Áslaug Arna segir frumvarp Pírata um „afglæpavæðingu“ ekki nothæft Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2020 13:14 Áslaug Arna með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sér til hægri handar en í forgrunni, ekki í fókus, er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn hafa nú tekið höndum saman og verjast harðri gagnrýni vegna afdrifa frumvarps um „afglæpavæðingu“. visir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, fjallar um afar umdeilt frumvarp sem fellt var á lokadögum þingsins á síðu sinni; frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snerist um að ekki væri lengur refsivert að vera með neysluskammta fíknefna á sér. Dómsmálaráðherra segir frumvarpið gallað og það sem meira er: Frumvörp séu ekki ályktun félagasamtaka. Frumvarpið var fellt á þinginu og hefur geisað hatröm umræða um það síðan. Áslaug Arna segist efnislega sammála málinu, það séu flestir og stríðið gegn fíknefnum eins og það hefur verið háð hafi leitt meiri hörmungar yfir okkur en neyslan. „En það er ekki nóg að gera bara eitthvað og kalla það afglæpavæðingu,“ segir Áslaug Arna í grein sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. Botnlaus sjálfhverfa og skortur á samkennd Áslaug Arna var ein þeirra sem ekki greiddi atkvæði um frumvarpið. Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur átt í vök að verjast í málinu.visir/vilhelm Ýmsir hafa fjallað um málið. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna hefur legið undir ámæli að hafa svikið lit, en hann sagði „nei“ í atkvæðagreiðslunni, ritaði grein sem hann birti á Vísi og hefur hún fengið afar blendnar viðtökur meðal stuðningsmanna frumvarpsins eins og til að mynda má sjá í athugasemdum við greinina. Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur, formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi svarar Kolbeini í grein sem var að birtast á Vísi. Þar segir hún, og er afdráttarlaus: „Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei?“ Ekki hægt að afnema refsiramma um matskennd atriði Áslaug Arna telur hins vegar, eins og áður sagði, frumvarpið hálfkarað. „Þetta er ekki ályktun félagssamtaka eða stjórnmálaflokks, heldur landslög sem fela í sér refsiheimild. Því er enn meiri ástæða til að vanda sig þegar gera á breytingar á þeim. Það voru ýmsir alvarlegir gallar á frumvarpi Pírata. Í stað þess að greiða atkvæði um gallað frumvarp hefði verið réttara að vanda til verka og halda vinnunni áfram,“ segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra nefnir sem dæmi að það sem ýmsir sem hafa talið vert að setja sig á móti því að málið fái framgang; ekkert er í frumvarpinu sem skilgreinir neysluskammt. „Það er ekki hægt að búa til eða afnema refsiramma um einhver matskennd atriði sem ekki eru skilgreind í lögum. Hér er um að ræða líf fólks, viðkvæmt málefni og flókin sjúkdóm. Þess heldur er mikilvægt að lögin séu skýr. Ef ráðast á í sambærilegar breytingar og gerðar voru í Portúgal þarf að líta á þær aðgerðir í heild, t.d varðandi aðstoð við fíkla, meðferðarúrræði, félagsráðgjöf og fleira. Þetta þarf að fara saman.“ Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. 2. júlí 2020 12:30 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Þingmaður fær hvítt duft inn um lúgu til sín Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður harmar að stjórnmálin séu komin á þennan stað. 30. júní 2020 14:26 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, fjallar um afar umdeilt frumvarp sem fellt var á lokadögum þingsins á síðu sinni; frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snerist um að ekki væri lengur refsivert að vera með neysluskammta fíknefna á sér. Dómsmálaráðherra segir frumvarpið gallað og það sem meira er: Frumvörp séu ekki ályktun félagasamtaka. Frumvarpið var fellt á þinginu og hefur geisað hatröm umræða um það síðan. Áslaug Arna segist efnislega sammála málinu, það séu flestir og stríðið gegn fíknefnum eins og það hefur verið háð hafi leitt meiri hörmungar yfir okkur en neyslan. „En það er ekki nóg að gera bara eitthvað og kalla það afglæpavæðingu,“ segir Áslaug Arna í grein sem hún birti á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. Botnlaus sjálfhverfa og skortur á samkennd Áslaug Arna var ein þeirra sem ekki greiddi atkvæði um frumvarpið. Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur átt í vök að verjast í málinu.visir/vilhelm Ýmsir hafa fjallað um málið. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna hefur legið undir ámæli að hafa svikið lit, en hann sagði „nei“ í atkvæðagreiðslunni, ritaði grein sem hann birti á Vísi og hefur hún fengið afar blendnar viðtökur meðal stuðningsmanna frumvarpsins eins og til að mynda má sjá í athugasemdum við greinina. Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur, formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi svarar Kolbeini í grein sem var að birtast á Vísi. Þar segir hún, og er afdráttarlaus: „Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei?“ Ekki hægt að afnema refsiramma um matskennd atriði Áslaug Arna telur hins vegar, eins og áður sagði, frumvarpið hálfkarað. „Þetta er ekki ályktun félagssamtaka eða stjórnmálaflokks, heldur landslög sem fela í sér refsiheimild. Því er enn meiri ástæða til að vanda sig þegar gera á breytingar á þeim. Það voru ýmsir alvarlegir gallar á frumvarpi Pírata. Í stað þess að greiða atkvæði um gallað frumvarp hefði verið réttara að vanda til verka og halda vinnunni áfram,“ segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra nefnir sem dæmi að það sem ýmsir sem hafa talið vert að setja sig á móti því að málið fái framgang; ekkert er í frumvarpinu sem skilgreinir neysluskammt. „Það er ekki hægt að búa til eða afnema refsiramma um einhver matskennd atriði sem ekki eru skilgreind í lögum. Hér er um að ræða líf fólks, viðkvæmt málefni og flókin sjúkdóm. Þess heldur er mikilvægt að lögin séu skýr. Ef ráðast á í sambærilegar breytingar og gerðar voru í Portúgal þarf að líta á þær aðgerðir í heild, t.d varðandi aðstoð við fíkla, meðferðarúrræði, félagsráðgjöf og fleira. Þetta þarf að fara saman.“
Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. 2. júlí 2020 12:30 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Þingmaður fær hvítt duft inn um lúgu til sín Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður harmar að stjórnmálin séu komin á þennan stað. 30. júní 2020 14:26 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. 2. júlí 2020 12:30
Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30
Þingmaður fær hvítt duft inn um lúgu til sín Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður harmar að stjórnmálin séu komin á þennan stað. 30. júní 2020 14:26