„Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2020 14:13 Hópurinn ferðast um á sex jeppum, til að mynda þessum hummer. Hér má sjá hann á kafi í sunnlenskum söndum. bureko cz Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri. „Við þurfum að hafa uppi á þessum mönnum,“ segir Fjölnir Sæmundsson varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra.“ Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí og hefur ekið í vesturátt síðan. Jeppakallarnir aka á sex bílum og hafa þeir verið iðnir við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær bera með sér að þeir hafi m.a. ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströndinni - og það utanvegar í einhverjum tilfellum. Eitt dæmi þess má sjá hér að neðan. Fyrrnefndur Fjölnir segir að ökumannanna sé nú leitað. Búið er að gera lögreglumönnum á Suðurlandi viðvart og verða þeir tékknesku stöðvaðir ef sést til þeirra. „Þetta eru bara klár brot,“ segir Fjölnir, aðspurður hvort myndefnið þeirra sýni utanvegaakstur. Hópurinn virðist aka í vestur en Fjölnir segir að ekki hafi sést enn til þeirra á Hvolsvelli. Ætla má að þeir haldi að endingu aftur til Seyðisfjarðar til að flytja jeppakostinn sinn aftur á meginlandið. Fjölnir biðlar til þeirra sem verða jeppahópsins vör að gera lögreglunni viðvart. Það sé hægt að gera í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi eða í síma 444-2000. Hér má sjá nýjustu færslu hópsins, sem sett var inn í morgun. Lögreglumál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri. „Við þurfum að hafa uppi á þessum mönnum,“ segir Fjölnir Sæmundsson varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli. „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra.“ Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí og hefur ekið í vesturátt síðan. Jeppakallarnir aka á sex bílum og hafa þeir verið iðnir við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær bera með sér að þeir hafi m.a. ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströndinni - og það utanvegar í einhverjum tilfellum. Eitt dæmi þess má sjá hér að neðan. Fyrrnefndur Fjölnir segir að ökumannanna sé nú leitað. Búið er að gera lögreglumönnum á Suðurlandi viðvart og verða þeir tékknesku stöðvaðir ef sést til þeirra. „Þetta eru bara klár brot,“ segir Fjölnir, aðspurður hvort myndefnið þeirra sýni utanvegaakstur. Hópurinn virðist aka í vestur en Fjölnir segir að ekki hafi sést enn til þeirra á Hvolsvelli. Ætla má að þeir haldi að endingu aftur til Seyðisfjarðar til að flytja jeppakostinn sinn aftur á meginlandið. Fjölnir biðlar til þeirra sem verða jeppahópsins vör að gera lögreglunni viðvart. Það sé hægt að gera í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi eða í síma 444-2000. Hér má sjá nýjustu færslu hópsins, sem sett var inn í morgun.
Lögreglumál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira