Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 21:55 Nýjustu vendingar í vörnum landsins gegn Covid-19, það að Kári Stefánsson hafi dregið fyrirtæki sitt út úr verkefninu, valda Birni Inga verulegum áhyggjum. Hann mun spyrja Þórólf Guðnason sóttvarnalækni spjörunum úr á morgun. visir/vilhelm Björn Ingi Hrafnsson – ritstjóri Viljans – segir að það verði fróðlegt að mæta á upplýsingafund Almannavarna á morgun „og spyrja nokkurra vel valinna spurninga“. Björn Ingi, sem vakið hefur athygli fyrir ódrepandi áhuga sinn á öllu sem snýr að kórónuveirufaraldrinum og hefur ekki látið sitt eftir liggja á upplýsingafundum þríeykisins svonefnda í þá fjóra mánuði sem eru frá því veiran gerði vart við sig, er afar hugsi vegna nýjustu frétta. Kári vill ekki láta bendla sig við stjórnvaldsaðgerðir Eins og Vísir hefur greint ítarlega frá hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, nú dregið fyrirtæki sitt frá öllu því sem snýr að skimunum. Hann segist ekki efast um að stjórnvöld muni finna einhvern til að hlaupa í skarðið fyrir fyrirtæki sitt, en lesa má á milli lína að hann leyfi sér að efast um það; stjórnvöld eru svifasein. Hann hafi greint Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra frá fyrirætlunum sínum og í svarbréfi komi fram að hún ætli að skipa verkefnisstjóra sem ætti að skila áliti ekki seinna en 15. september. „Mér finnst hún ekki ganga rösklega til verks í þessu. Þau velja sér sín verkefni og sinn hraða og gera á sinn máta en ég vil ekki vera bendlaður við það,“ segir Kári: Sá tími sem ríkisstjórnin ætli sér sé „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Einhver verður látinn kyngja ælunni Enginn ætti að velkjast í vafa um að Björn Ingi hefur kynnt sér viðfangsefnið í þaula en hann fæst nú við ritun bókar um efnið. Lokakaflinn liggur greinilega ekki fyrir, ekki nálægt lagi: „Nú er rúm vika frá því Kári Stefánsson sagði í viðtali að loka yrði landinu ef hann færi í fýlu. Nú er hann kominn í fýlu og spurningin er þá hvort ríkisstjórnin mun falla á kné og gera eins og henni er sagt, eða hvort landinu verður lokað frá næstkomandi mánudegi,“ spyr Björn Ingi. Og hann spyr áfram: „Þriðji möguleikinn er svo sá að allt í einu verði ekki lengur talið mikilvægt að skima við landamærin. Stóru orðin eru síst spöruð og líklegt er að einhver verði látinn kyngja ælunni.“ Talsverð viðbrögð má nú þegar sjá við hugleiðingar Björns Inga. Þannig tekur þingmaður Miðflokksins, Þorsteinn Sæmundsson, til máls og eggjar Björn til dáða. Segir þó verst að Svandís Svavarsdóttir verði þar varla til svara: „Láttu þau heyra það. Verst að höfuðpaurinn heilbrigðisráðherrann mætir væntanlega ekki.“ Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson – ritstjóri Viljans – segir að það verði fróðlegt að mæta á upplýsingafund Almannavarna á morgun „og spyrja nokkurra vel valinna spurninga“. Björn Ingi, sem vakið hefur athygli fyrir ódrepandi áhuga sinn á öllu sem snýr að kórónuveirufaraldrinum og hefur ekki látið sitt eftir liggja á upplýsingafundum þríeykisins svonefnda í þá fjóra mánuði sem eru frá því veiran gerði vart við sig, er afar hugsi vegna nýjustu frétta. Kári vill ekki láta bendla sig við stjórnvaldsaðgerðir Eins og Vísir hefur greint ítarlega frá hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, nú dregið fyrirtæki sitt frá öllu því sem snýr að skimunum. Hann segist ekki efast um að stjórnvöld muni finna einhvern til að hlaupa í skarðið fyrir fyrirtæki sitt, en lesa má á milli lína að hann leyfi sér að efast um það; stjórnvöld eru svifasein. Hann hafi greint Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra frá fyrirætlunum sínum og í svarbréfi komi fram að hún ætli að skipa verkefnisstjóra sem ætti að skila áliti ekki seinna en 15. september. „Mér finnst hún ekki ganga rösklega til verks í þessu. Þau velja sér sín verkefni og sinn hraða og gera á sinn máta en ég vil ekki vera bendlaður við það,“ segir Kári: Sá tími sem ríkisstjórnin ætli sér sé „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Einhver verður látinn kyngja ælunni Enginn ætti að velkjast í vafa um að Björn Ingi hefur kynnt sér viðfangsefnið í þaula en hann fæst nú við ritun bókar um efnið. Lokakaflinn liggur greinilega ekki fyrir, ekki nálægt lagi: „Nú er rúm vika frá því Kári Stefánsson sagði í viðtali að loka yrði landinu ef hann færi í fýlu. Nú er hann kominn í fýlu og spurningin er þá hvort ríkisstjórnin mun falla á kné og gera eins og henni er sagt, eða hvort landinu verður lokað frá næstkomandi mánudegi,“ spyr Björn Ingi. Og hann spyr áfram: „Þriðji möguleikinn er svo sá að allt í einu verði ekki lengur talið mikilvægt að skima við landamærin. Stóru orðin eru síst spöruð og líklegt er að einhver verði látinn kyngja ælunni.“ Talsverð viðbrögð má nú þegar sjá við hugleiðingar Björns Inga. Þannig tekur þingmaður Miðflokksins, Þorsteinn Sæmundsson, til máls og eggjar Björn til dáða. Segir þó verst að Svandís Svavarsdóttir verði þar varla til svara: „Láttu þau heyra það. Verst að höfuðpaurinn heilbrigðisráðherrann mætir væntanlega ekki.“
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51
Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45