Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2020 08:02 Frá fjöldafundi gærdagsins. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Trump hélt ávarpið fyrir framan Mt. Rushmore, eitt þekktasta minnismerki Bandaríkjanna, en andlit fjögurra fyrirrennara Trump eru þar meitluð í fjallið. Bæði New York Times og Washington Post segja að skilaboð ávarpsins hafi verið myrk, þannig hafi Trump stillt upp þeim sem hafa rifið niður styttur og minnismerki í mótmælaskyni sem óvinunum sem vilji rífa niður Bandaríkin. „Við erum að horfa upp á miskunnarlausa herferð sem er ætluð til þess að þurrka út söguna okkur, gera lítið úr hetjum okkar, eyða gildum okkar og innræta börnin okkar,“ sagði Trump. „Æstur múgurinn er að reyna að rífa niður styttur af forfeðrum okkar, vanhelga okkar helgustu minnismerki og leysa úr læðingi glæpaöldu í borgum okkar.“ Að því er fram kemur í New York Times fór mesta púðrið í ávarpi Trump að mæra sjálfan sig sem sterkan leiðtoga sem myndi verja réttindi Bandaríkjamanna, efla og styðja löggæslu og menningu landsins. Þá gagnrýndi Trump harðlega útilokunarmenninguna svokölluðu, cancel-culture, sem hann sagði mótmælendur óspart nýta sér til þess að ógna andstæðingum sínum Fyrir framan útskornu höggmyndirnar af George Washington, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln og Theodore Rooselvelt, sagði Trump að arfleið þessara fyrrverandi forseta væri í hættu vegna mótmælenda sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Í kjölfar mikilla mótmæla í Bandaríkjunum vegna kynþáttafordóma innan lögreglunnar eftir dauða George Floyd hafa mótmælendur víða rifið niður styttur af mönnum sem tengdir hafa verið þrælahaldi. Þá segir í frétt Washington Post að Trump hafi í fordæmt hreyfinguna sem knúið hefur áfram mótmælin í Bandaríkjunum að undanförnu. Sagði Trump að um róttæka hugmyndafræði væri að ræða sem sigldi undir flaggi félagslegs réttlætis en myndi í raun „eyðileggja réttlæti og samfélagið“. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Trump hélt ávarpið fyrir framan Mt. Rushmore, eitt þekktasta minnismerki Bandaríkjanna, en andlit fjögurra fyrirrennara Trump eru þar meitluð í fjallið. Bæði New York Times og Washington Post segja að skilaboð ávarpsins hafi verið myrk, þannig hafi Trump stillt upp þeim sem hafa rifið niður styttur og minnismerki í mótmælaskyni sem óvinunum sem vilji rífa niður Bandaríkin. „Við erum að horfa upp á miskunnarlausa herferð sem er ætluð til þess að þurrka út söguna okkur, gera lítið úr hetjum okkar, eyða gildum okkar og innræta börnin okkar,“ sagði Trump. „Æstur múgurinn er að reyna að rífa niður styttur af forfeðrum okkar, vanhelga okkar helgustu minnismerki og leysa úr læðingi glæpaöldu í borgum okkar.“ Að því er fram kemur í New York Times fór mesta púðrið í ávarpi Trump að mæra sjálfan sig sem sterkan leiðtoga sem myndi verja réttindi Bandaríkjamanna, efla og styðja löggæslu og menningu landsins. Þá gagnrýndi Trump harðlega útilokunarmenninguna svokölluðu, cancel-culture, sem hann sagði mótmælendur óspart nýta sér til þess að ógna andstæðingum sínum Fyrir framan útskornu höggmyndirnar af George Washington, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln og Theodore Rooselvelt, sagði Trump að arfleið þessara fyrrverandi forseta væri í hættu vegna mótmælenda sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Í kjölfar mikilla mótmæla í Bandaríkjunum vegna kynþáttafordóma innan lögreglunnar eftir dauða George Floyd hafa mótmælendur víða rifið niður styttur af mönnum sem tengdir hafa verið þrælahaldi. Þá segir í frétt Washington Post að Trump hafi í fordæmt hreyfinguna sem knúið hefur áfram mótmælin í Bandaríkjunum að undanförnu. Sagði Trump að um róttæka hugmyndafræði væri að ræða sem sigldi undir flaggi félagslegs réttlætis en myndi í raun „eyðileggja réttlæti og samfélagið“.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent