Nokkrir látnir í óróa eftir morð á vinsælum söngvara Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 10:13 Abiy Ahmed, forsætisráðherra, kallaði morðið á Hundessa „harmleik“ og hét því að draga þá seku til ábyrgðar. Vísir/EPA Forsætisráðherra Eþíópíu segir að „nokkrir“ séu látnir í mótmælum og óróa sem braust út eftir að vinsæll söngvari var myrtur í vikunni. Söngvarinn var áberandi í mótmælum gegn stjórnvöldum sem leiddu til stjórnarskipta árið 2018. Spenna hefur ríkt í Eþíópíu undanfarið eftir að ríkisstjórnin frestaði þingkosninginum sem áttu að fara fram á þessu ári í ljósi kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrjár sprengjur sprungu í höfuðborginni Addis Ababa í gær en ekki er ljóst hvort einhver féll, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sjúkraliðum að sjö hafi látið lífið í mótmælunum vegna morðsins á Hachalu Hundessa. Söngvarinn, sem var 34 ára gamall, var skotinn til bana í úthverfi höfuðborgarinnar. Ekki er ljóst hverjir stóðu að tilræðinu. Lögregla hefur beitt táragasi til að dreifa mótmælendum fyrir utan sjúkrahúsið þangað sem lík Hundessa var flutt. Skothvellir hafa einnig heyrst óma um borgina. Fimm eru sagðir hafa verið skotnir til bana og 75 særðir í mótmælum í Adama, 90 kílómetrum suðaustur af Addis Ababa. Tveir til viðbótar voru felldir í mótmælum í Chiro í austanverðu landinu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra, hét því í gær að draga þá sem myrtu Hundessa til ábyrgðar með þeim orðum að „óvinir okkar munu ekki hafa betur“. Hachalu verður borinn til grafar í heimabæ sínum í Oromia-héraði á morgun. Lögreglan rannsakar enn dráp hans. Hundessa tilheyrði Oromo-fólkinu, stærsta þjóðarbrotinu í Eþíópíu, en það hefur lengi talið sig jaðarsett í landinu. Hann hefur verið framarlega í flokki í réttindabaráttu þess og sat meðal annars í fangelsi í fimm ár fyrir að taka þátt í mótmælum þegar hann var sautján ára gamall. Lög hans voru áberandi í mótmælum sem hröktu þáverandi ríkisstjórn landsins frá völdum og komu Ahmed forsætisráðherra til valda fyrir tveimur árum. Eþíópía Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Forsætisráðherra Eþíópíu segir að „nokkrir“ séu látnir í mótmælum og óróa sem braust út eftir að vinsæll söngvari var myrtur í vikunni. Söngvarinn var áberandi í mótmælum gegn stjórnvöldum sem leiddu til stjórnarskipta árið 2018. Spenna hefur ríkt í Eþíópíu undanfarið eftir að ríkisstjórnin frestaði þingkosninginum sem áttu að fara fram á þessu ári í ljósi kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrjár sprengjur sprungu í höfuðborginni Addis Ababa í gær en ekki er ljóst hvort einhver féll, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sjúkraliðum að sjö hafi látið lífið í mótmælunum vegna morðsins á Hachalu Hundessa. Söngvarinn, sem var 34 ára gamall, var skotinn til bana í úthverfi höfuðborgarinnar. Ekki er ljóst hverjir stóðu að tilræðinu. Lögregla hefur beitt táragasi til að dreifa mótmælendum fyrir utan sjúkrahúsið þangað sem lík Hundessa var flutt. Skothvellir hafa einnig heyrst óma um borgina. Fimm eru sagðir hafa verið skotnir til bana og 75 særðir í mótmælum í Adama, 90 kílómetrum suðaustur af Addis Ababa. Tveir til viðbótar voru felldir í mótmælum í Chiro í austanverðu landinu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra, hét því í gær að draga þá sem myrtu Hundessa til ábyrgðar með þeim orðum að „óvinir okkar munu ekki hafa betur“. Hachalu verður borinn til grafar í heimabæ sínum í Oromia-héraði á morgun. Lögreglan rannsakar enn dráp hans. Hundessa tilheyrði Oromo-fólkinu, stærsta þjóðarbrotinu í Eþíópíu, en það hefur lengi talið sig jaðarsett í landinu. Hann hefur verið framarlega í flokki í réttindabaráttu þess og sat meðal annars í fangelsi í fimm ár fyrir að taka þátt í mótmælum þegar hann var sautján ára gamall. Lög hans voru áberandi í mótmælum sem hröktu þáverandi ríkisstjórn landsins frá völdum og komu Ahmed forsætisráðherra til valda fyrir tveimur árum.
Eþíópía Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira