Risastórt skref fyrir foreldra í námi Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Sigrún Ásta Brynjarsdóttir skrifa 4. júlí 2020 10:18 Á Íslandi er algengt að háskólanemar eignist börn á meðan að námi þeirra stendur. Margskonar ástæður eru fyrir því að háskólanemar ákveða að eignast börn á þeim tíma. Til dæmis eru margir á barneignaaldri á meðan að námi stendur, sum telja að aðstæður sínar henti best til barneigna á þeim tíma, aðrir eiga börn þegar þau ákveða að fara í nám og stundum eru barneignir óskipulögð en óvænt ánægja sem kom mögulega í kjölfar tilboðshelgar hjá unaðstækjaverslun. Börnum fylgir mikill kostnaður og því hafa barneignir stundum orðið til þess að fjárhagsáhyggjur háskólanema aukast mikið. Fjárhagsáhyggjur geta dregið úr þrótti og vilja nemenda til að halda áfram með námið sem getur valdið því að einstaklingurinn hættir á endanum í námi. Síðustu áratugi hafa nemendur átt þess kost að taka viðbótarlán vegna barna hjá LÍN til þess að auðvelda sér og fjölskyldu sinni lífið. Hinsvegar veldur það því að háskólanemar með fjölskyldu hafa setið uppi með hærri lán til lengri tíma en samnemendur þeirra sem voru barnlausir á meðan á námi stóð. En nú hefur þessu verið breytt! Þann 1. júlí 2020 tóku gildi ný lög: Lög um Menntasjóð námsmanna. Í þeim var þessu viðbótarláni breytt í beinan styrk vegna barna. Það þýðir að háskólanemar sem taka lán hjá sjóðnum geta sótt um viðbótarlán vegna barna en munu ekki þurfa að borga það til baka. Með þessu er jafnrétti til náms aukið gríðarlega og líf foreldra í námi gert auðveldara. Börn eiga skilið stuðning og athygli foreldra sinna strax frá fæðingu. Það að eiga börn er líka stór hluti af lífi margra og gæti því álag í námi og fjárhagsáhyggjur komið niður á tengslum foreldra og barna. Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er „menntun fyrir alla”, eða jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa kost á að stunda það nám sem þeir kjósa, óháð stöðu sinni. Það fyrirkomulag og þær breytingar sem lögin um Menntasjóð námsmanna hefur í för með sér auka stuðning við námsmenn með fjölskyldur og draga úr áhyggjum þeirra. Slíkt fyrirkomulag gæti jafnvel dregið úr aðsókn í nám. Við viljum að allir hafi kost á því að mennta sig - fyrir sig og fyrir samfélagið í heild sinni. Takk Lilja Alfreðsdóttir fyrir að hafa barist fyrir foreldrum í námi og komið þessu í gegn. Þetta er mikilvægt skref fyrir háskólanema, sem og börnin þeirra. Greinarhöfundar eru mæður í háskólanámi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er algengt að háskólanemar eignist börn á meðan að námi þeirra stendur. Margskonar ástæður eru fyrir því að háskólanemar ákveða að eignast börn á þeim tíma. Til dæmis eru margir á barneignaaldri á meðan að námi stendur, sum telja að aðstæður sínar henti best til barneigna á þeim tíma, aðrir eiga börn þegar þau ákveða að fara í nám og stundum eru barneignir óskipulögð en óvænt ánægja sem kom mögulega í kjölfar tilboðshelgar hjá unaðstækjaverslun. Börnum fylgir mikill kostnaður og því hafa barneignir stundum orðið til þess að fjárhagsáhyggjur háskólanema aukast mikið. Fjárhagsáhyggjur geta dregið úr þrótti og vilja nemenda til að halda áfram með námið sem getur valdið því að einstaklingurinn hættir á endanum í námi. Síðustu áratugi hafa nemendur átt þess kost að taka viðbótarlán vegna barna hjá LÍN til þess að auðvelda sér og fjölskyldu sinni lífið. Hinsvegar veldur það því að háskólanemar með fjölskyldu hafa setið uppi með hærri lán til lengri tíma en samnemendur þeirra sem voru barnlausir á meðan á námi stóð. En nú hefur þessu verið breytt! Þann 1. júlí 2020 tóku gildi ný lög: Lög um Menntasjóð námsmanna. Í þeim var þessu viðbótarláni breytt í beinan styrk vegna barna. Það þýðir að háskólanemar sem taka lán hjá sjóðnum geta sótt um viðbótarlán vegna barna en munu ekki þurfa að borga það til baka. Með þessu er jafnrétti til náms aukið gríðarlega og líf foreldra í námi gert auðveldara. Börn eiga skilið stuðning og athygli foreldra sinna strax frá fæðingu. Það að eiga börn er líka stór hluti af lífi margra og gæti því álag í námi og fjárhagsáhyggjur komið niður á tengslum foreldra og barna. Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er „menntun fyrir alla”, eða jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa kost á að stunda það nám sem þeir kjósa, óháð stöðu sinni. Það fyrirkomulag og þær breytingar sem lögin um Menntasjóð námsmanna hefur í för með sér auka stuðning við námsmenn með fjölskyldur og draga úr áhyggjum þeirra. Slíkt fyrirkomulag gæti jafnvel dregið úr aðsókn í nám. Við viljum að allir hafi kost á því að mennta sig - fyrir sig og fyrir samfélagið í heild sinni. Takk Lilja Alfreðsdóttir fyrir að hafa barist fyrir foreldrum í námi og komið þessu í gegn. Þetta er mikilvægt skref fyrir háskólanema, sem og börnin þeirra. Greinarhöfundar eru mæður í háskólanámi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF)
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar