800 milljóna styrkur til HÍ og annarra samstarfsskóla Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2020 12:56 Háskoli Íslands tekur þátt í verkefninu ásamt átta öðrum háskólum í Evrópu. Vísir/Vilhelm Evrópusambandið mun veita allt að fimm milljónum evra til Aurora-háskólanetsins á næstu þremur árum, sem samsvarar um 800 milljónum íslenskra króna. Háskoli Íslands tekur þátt í verkefninu ásamt átta öðrum háskólum í Evrópu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að það liggi ekki fyrir hversu stór hluti af styrknum muni renna til háskólans. Það sé þó ljóst að Háskóli Íslands sé framarlega í samstarfinu og mun því fá stóran hluta. Markmið samstarfsins er að efla rannsóknir og kennslu í þágu þeirra samfélaga þar sem háskólarnir starfa en auk Háskóla íslands eru Copenhagen Business School í Danmörku, East Anglia háskólinn í Englandi, Federico II-háskólinn í Napolí á Ítalíu, Háskólinn í Duisburg-Essen í Þýskalandi, Háskólinn í Innsbruck í Austurríki, Palacky háskólinn í Olomouc í Tékklandi, Rovira i Virgili-háskólinn í Tarragona á Spáni og Vrije-háskólinn í Amsterdam í Hollandi. Verkefnið muni skila miklu til samfélagsins Verkefnið er unnið innan svokallaðrar European University-áætlunar sem er ætlað að efla samstarf evrópskra háskóla og styrkja þá í samkeppni við aðra háskóla í heiminum. Með samvinnunni er búist við grundvallarbreytingum á því hvernig háskólar í Evrópulöndum vinna saman og telur rektor að verkefnið verði gjöfult fyrir íslenskt samfélag. „Samþykkt umsóknarinnar staðfestir enn og aftur sterka stöðu Háskóla Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Evrópsku háskólanetin gegna lykilhlutverki í tengslum við framtíðarþróun evrópskra háskóla, enda hefur verið mikil samkeppni um þessa styrki. Aurora-Alliance verkefnið mun ótvírætt skila miklu til íslensks samfélags. Það er mikil vinna framundan, en ég óska okkur öllum til hamingju,“ er haft eftir Jóni Atla í fréttatilkynningu. Jón Atli segir HÍ standa framarlega í samstarfinu.Vísir/Vilhelm Íslendingar þurfa að tryggja alþjóðlegt samstarf sökum smæðar Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að samstarf á borð við þetta bjóði upp á mikla möguleika, bæði í rannsóknum og kennslu. Það sé nauðsynlegt fyrir Íslendinga að tryggja slíkt samstarf, enda starfi háskólinn í alþjóðlegu umhverfi og hér á landi sé vísinda- og fræðasamfélagið lítið. „Háskóli Íslands er með fjölmarga samstarfssamninga bæði austan hafs og vestan sem segja má að stækki íslenska háskólakerfið þar sem nemendur geta tekið hluta af námi sínu í skiptinámi auk þess sem vísindamenn eiga í miklu rannsóknasamstarfi. Háskólarnir í Aurora netinu hyggjast auka umfang slíks samstarfs enn frekar og samhæfa starf sitt eins og kostur er til að ná enn betri árangri í kennslu og rannsóknum,“ segir Jón Atli. Hann segir háskólann vera í lykilstöðu í Aurora-netinu en áfram verði unnið af krafti með öðrum skólum og í öðrum netum. Framtíðin innan háskólakerfisins sé björt. „Þekking er lykill að framtíðinni og hlutverk Háskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu. Við höfum náð ótrúlegum árangri í Háskóla Íslands og þurfum að halda áfram á sömu braut í þágu íslensks samfélags. Það er lykilatriði að við séum samkeppnishæf á alþjóðavísu. Aurora-netið og þau verkefni sem við tökum þátt í á vettvangi þess hjálpa okkur á þeirri braut.“ Skóla - og menntamál Evrópusambandið Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira
Evrópusambandið mun veita allt að fimm milljónum evra til Aurora-háskólanetsins á næstu þremur árum, sem samsvarar um 800 milljónum íslenskra króna. Háskoli Íslands tekur þátt í verkefninu ásamt átta öðrum háskólum í Evrópu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að það liggi ekki fyrir hversu stór hluti af styrknum muni renna til háskólans. Það sé þó ljóst að Háskóli Íslands sé framarlega í samstarfinu og mun því fá stóran hluta. Markmið samstarfsins er að efla rannsóknir og kennslu í þágu þeirra samfélaga þar sem háskólarnir starfa en auk Háskóla íslands eru Copenhagen Business School í Danmörku, East Anglia háskólinn í Englandi, Federico II-háskólinn í Napolí á Ítalíu, Háskólinn í Duisburg-Essen í Þýskalandi, Háskólinn í Innsbruck í Austurríki, Palacky háskólinn í Olomouc í Tékklandi, Rovira i Virgili-háskólinn í Tarragona á Spáni og Vrije-háskólinn í Amsterdam í Hollandi. Verkefnið muni skila miklu til samfélagsins Verkefnið er unnið innan svokallaðrar European University-áætlunar sem er ætlað að efla samstarf evrópskra háskóla og styrkja þá í samkeppni við aðra háskóla í heiminum. Með samvinnunni er búist við grundvallarbreytingum á því hvernig háskólar í Evrópulöndum vinna saman og telur rektor að verkefnið verði gjöfult fyrir íslenskt samfélag. „Samþykkt umsóknarinnar staðfestir enn og aftur sterka stöðu Háskóla Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Evrópsku háskólanetin gegna lykilhlutverki í tengslum við framtíðarþróun evrópskra háskóla, enda hefur verið mikil samkeppni um þessa styrki. Aurora-Alliance verkefnið mun ótvírætt skila miklu til íslensks samfélags. Það er mikil vinna framundan, en ég óska okkur öllum til hamingju,“ er haft eftir Jóni Atla í fréttatilkynningu. Jón Atli segir HÍ standa framarlega í samstarfinu.Vísir/Vilhelm Íslendingar þurfa að tryggja alþjóðlegt samstarf sökum smæðar Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að samstarf á borð við þetta bjóði upp á mikla möguleika, bæði í rannsóknum og kennslu. Það sé nauðsynlegt fyrir Íslendinga að tryggja slíkt samstarf, enda starfi háskólinn í alþjóðlegu umhverfi og hér á landi sé vísinda- og fræðasamfélagið lítið. „Háskóli Íslands er með fjölmarga samstarfssamninga bæði austan hafs og vestan sem segja má að stækki íslenska háskólakerfið þar sem nemendur geta tekið hluta af námi sínu í skiptinámi auk þess sem vísindamenn eiga í miklu rannsóknasamstarfi. Háskólarnir í Aurora netinu hyggjast auka umfang slíks samstarfs enn frekar og samhæfa starf sitt eins og kostur er til að ná enn betri árangri í kennslu og rannsóknum,“ segir Jón Atli. Hann segir háskólann vera í lykilstöðu í Aurora-netinu en áfram verði unnið af krafti með öðrum skólum og í öðrum netum. Framtíðin innan háskólakerfisins sé björt. „Þekking er lykill að framtíðinni og hlutverk Háskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu. Við höfum náð ótrúlegum árangri í Háskóla Íslands og þurfum að halda áfram á sömu braut í þágu íslensks samfélags. Það er lykilatriði að við séum samkeppnishæf á alþjóðavísu. Aurora-netið og þau verkefni sem við tökum þátt í á vettvangi þess hjálpa okkur á þeirri braut.“
Skóla - og menntamál Evrópusambandið Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira