„Það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júlí 2020 21:00 Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna ácovid-göngudeild. Vísir/Sigurjón Önnur bylgja faraldursins á Íslandi myndi skapa grafalvarlega stöðu, að sögn forstöðumanns hjá Landspítalanum. Hann óttast að fólk sé orðið of værukært í persónubundnum smitvörnum. Alls eru nú þrettán með virkt kórónuveirusmit á landinu, flest sem greinst hafa við landamæraskimun en nokkur innanlandssmit. „Það er náttúrlega ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu en ég held að þetta sýni að það er mikilvægt að beita aðgerðum til þess að greina þessi smit í tíma,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna á covid-göngudeild. Innanlandssmitin megi flest rekja til Íslendinga sem komið hafa erlendis frá. Þótt vel hafi gengið hingað til og enginn hafi veikst alvarlega eða þurft að leggjast inn enn sem komið er eftir opnun landamæranna megi lítið út af bregða. Metfjöldi fór um Keflavíkurflugvöll í dag síðan slakað var á landamæratakmörkunum 15. júní. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, að fjöldamörk samkomubanns verði óbreytt í þrjár vikur til viðbótar. Auk þess hefur ráðherra samþykkt breytt fyrirkomulag við veiruskimun á landamærum. Hafið þið orðið þess áskynja að fólk sé ef til vill farið að slaka of mikið á? „Ég held að við sem aðrir sem hafa fylgst með atferli fólks séu sammála um það. Við einhvern veginn höfum farið aftur til baka bara til fyrra lífs má segja,“ segir Runólfur. „En við sýndum það held ég meðan að fólki var gert að fylgja mjög ströngum leiðbeiningum að það var vel hægt og ég held að fólk hafi haft það ágætt í rauninni að mörgu leyti. Og núna, það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum þannig að fólk þarf að leggja hönd á plóg til að koma í veg fyrir það og fólk getur best gert það með því að fylgja mjög vel leiðbeiningum um sóttvarnir.“ Juku við gæslu vegna brota á reglum Almannavarnir hafa lýst áhyggjum af stórum mannamótum þar sem fólk virðir ekki svæðaskiptingu. Áætlað er að í kringum átta þúsund manns séu saman komnir á Akureyri í tengslum við N1 krakkamótið í fótbolta um helgina. „Langflestir hafa verið mjög flottir og farið eftir settum reglum. Við erum með í rauninni girðingu sem er að girða af svæðin okkar en því miður er búið að vera miklu meira um það að fólk fari yfir þessar girðingar,“ segir Ágúst Stefánsson sem er í mótsstjórn N1 mótsins. „Við vorum mjög fljót að heyra í yfirvöldum og fá lögregluna og fleiri til þess að koma og vera sýnileg og aðstoða okkur við að halda öllu eins og það á að vera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Önnur bylgja faraldursins á Íslandi myndi skapa grafalvarlega stöðu, að sögn forstöðumanns hjá Landspítalanum. Hann óttast að fólk sé orðið of værukært í persónubundnum smitvörnum. Alls eru nú þrettán með virkt kórónuveirusmit á landinu, flest sem greinst hafa við landamæraskimun en nokkur innanlandssmit. „Það er náttúrlega ástæða til þess að hafa áhyggjur af þessu en ég held að þetta sýni að það er mikilvægt að beita aðgerðum til þess að greina þessi smit í tíma,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans og einn yfirmanna á covid-göngudeild. Innanlandssmitin megi flest rekja til Íslendinga sem komið hafa erlendis frá. Þótt vel hafi gengið hingað til og enginn hafi veikst alvarlega eða þurft að leggjast inn enn sem komið er eftir opnun landamæranna megi lítið út af bregða. Metfjöldi fór um Keflavíkurflugvöll í dag síðan slakað var á landamæratakmörkunum 15. júní. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, að fjöldamörk samkomubanns verði óbreytt í þrjár vikur til viðbótar. Auk þess hefur ráðherra samþykkt breytt fyrirkomulag við veiruskimun á landamærum. Hafið þið orðið þess áskynja að fólk sé ef til vill farið að slaka of mikið á? „Ég held að við sem aðrir sem hafa fylgst með atferli fólks séu sammála um það. Við einhvern veginn höfum farið aftur til baka bara til fyrra lífs má segja,“ segir Runólfur. „En við sýndum það held ég meðan að fólki var gert að fylgja mjög ströngum leiðbeiningum að það var vel hægt og ég held að fólk hafi haft það ágætt í rauninni að mörgu leyti. Og núna, það versta sem gæti komið fyrir okkur er önnur bylgja af faraldrinum þannig að fólk þarf að leggja hönd á plóg til að koma í veg fyrir það og fólk getur best gert það með því að fylgja mjög vel leiðbeiningum um sóttvarnir.“ Juku við gæslu vegna brota á reglum Almannavarnir hafa lýst áhyggjum af stórum mannamótum þar sem fólk virðir ekki svæðaskiptingu. Áætlað er að í kringum átta þúsund manns séu saman komnir á Akureyri í tengslum við N1 krakkamótið í fótbolta um helgina. „Langflestir hafa verið mjög flottir og farið eftir settum reglum. Við erum með í rauninni girðingu sem er að girða af svæðin okkar en því miður er búið að vera miklu meira um það að fólk fari yfir þessar girðingar,“ segir Ágúst Stefánsson sem er í mótsstjórn N1 mótsins. „Við vorum mjög fljót að heyra í yfirvöldum og fá lögregluna og fleiri til þess að koma og vera sýnileg og aðstoða okkur við að halda öllu eins og það á að vera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira