Tróna á toppnum með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2020 14:00 HK eru illviðráðanlegt í Kórnum sem og utandyra. Vísir/Facebook-síða HK HK fær ÍR í heimsókn í 2. deild kvenna í kvöld. Liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og á enn eftir að fá á sig mark. Er þetta fyrsta tímabil HK í meistaraflokki. Þegar Pepsi Max deild kvenna lauk síðasta sumar sat HK/Víkingur á botni deildarinnar með sjö stig úr 18 leikjumþ Í kjölfarið var ákveðið að slíta samstarfi HK og Víkings en liðin höfðu haldið úti sameiginlegum meistaraflokki til fjölda ára. Hafði liðið flakkað á milli efstu og næst efstu deildar. Nú vildu bæði lið láta reyna á að halda úti sitt hvorum meistaraflokknum. Þannig að þegar Íslandsmótið í fótbolta fór loks af stað um miðjan júní mánuð voru bæði lið skráð til leiks. Víkingur hélt sæti sameiginlegs liðs HK/Víkings í Lengjudeildinni á meðan HK var skráð til leiks í 2. deildina. Deildin er nokkuð sterk og alls eru níu lið sem taka þátt í ár. Ásamt HK eru Álftanes, Hamrarnir, ÍR, Grindavík, Fram, Sindri, Hamar og sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar í deildinni. HK gæti vart hafa byrjað betur en liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þá hefur liðið skorað tíu mörk án þess að fá á sig eitt. HK er þar með eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn fengið á sig mark. Aðeins eitt annað lið hefur ekki enn fengið á sig mark í öllum þremur deildunum kvennamegin. Það eru nágrannar HK í Breiðablik. Það er ljóst að varnarleikur er í hávegum hafður í Kópavogi. Kvennalið HK – líkt og karlalið félagsins – leikur heimaleiki sína inn í Kórnum. Í fyrstu tveimur umferðum 2. deildar komu Hamar og Hamrarnir í heimsókn. Lokatölur í báðum leikjum 3-0 HK í vil. Síðan lögðu Kópavogsstúlkur land undir fót og fóru á Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum þar sem þær unnu sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis F. örugglega 4-0. Markaskorun liðsins dreifist nokkuð vel, alls eru fimm leikmenn liðsins komnir á blað. María Lena Ásgeirsdóttir er markahæst með þrjú mörk. Þar á eftir koma reynsluboltinn Karen Sturludóttir og Emma Sól Aradóttir með tvö mörk. Þær Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir og Lára Hallgrímsdóttir eru svo báðar með eitt mark hvor. Þá verður að minnst á Hrafnhildi Hjaltalín en hún stendur á milli stanganna og á enn eftir að fá á sig mark. LEIKDAGUR ÍR 19:15 Kórinn 2. deild kvenna Frítt innStelpurnar taka á móti ÍR í dag í 2.deild kvenna. Áfram lið fólksins #liðfólksins #heimavollurinn pic.twitter.com/h4T78tWHKz— HK (@HK_Kopavogur) July 9, 2020 ÍR kemur í heimsókn í Kórinn í kvöld og forvitnilegt að sjá hvort þær finni glufur á þéttri vörn heimastúlkna í blíðskaparveðrinu í Kópavogi. Þá er spurning hvort karlaliðið gæti lært eitt og annað af kvennaliði félagsins en HK-ingar hafa fengið á sig 13 mörk í aðeins fimm leikjum í Pepsi Max deild karla það sem af er sumri. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
HK fær ÍR í heimsókn í 2. deild kvenna í kvöld. Liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og á enn eftir að fá á sig mark. Er þetta fyrsta tímabil HK í meistaraflokki. Þegar Pepsi Max deild kvenna lauk síðasta sumar sat HK/Víkingur á botni deildarinnar með sjö stig úr 18 leikjumþ Í kjölfarið var ákveðið að slíta samstarfi HK og Víkings en liðin höfðu haldið úti sameiginlegum meistaraflokki til fjölda ára. Hafði liðið flakkað á milli efstu og næst efstu deildar. Nú vildu bæði lið láta reyna á að halda úti sitt hvorum meistaraflokknum. Þannig að þegar Íslandsmótið í fótbolta fór loks af stað um miðjan júní mánuð voru bæði lið skráð til leiks. Víkingur hélt sæti sameiginlegs liðs HK/Víkings í Lengjudeildinni á meðan HK var skráð til leiks í 2. deildina. Deildin er nokkuð sterk og alls eru níu lið sem taka þátt í ár. Ásamt HK eru Álftanes, Hamrarnir, ÍR, Grindavík, Fram, Sindri, Hamar og sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar í deildinni. HK gæti vart hafa byrjað betur en liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þá hefur liðið skorað tíu mörk án þess að fá á sig eitt. HK er þar með eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn fengið á sig mark. Aðeins eitt annað lið hefur ekki enn fengið á sig mark í öllum þremur deildunum kvennamegin. Það eru nágrannar HK í Breiðablik. Það er ljóst að varnarleikur er í hávegum hafður í Kópavogi. Kvennalið HK – líkt og karlalið félagsins – leikur heimaleiki sína inn í Kórnum. Í fyrstu tveimur umferðum 2. deildar komu Hamar og Hamrarnir í heimsókn. Lokatölur í báðum leikjum 3-0 HK í vil. Síðan lögðu Kópavogsstúlkur land undir fót og fóru á Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum þar sem þær unnu sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar, Hattar og Leiknis F. örugglega 4-0. Markaskorun liðsins dreifist nokkuð vel, alls eru fimm leikmenn liðsins komnir á blað. María Lena Ásgeirsdóttir er markahæst með þrjú mörk. Þar á eftir koma reynsluboltinn Karen Sturludóttir og Emma Sól Aradóttir með tvö mörk. Þær Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir og Lára Hallgrímsdóttir eru svo báðar með eitt mark hvor. Þá verður að minnst á Hrafnhildi Hjaltalín en hún stendur á milli stanganna og á enn eftir að fá á sig mark. LEIKDAGUR ÍR 19:15 Kórinn 2. deild kvenna Frítt innStelpurnar taka á móti ÍR í dag í 2.deild kvenna. Áfram lið fólksins #liðfólksins #heimavollurinn pic.twitter.com/h4T78tWHKz— HK (@HK_Kopavogur) July 9, 2020 ÍR kemur í heimsókn í Kórinn í kvöld og forvitnilegt að sjá hvort þær finni glufur á þéttri vörn heimastúlkna í blíðskaparveðrinu í Kópavogi. Þá er spurning hvort karlaliðið gæti lært eitt og annað af kvennaliði félagsins en HK-ingar hafa fengið á sig 13 mörk í aðeins fimm leikjum í Pepsi Max deild karla það sem af er sumri.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira