Ný brú yfir Ölfusá gæti orðið tilbúin 2024 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júlí 2020 13:11 Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. L Mynd/Vegagerðin. Nú styttist í að framkvæmdir við nýja Ölfusárbrú við Selfoss hefjist en brúin mun kosta um fimm milljarða króna. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. Núverandi brú er orðin gömul og lúin og annar varla þeirri umferð sem fer yfir hana í dag en það eru um 20 þúsund bílar. Nýja brúin verður töluvert fyrir ofan núverandi brú eða nálægt golfvellinum við Laugadæli fyrir þá sem þekkja til. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir hefjist við nýju brúnna. „Undirbúningur mun hefjast núna. Það þarf auðvitað að semja við landeigendur, það þarf að færa golfvöllinn og annað í þeim dúr. Framkvæmdir gætu verið komið vel af stað 2022 og brúin tilbúin 2024 eða á svipuðum tíma og við göngum frá veginum á milli Selfoss og Hveragerðis,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi segir að eftir fjögur ár, eða 2024 geti ökumenn farið að aka yfir nýju brúnna. Gjaldtaka verður á brúnni.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gjaldtaka verður yfir nýju brúnna. „Já, það er hugmyndin að hafa gjaldtöku þannig að brúin verði samvinnuframkvæmd en það mun verða tryggt að þeir sem vilja fara yfir gömlu brúnna geti gert það eftir sem áður en þá með þeim seinkunum og takmörkunum, sem það er að keyra yfir gömlu brúnna.“ En hverju mun nýja brúin breyta? „Hún mun breyta gríðarlega miklu fyrir þá sem eiga ekki leið hér í gegnum Selfoss, hún mun auka umferðaröryggi, ekki síst hérna á Selfossi og svo hafa auðvitað einhverjir haft áhyggjur af því að hún muni draga úr aðsókn en á sama tíma er verið að byggja nýjan miðbæ á Selfossi, sem á að vera aðdráttarafl, þannig að ég óttast það ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árborg Samgöngur Skipulag Ný Ölfusárbrú Vegagerð Tengdar fréttir „Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Nú styttist í að framkvæmdir við nýja Ölfusárbrú við Selfoss hefjist en brúin mun kosta um fimm milljarða króna. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. Núverandi brú er orðin gömul og lúin og annar varla þeirri umferð sem fer yfir hana í dag en það eru um 20 þúsund bílar. Nýja brúin verður töluvert fyrir ofan núverandi brú eða nálægt golfvellinum við Laugadæli fyrir þá sem þekkja til. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir hefjist við nýju brúnna. „Undirbúningur mun hefjast núna. Það þarf auðvitað að semja við landeigendur, það þarf að færa golfvöllinn og annað í þeim dúr. Framkvæmdir gætu verið komið vel af stað 2022 og brúin tilbúin 2024 eða á svipuðum tíma og við göngum frá veginum á milli Selfoss og Hveragerðis,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi segir að eftir fjögur ár, eða 2024 geti ökumenn farið að aka yfir nýju brúnna. Gjaldtaka verður á brúnni.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gjaldtaka verður yfir nýju brúnna. „Já, það er hugmyndin að hafa gjaldtöku þannig að brúin verði samvinnuframkvæmd en það mun verða tryggt að þeir sem vilja fara yfir gömlu brúnna geti gert það eftir sem áður en þá með þeim seinkunum og takmörkunum, sem það er að keyra yfir gömlu brúnna.“ En hverju mun nýja brúin breyta? „Hún mun breyta gríðarlega miklu fyrir þá sem eiga ekki leið hér í gegnum Selfoss, hún mun auka umferðaröryggi, ekki síst hérna á Selfossi og svo hafa auðvitað einhverjir haft áhyggjur af því að hún muni draga úr aðsókn en á sama tíma er verið að byggja nýjan miðbæ á Selfossi, sem á að vera aðdráttarafl, þannig að ég óttast það ekki,“ segir Sigurður Ingi.
Árborg Samgöngur Skipulag Ný Ölfusárbrú Vegagerð Tengdar fréttir „Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00