Nokkrir látnir í óróa eftir morð á vinsælum söngvara Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 10:13 Abiy Ahmed, forsætisráðherra, kallaði morðið á Hundessa „harmleik“ og hét því að draga þá seku til ábyrgðar. Vísir/EPA Forsætisráðherra Eþíópíu segir að „nokkrir“ séu látnir í mótmælum og óróa sem braust út eftir að vinsæll söngvari var myrtur í vikunni. Söngvarinn var áberandi í mótmælum gegn stjórnvöldum sem leiddu til stjórnarskipta árið 2018. Spenna hefur ríkt í Eþíópíu undanfarið eftir að ríkisstjórnin frestaði þingkosninginum sem áttu að fara fram á þessu ári í ljósi kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrjár sprengjur sprungu í höfuðborginni Addis Ababa í gær en ekki er ljóst hvort einhver féll, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sjúkraliðum að sjö hafi látið lífið í mótmælunum vegna morðsins á Hachalu Hundessa. Söngvarinn, sem var 34 ára gamall, var skotinn til bana í úthverfi höfuðborgarinnar. Ekki er ljóst hverjir stóðu að tilræðinu. Lögregla hefur beitt táragasi til að dreifa mótmælendum fyrir utan sjúkrahúsið þangað sem lík Hundessa var flutt. Skothvellir hafa einnig heyrst óma um borgina. Fimm eru sagðir hafa verið skotnir til bana og 75 særðir í mótmælum í Adama, 90 kílómetrum suðaustur af Addis Ababa. Tveir til viðbótar voru felldir í mótmælum í Chiro í austanverðu landinu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra, hét því í gær að draga þá sem myrtu Hundessa til ábyrgðar með þeim orðum að „óvinir okkar munu ekki hafa betur“. Hachalu verður borinn til grafar í heimabæ sínum í Oromia-héraði á morgun. Lögreglan rannsakar enn dráp hans. Hundessa tilheyrði Oromo-fólkinu, stærsta þjóðarbrotinu í Eþíópíu, en það hefur lengi talið sig jaðarsett í landinu. Hann hefur verið framarlega í flokki í réttindabaráttu þess og sat meðal annars í fangelsi í fimm ár fyrir að taka þátt í mótmælum þegar hann var sautján ára gamall. Lög hans voru áberandi í mótmælum sem hröktu þáverandi ríkisstjórn landsins frá völdum og komu Ahmed forsætisráðherra til valda fyrir tveimur árum. Eþíópía Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Forsætisráðherra Eþíópíu segir að „nokkrir“ séu látnir í mótmælum og óróa sem braust út eftir að vinsæll söngvari var myrtur í vikunni. Söngvarinn var áberandi í mótmælum gegn stjórnvöldum sem leiddu til stjórnarskipta árið 2018. Spenna hefur ríkt í Eþíópíu undanfarið eftir að ríkisstjórnin frestaði þingkosninginum sem áttu að fara fram á þessu ári í ljósi kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrjár sprengjur sprungu í höfuðborginni Addis Ababa í gær en ekki er ljóst hvort einhver féll, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sjúkraliðum að sjö hafi látið lífið í mótmælunum vegna morðsins á Hachalu Hundessa. Söngvarinn, sem var 34 ára gamall, var skotinn til bana í úthverfi höfuðborgarinnar. Ekki er ljóst hverjir stóðu að tilræðinu. Lögregla hefur beitt táragasi til að dreifa mótmælendum fyrir utan sjúkrahúsið þangað sem lík Hundessa var flutt. Skothvellir hafa einnig heyrst óma um borgina. Fimm eru sagðir hafa verið skotnir til bana og 75 særðir í mótmælum í Adama, 90 kílómetrum suðaustur af Addis Ababa. Tveir til viðbótar voru felldir í mótmælum í Chiro í austanverðu landinu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra, hét því í gær að draga þá sem myrtu Hundessa til ábyrgðar með þeim orðum að „óvinir okkar munu ekki hafa betur“. Hachalu verður borinn til grafar í heimabæ sínum í Oromia-héraði á morgun. Lögreglan rannsakar enn dráp hans. Hundessa tilheyrði Oromo-fólkinu, stærsta þjóðarbrotinu í Eþíópíu, en það hefur lengi talið sig jaðarsett í landinu. Hann hefur verið framarlega í flokki í réttindabaráttu þess og sat meðal annars í fangelsi í fimm ár fyrir að taka þátt í mótmælum þegar hann var sautján ára gamall. Lög hans voru áberandi í mótmælum sem hröktu þáverandi ríkisstjórn landsins frá völdum og komu Ahmed forsætisráðherra til valda fyrir tveimur árum.
Eþíópía Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira