Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2020 22:50 Úígúrskur aðgerðasinni mótmælir fyrir framan kínverska sendiráðið í Lundúnum. Getty/ David Cliff Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska stjórnmálamenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin geti ekki setið hjá aðgerðarlaus á meðan slíkur hryllingur á sér stað í vesturhluta Kína. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa hneppt þúsundir Úígúra í fangabúðir vegna kynþáttar þeirra og trúar. Viðskiptaþvingununum er beint sérstaklega gegn Chen Quanguo, leiðtoga kommúnistaflokksins í Xinjiang, og tveimur öðrum hátt settum mönnum. Úígúrar eru þjóðarbrot í norðvestanverðu Kína sem stjórnvöld hafa markvisst ofsótt vegna múslimatrúar þeirra. Fregnir hafa borist af risavöxnum fangabúðum í Xinjiang þar sem um milljón þeirra hafa verið send. Yfirvöld halda því fram að tilgangur búðanna sé að berjast gegn ofbeldisfullu trúarofstæki en vísbendingar eru um að fólk hafi verið sent í búðirnar fyrir það eitt að iðka trú sína. Chen er hæstsetti kínverski embættismaðurinn sem Bandaríkin hafa beitt þvingunum en hann er jafnan talinn arkitekt stefnu kínverskra stjórnvalda er varðar minnihlutahópa. Þá munu tveir aðrir embættismenn verða beittir þvingunum, það eru Wang Mingshan, yfirmaður almannavarnardeildar Xinjiang, og Zhu Hailun, fyrrum háttsettur embættismaður innan kommúnistaflokksins í Xinjiang. Mennirnir þrír fá því ekki að ferðast til Bandaríkjanna og allar þeirra eignir sem staðsettar eru á bandarískri grundu hafa verið frystar. Þá er einnig ólöglegt að eiga við þá og fyrrverandi öryggismálafulltrúann Huo Liujun, viðskipti. Huo er þó ekki meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Þá verður Almannavarnadeild Xinjiang einnig beitt þvingunum. Kína Bandaríkin Mannréttindi Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. 9. janúar 2020 08:53 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska stjórnmálamenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin geti ekki setið hjá aðgerðarlaus á meðan slíkur hryllingur á sér stað í vesturhluta Kína. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa hneppt þúsundir Úígúra í fangabúðir vegna kynþáttar þeirra og trúar. Viðskiptaþvingununum er beint sérstaklega gegn Chen Quanguo, leiðtoga kommúnistaflokksins í Xinjiang, og tveimur öðrum hátt settum mönnum. Úígúrar eru þjóðarbrot í norðvestanverðu Kína sem stjórnvöld hafa markvisst ofsótt vegna múslimatrúar þeirra. Fregnir hafa borist af risavöxnum fangabúðum í Xinjiang þar sem um milljón þeirra hafa verið send. Yfirvöld halda því fram að tilgangur búðanna sé að berjast gegn ofbeldisfullu trúarofstæki en vísbendingar eru um að fólk hafi verið sent í búðirnar fyrir það eitt að iðka trú sína. Chen er hæstsetti kínverski embættismaðurinn sem Bandaríkin hafa beitt þvingunum en hann er jafnan talinn arkitekt stefnu kínverskra stjórnvalda er varðar minnihlutahópa. Þá munu tveir aðrir embættismenn verða beittir þvingunum, það eru Wang Mingshan, yfirmaður almannavarnardeildar Xinjiang, og Zhu Hailun, fyrrum háttsettur embættismaður innan kommúnistaflokksins í Xinjiang. Mennirnir þrír fá því ekki að ferðast til Bandaríkjanna og allar þeirra eignir sem staðsettar eru á bandarískri grundu hafa verið frystar. Þá er einnig ólöglegt að eiga við þá og fyrrverandi öryggismálafulltrúann Huo Liujun, viðskipti. Huo er þó ekki meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Þá verður Almannavarnadeild Xinjiang einnig beitt þvingunum.
Kína Bandaríkin Mannréttindi Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. 9. janúar 2020 08:53 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36
Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. 9. janúar 2020 08:53