Bakarí Kristínar brann til grunna Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 08:20 Frá vettvangi brunans. Huy Bunleng News Bakarí í eigu Kristínar Báru Haraldsdóttur og Adrian Cowen í Kambódíu brann til kaldra kola þann 11. júní síðastliðinn. Hafin er söfnun til að þau geti hafið rekstur á ný, sem fram að brunanum hafði ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Kristín og Adrian segjast hafa flust til Otres Villages í Kambódíu eftir að hafa verið búsett í New York í Bandaríkjunum til margra ára. Þau hafi kunnað vel við sig í Kambódíu og orðið „ástfangin af landi og þjóð“ eins og þau orða það á vefsíðu söfnunarinnar. Kristín og Adrian settu á fót bakaríið Bake and Bake fyrir um fjórum árum, sem sérhæfir sig í framleiðslu innpakkaðra smákaka sem seldar eru víðsvegar um Kambódíu. Þó svo að þau segi að rekstur þeirra hafi verið sjálfbær áður en hann brann til grunna eiga kambódísk stjórnvöld að hafa reynst þeim óþægur ljár í þúfu. Þau hafi þannig endurskipulagt stóran hluta Otres Village fyrir um hálfu ári síðan, tekið landsvæði eignarnámi og jafnað upprunalegt húsnæði Bake and Bake við jörðu. Þrátt fyrir raskið hafi kambódísk stjórnvöld ekki boðið Kristínu, Adrian né öðrum íbúum svæðisins neinar sárabætur. Bakaríið var því opnað á nýjum stað, sem svo brann svo til grunna að morgni 11. júní sem fyrr segir. Engin slys urðu þó á fólki. Hafin er hópsöfnun fyrir aðstandendur Bake and bake og ætla þau sér að safna næstum 46 þúsund sterlingspundum, um 8 milljónum króna, svo þau geti hafið rekstur á ný. Söfnunina og frekar upplýsingar má nálgast með því að smella hér. Íslendingar erlendis Kambódía Bakarí Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Bakarí í eigu Kristínar Báru Haraldsdóttur og Adrian Cowen í Kambódíu brann til kaldra kola þann 11. júní síðastliðinn. Hafin er söfnun til að þau geti hafið rekstur á ný, sem fram að brunanum hafði ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Kristín og Adrian segjast hafa flust til Otres Villages í Kambódíu eftir að hafa verið búsett í New York í Bandaríkjunum til margra ára. Þau hafi kunnað vel við sig í Kambódíu og orðið „ástfangin af landi og þjóð“ eins og þau orða það á vefsíðu söfnunarinnar. Kristín og Adrian settu á fót bakaríið Bake and Bake fyrir um fjórum árum, sem sérhæfir sig í framleiðslu innpakkaðra smákaka sem seldar eru víðsvegar um Kambódíu. Þó svo að þau segi að rekstur þeirra hafi verið sjálfbær áður en hann brann til grunna eiga kambódísk stjórnvöld að hafa reynst þeim óþægur ljár í þúfu. Þau hafi þannig endurskipulagt stóran hluta Otres Village fyrir um hálfu ári síðan, tekið landsvæði eignarnámi og jafnað upprunalegt húsnæði Bake and Bake við jörðu. Þrátt fyrir raskið hafi kambódísk stjórnvöld ekki boðið Kristínu, Adrian né öðrum íbúum svæðisins neinar sárabætur. Bakaríið var því opnað á nýjum stað, sem svo brann svo til grunna að morgni 11. júní sem fyrr segir. Engin slys urðu þó á fólki. Hafin er hópsöfnun fyrir aðstandendur Bake and bake og ætla þau sér að safna næstum 46 þúsund sterlingspundum, um 8 milljónum króna, svo þau geti hafið rekstur á ný. Söfnunina og frekar upplýsingar má nálgast með því að smella hér.
Íslendingar erlendis Kambódía Bakarí Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira