPXDlAIG— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) July 10, 2020 Í þáttunum er skyggnst bak við tjöldin hjá Tottenham á tímabilinu 2019-20 sem hefur verið afar viðburðarríkt. Amazon gerði svipaða þætti um tímabilið 2017-18 hjá Manchester City. „Ég reyndi að gleyma tökuliðinu. Ég naut þess ekki. Ég er ekki hrifinn af því að vera í Big Brother,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í dag og vísaði til raunveruleikaþáttarins vinsæla. Mourinho segir að stuðningsmenn Tottenham ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð í þáttunum um liðið. „Ekkert er gervi, allt er ekta. Þetta hlýtur að vera frábært fyrir þá að hafa alltaf fullan aðgang að okkur og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá fótboltaliði,“ sagði Mourinho sem ætlar þó ekki að setjast niður með fjölskyldunni og horfa á þættina. „Ætla ég að horfa á þættina? Nei, nei. Ég vil það ekki og svo veit ég betur en allir hvað gerist hérna. En þetta verður mjög áhugavert fyrir fólk sem elskar fótbolta og íþróttir.“ Tottenham gerði markalaust jafntefli við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spurs er í 9. sæti.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira