Bandaríkin íhuga að banna TikTok Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2020 09:04 TikTok hefur á skömmum tíma orðið eitt vinsælasta smáforrit heims. Vísir/getty Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. Þetta staðfesti utanríkisráðherrann Mike Pompeo í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News í gærkvöldi. „Varðandi kínversk smáforrit í símum fólks, ég get fullvissað þig um það að Bandaríkin munu einnig fara rétt með þetta, Laura,“ sagði Pompeo og ávarpaði þar stjórnanda þáttarins, Lauru Ingraham. „Ég vil ekki taka fram fyrir hendurnar á forsetanum [Donald Trump] en þetta er eitthvað sem við erum að skoða.“ Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.vísir/getty Þá kvað hann stjórnvöld taka málið „mjög alvarlega“ og varaði Bandaríkjamenn við því að hala appinu niður í síma sína. Það ætti fólk aðeins að gera „ef þið viljið að persónuuupplýsingar um ykkur rati í hendur kínverska kommúnistaflokksins.“ TikTok hefur orðið einn vinsælasti samfélagsmiðill heims á skömmum tíma og státar af tæpum milljarði notenda, þar af er stór hluti Bandaríkjamenn. Móðurfyrirtæki TikTok er hið kínverska ByteDance og þykir ekki til fyrirmyndar í persónuverndar- og netöryggismálum. ByteDance hefur hins vegar neitað því staðfastlega að fyrirtækið deili persónuupplýsingum notenda með kínverskum stjórnvöldum. Þá mun TikTok fljótlega þurfa frá að hverfa í öðrum heimshornum. Forritið hættir innan skamms að vera aðgengilegt í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong, sökum hertra öryggislaga sem þar var komið á að tilstuðlan kínverskra stjórnvalda. Indversk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í síðustu viku að banna ætti TikTok og önnur kínversk smáforrit þar sem þau væru „ógn við fullveldi og heilindi“ Indlands. Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Kína Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að banna smáforritið TikTok í landinu, auk annarra kínverskra smáforrita. Þetta staðfesti utanríkisráðherrann Mike Pompeo í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News í gærkvöldi. „Varðandi kínversk smáforrit í símum fólks, ég get fullvissað þig um það að Bandaríkin munu einnig fara rétt með þetta, Laura,“ sagði Pompeo og ávarpaði þar stjórnanda þáttarins, Lauru Ingraham. „Ég vil ekki taka fram fyrir hendurnar á forsetanum [Donald Trump] en þetta er eitthvað sem við erum að skoða.“ Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.vísir/getty Þá kvað hann stjórnvöld taka málið „mjög alvarlega“ og varaði Bandaríkjamenn við því að hala appinu niður í síma sína. Það ætti fólk aðeins að gera „ef þið viljið að persónuuupplýsingar um ykkur rati í hendur kínverska kommúnistaflokksins.“ TikTok hefur orðið einn vinsælasti samfélagsmiðill heims á skömmum tíma og státar af tæpum milljarði notenda, þar af er stór hluti Bandaríkjamenn. Móðurfyrirtæki TikTok er hið kínverska ByteDance og þykir ekki til fyrirmyndar í persónuverndar- og netöryggismálum. ByteDance hefur hins vegar neitað því staðfastlega að fyrirtækið deili persónuupplýsingum notenda með kínverskum stjórnvöldum. Þá mun TikTok fljótlega þurfa frá að hverfa í öðrum heimshornum. Forritið hættir innan skamms að vera aðgengilegt í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong, sökum hertra öryggislaga sem þar var komið á að tilstuðlan kínverskra stjórnvalda. Indversk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í síðustu viku að banna ætti TikTok og önnur kínversk smáforrit þar sem þau væru „ógn við fullveldi og heilindi“ Indlands.
Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Kína Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira