Á vængjum flautunnar Arilíus Jónsson skrifar 9. júlí 2020 08:15 Hljóðfæri eru eitt mikilvægasta fyrirbæri sem til er í heiminum. Þar eru blásturshljóðfærin fremst í flokki og þá sérstaklega flautur, enda spanna þau allan skala dýptar og hátóna og ráða við jafnt grunnspil sem skrautlegar flúrur. Margir gera sér ekki grein fyrir því hversu sterk áhrif fylgja þeim hljóðum sem framin eru á flautur og hversu ríkan þátt þau eiga í sögu okkar. Mörg dæmi sanna mikilvægi þeirra og þunga í veraldarsögunni. Gríski sveitaguðinn Pan, sonur Hermesar, sem var hálfur maður og hálf geit, varð þekktur fyrir undurfagran leik sinn á reyrflautu. Hún hefur á seinni tímum hefur verið kölluð panflauta. Á vígvöllum og í varðturnum fyrri tíma var blásið í stóreflis lúðra þegar óvinaherir nálguðust eða þegar orrustan var í þann mund að hefjast. Í framandi löndum blása fylgismenn knattspyrnuliða í vuvuzela-lúðra til að hvetja afreksmenn til dáða. Og fáir geta gleymt Júlíusi smala sem lék svo listavel lagstúf á haglega útskorna flautu í sjóvnarpsþáttunum um Nonna og Manna forðum daga. Þegar Júlíus smaladrengur lánar Jóni Sveinssyni flautuna til afnota í þætti 2 má einnig glöggt heyra hversu vandasamt hljóðfæri flautan er; drengurinn nær engum tökum á blæstri eða tónum, kvikféð fælist og hleypur hvert í sína átt. Flautuleikur er gríðarlega krefjandi iðkan og fáir ná tökum á honum svo vel sé. Á Íslandi er tónlistarlíf í miklum blóma. Fjöldi hljómsveita hefur náð vinsældum út fyrir landsteinana. Fáar þeirra hafa þó haft flautuna í liði með sér, en hérlendis er það helst meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Savanna-tríóið og síðast en ekki síst Vestmannaeyingurinn Gísli Helgason sem hafa notað flautur í sínum tónlistarflutningi. Eflaust má telja fleiri upp fleiri aðila. Af þessu má merkja að almennt virðist alþýða fólks hér á landi hafa lítinn áhuga á flautuleik og hljómsveitir telja notkun þeirra ekki líklegan til vinsælda eða árangurs. Þó er ein tegund flautu sem allra minnst ber úr býtum, hvert sem litið er. Það er nasaflautan. Þessi ómþýða og hljómfagra vinkona tónelskandi fólks hefur farið halloka fyrir flestum öðrum flautum og hljóðfærum. Að mínu áliti hefur hún hreinlega verið tröðkuð niður kerfisbundið af stjórnvöldum og tónlistarskólum, hvort sem þeir eru einkareknir eða fjármagnaðir með opinberu fé. Ég hef nú um árabil reynt af veikum mætti að vekja athygli á þessu en þeir sem stjórna tónlistarelítunni hér á landi virðast skella við skollaeyrum. Engin kennsla fer fram á nasaflautu innan menntakerfisins á Íslandi. Engin af „vinsælli“ hljómsveitum landsins virðist líta við hljóðfærinu. Ekki er minnst einu orði á nasaflautuna í Aðalnámskrá tónlistarskóla, hvorki í almennum hluta hennar, tréblásturshljóðfærahluta eða málmblásturshljóðfærahluta. Enginn lítur við henni. Enginn hlustar. Ég vil því grípa til þess örþrifaráðs að skora á Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að bregðast við og koma kennslu á nasaflautu inn í aðalnámskrá tónskóla með sérstakri tilskipun áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Meðan enn til er áhugafólk og a.m.k. einn virkur tónlistarmaður sem vil halda nasaflautunni lifandi sem hljóðfæri er enn von um að notkun hennar leggist ekki af á Íslandi. Höfundur er Hafnfirðingur og nasaflautuleikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hljóðfæri eru eitt mikilvægasta fyrirbæri sem til er í heiminum. Þar eru blásturshljóðfærin fremst í flokki og þá sérstaklega flautur, enda spanna þau allan skala dýptar og hátóna og ráða við jafnt grunnspil sem skrautlegar flúrur. Margir gera sér ekki grein fyrir því hversu sterk áhrif fylgja þeim hljóðum sem framin eru á flautur og hversu ríkan þátt þau eiga í sögu okkar. Mörg dæmi sanna mikilvægi þeirra og þunga í veraldarsögunni. Gríski sveitaguðinn Pan, sonur Hermesar, sem var hálfur maður og hálf geit, varð þekktur fyrir undurfagran leik sinn á reyrflautu. Hún hefur á seinni tímum hefur verið kölluð panflauta. Á vígvöllum og í varðturnum fyrri tíma var blásið í stóreflis lúðra þegar óvinaherir nálguðust eða þegar orrustan var í þann mund að hefjast. Í framandi löndum blása fylgismenn knattspyrnuliða í vuvuzela-lúðra til að hvetja afreksmenn til dáða. Og fáir geta gleymt Júlíusi smala sem lék svo listavel lagstúf á haglega útskorna flautu í sjóvnarpsþáttunum um Nonna og Manna forðum daga. Þegar Júlíus smaladrengur lánar Jóni Sveinssyni flautuna til afnota í þætti 2 má einnig glöggt heyra hversu vandasamt hljóðfæri flautan er; drengurinn nær engum tökum á blæstri eða tónum, kvikféð fælist og hleypur hvert í sína átt. Flautuleikur er gríðarlega krefjandi iðkan og fáir ná tökum á honum svo vel sé. Á Íslandi er tónlistarlíf í miklum blóma. Fjöldi hljómsveita hefur náð vinsældum út fyrir landsteinana. Fáar þeirra hafa þó haft flautuna í liði með sér, en hérlendis er það helst meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Savanna-tríóið og síðast en ekki síst Vestmannaeyingurinn Gísli Helgason sem hafa notað flautur í sínum tónlistarflutningi. Eflaust má telja fleiri upp fleiri aðila. Af þessu má merkja að almennt virðist alþýða fólks hér á landi hafa lítinn áhuga á flautuleik og hljómsveitir telja notkun þeirra ekki líklegan til vinsælda eða árangurs. Þó er ein tegund flautu sem allra minnst ber úr býtum, hvert sem litið er. Það er nasaflautan. Þessi ómþýða og hljómfagra vinkona tónelskandi fólks hefur farið halloka fyrir flestum öðrum flautum og hljóðfærum. Að mínu áliti hefur hún hreinlega verið tröðkuð niður kerfisbundið af stjórnvöldum og tónlistarskólum, hvort sem þeir eru einkareknir eða fjármagnaðir með opinberu fé. Ég hef nú um árabil reynt af veikum mætti að vekja athygli á þessu en þeir sem stjórna tónlistarelítunni hér á landi virðast skella við skollaeyrum. Engin kennsla fer fram á nasaflautu innan menntakerfisins á Íslandi. Engin af „vinsælli“ hljómsveitum landsins virðist líta við hljóðfærinu. Ekki er minnst einu orði á nasaflautuna í Aðalnámskrá tónlistarskóla, hvorki í almennum hluta hennar, tréblásturshljóðfærahluta eða málmblásturshljóðfærahluta. Enginn lítur við henni. Enginn hlustar. Ég vil því grípa til þess örþrifaráðs að skora á Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að bregðast við og koma kennslu á nasaflautu inn í aðalnámskrá tónskóla með sérstakri tilskipun áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Meðan enn til er áhugafólk og a.m.k. einn virkur tónlistarmaður sem vil halda nasaflautunni lifandi sem hljóðfæri er enn von um að notkun hennar leggist ekki af á Íslandi. Höfundur er Hafnfirðingur og nasaflautuleikari.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun