Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2020 11:17 Griðungur, gammur, dreki og bergrisi ... Sigmundur Davíð og Miðflokksmenn kunna vel að meta hinn þjóðernislega tón sem sleginn er í nýju kynningarefni frá KSÍ. Ýmsir aðrir klóra sér í kolli. Myndband frá auglýsingastofunni Brandenburg, sem unnið var í samstarfi við KSÍ og fylgir úr hlaði nýju merki, nýju útliti fyrir landslið Íslands, ætlar að reynast verulega umdeilt. Og jafnvel að greina megi flokkspólitískar línur í afstöðu til þess. Meðan hrollur fer um margan manninn er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hinn ánægðasti og lýsir því yfir á Facebook-síðu sinni: „Flott merki og myndband!“ Kvitt og klárt. Miðflokkurinn er sáttur En það sem heillar Sigmund Davíð er kannski einmitt það sem veldur hrolli og jafnvel óhug í huga ýmissa annarra. Miðflokkurinn leggur upp úr því að horft sé til fortíðar og að menn séu þjóðhollir. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir einfaldlega: „Ööööö - hvaða miðill aðstoðaði KSÍ við að ráða Jónas frá Hriflu sem ráðgjafa við gerð nýju auglýsingarinnar?“ „Slagorðið Blut und Boden kom upp í huga mér þegar ég horfði á þetta,“ segir Bjarni Már Magnússon prófessor hjá Háskólanum í Reykjavík. Sem þýðir bókstaflega blóð og jörð á íslensku og var slagorð nasista 3. ríkisins. Prófessorinn birtir myndbandið á Twittersíðu sinni og fylgir því úr hlaði með þeim orðum að heppilegt hefði verið ef KSÍ hefði fengið einhvern sérfróðan um „um sögu fyrri hluta 20. aldar og uppgang hægri öfgahreyfinga til að útskýra hvers vegna þetta myndband gæti vakið upp óþægileg hugrenningartengsl áður en það var birt opinberlega.“ Flogaveikir varist áhorf Arnór Snæbjörnsson leggur orð í belg á þeim vettvangi og segir að Ísland sé ekki Svíþjóð eða UK: „þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni (flogaveikir varist áhorf) eru aðallega undarleg fyrir sitt Kaupthinking.“ Bjarni Már segir að hið nýja myndband KSÍ minni hann helst á Blut and Boden. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar og rithöfundur er einnig hugsi og veltir málinu fyrir sér á sinni Facebooksíðu: „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ segir Guðmundur Andri en enginn ætti að velkjast í vafa um að hann kann sín fræði. Sagan snýst ekki um varnarbaráttu gegn erlendri ásælni Guðmundur Andri telur að þeir sem halda með Íslandi ættum að geta gert það án þess að allt þetta bull fylgi með. „Saga Íslands snýst ekki um stöðuga varnarbaráttu gegn erlendri ásælni. Hún sýnir á öllum tímum að einangrun er slæm og forsenda gróandi þjóðlífs eru viðskipti og samskipti við erlendar þjóðir, sístreymi þarna á milli.“ Brandenburg og helstu stjórnendur þar, Jón Ari Helgason og Bragi Valdimar Skúlason, deila myndbandinu á samfélagsmiðlum og greina frá tilurð þess, stoltir: „Við erum einstaklega stolt af því að geta loksins sýnt ykkur nýja ásýnd landsliðanna okkar í knattspyrnu, ásamt nýju myndmerki. Þetta er verkefni sem við höfum unnið að síðasta árið fyrir KSÍ. Hér er kynning á nýju ásýndinni — fyrir Ísland!“ Og eftirtaldir samstarfsaðilar fá kærar þakkir: KSÍ, Hannes Þór Halldórsson, leikstjórn, Svenni Speight, ljósmyndir, Hera Hilmarsdóttir, lestur, Ásgeir Jón Ásgeirsson, myndskreytingar og Pétur Jónsson, tónlist. KSÍ Alþingi Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Myndband frá auglýsingastofunni Brandenburg, sem unnið var í samstarfi við KSÍ og fylgir úr hlaði nýju merki, nýju útliti fyrir landslið Íslands, ætlar að reynast verulega umdeilt. Og jafnvel að greina megi flokkspólitískar línur í afstöðu til þess. Meðan hrollur fer um margan manninn er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hinn ánægðasti og lýsir því yfir á Facebook-síðu sinni: „Flott merki og myndband!“ Kvitt og klárt. Miðflokkurinn er sáttur En það sem heillar Sigmund Davíð er kannski einmitt það sem veldur hrolli og jafnvel óhug í huga ýmissa annarra. Miðflokkurinn leggur upp úr því að horft sé til fortíðar og að menn séu þjóðhollir. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir einfaldlega: „Ööööö - hvaða miðill aðstoðaði KSÍ við að ráða Jónas frá Hriflu sem ráðgjafa við gerð nýju auglýsingarinnar?“ „Slagorðið Blut und Boden kom upp í huga mér þegar ég horfði á þetta,“ segir Bjarni Már Magnússon prófessor hjá Háskólanum í Reykjavík. Sem þýðir bókstaflega blóð og jörð á íslensku og var slagorð nasista 3. ríkisins. Prófessorinn birtir myndbandið á Twittersíðu sinni og fylgir því úr hlaði með þeim orðum að heppilegt hefði verið ef KSÍ hefði fengið einhvern sérfróðan um „um sögu fyrri hluta 20. aldar og uppgang hægri öfgahreyfinga til að útskýra hvers vegna þetta myndband gæti vakið upp óþægileg hugrenningartengsl áður en það var birt opinberlega.“ Flogaveikir varist áhorf Arnór Snæbjörnsson leggur orð í belg á þeim vettvangi og segir að Ísland sé ekki Svíþjóð eða UK: „þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni (flogaveikir varist áhorf) eru aðallega undarleg fyrir sitt Kaupthinking.“ Bjarni Már segir að hið nýja myndband KSÍ minni hann helst á Blut and Boden. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar og rithöfundur er einnig hugsi og veltir málinu fyrir sér á sinni Facebooksíðu: „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ segir Guðmundur Andri en enginn ætti að velkjast í vafa um að hann kann sín fræði. Sagan snýst ekki um varnarbaráttu gegn erlendri ásælni Guðmundur Andri telur að þeir sem halda með Íslandi ættum að geta gert það án þess að allt þetta bull fylgi með. „Saga Íslands snýst ekki um stöðuga varnarbaráttu gegn erlendri ásælni. Hún sýnir á öllum tímum að einangrun er slæm og forsenda gróandi þjóðlífs eru viðskipti og samskipti við erlendar þjóðir, sístreymi þarna á milli.“ Brandenburg og helstu stjórnendur þar, Jón Ari Helgason og Bragi Valdimar Skúlason, deila myndbandinu á samfélagsmiðlum og greina frá tilurð þess, stoltir: „Við erum einstaklega stolt af því að geta loksins sýnt ykkur nýja ásýnd landsliðanna okkar í knattspyrnu, ásamt nýju myndmerki. Þetta er verkefni sem við höfum unnið að síðasta árið fyrir KSÍ. Hér er kynning á nýju ásýndinni — fyrir Ísland!“ Og eftirtaldir samstarfsaðilar fá kærar þakkir: KSÍ, Hannes Þór Halldórsson, leikstjórn, Svenni Speight, ljósmyndir, Hera Hilmarsdóttir, lestur, Ásgeir Jón Ásgeirsson, myndskreytingar og Pétur Jónsson, tónlist.
KSÍ Alþingi Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10