Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2020 07:16 Lögin gætu markað stærstu breytingu á lifnaðarháttum íbúa Hong Kong frá því Bretar afhentu Kínverjum héraðið árið 1997. Það var gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. Lögin eru svar stjórnvalda við kröftugri mótmælahrinu íbúa Hong Kong í fyrra en mótmælin snérust um önnur umdeild lög sem mótmælendur sögðu að væru undanfari aukinna ítaka kínveskra stjórnvalda í héraðinu. Lögin gætu markað stærstu breytingu á lifnaðarháttum íbúa í Hong Kong frá því Bretar afhentu Kínverjum héraðið árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Fjöldi fólks er óttasleginn vegna laganna og segja þau grafa undan sjálfsmynd Hong Kong, frelsi íbúa og framtíð þeirra. Í síðasta mánuði var íbúum brugðið þegar stjórnvöld sögðust bregðast við mótmælunum af fullri hörku. Með lögunum verður hvers kyns niðurrifsstarfsemi og leynimakk með erlendum öflum gerð refsiverð. Reuters hefur eftir staðarmiðlum í Kína að viðurlög við brotum gegn tilteknum ákvæðum öryggislaganna sé lífstíðarfangelsi. Japönsk stjórnvöld hafa djúpstæðar áhyggjur af þróuninni Stjórnvöld í Japan hafa brugðist við vendingunum og Yoshihide Suga, aðaltalsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði útspil stjórnvalda í Kína hryggilegt. Lögin séu til þess fallin að grafa undan trúverðugleika fyrirkomulags um eitt land – tvö kerfi. Toshimitsu Motegi, utanríkisráðherra Japans, sagðist þá einnig hafa djúpstæðar áhyggjur af gangi mála í Kína, líkt og alþjóðasamfélagið hefði látið í ljós. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mikil aukning í umsóknum íbúa Hong Kong um bresk vegabréf Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. 2. júní 2020 10:20 Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. Lögin eru svar stjórnvalda við kröftugri mótmælahrinu íbúa Hong Kong í fyrra en mótmælin snérust um önnur umdeild lög sem mótmælendur sögðu að væru undanfari aukinna ítaka kínveskra stjórnvalda í héraðinu. Lögin gætu markað stærstu breytingu á lifnaðarháttum íbúa í Hong Kong frá því Bretar afhentu Kínverjum héraðið árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Fjöldi fólks er óttasleginn vegna laganna og segja þau grafa undan sjálfsmynd Hong Kong, frelsi íbúa og framtíð þeirra. Í síðasta mánuði var íbúum brugðið þegar stjórnvöld sögðust bregðast við mótmælunum af fullri hörku. Með lögunum verður hvers kyns niðurrifsstarfsemi og leynimakk með erlendum öflum gerð refsiverð. Reuters hefur eftir staðarmiðlum í Kína að viðurlög við brotum gegn tilteknum ákvæðum öryggislaganna sé lífstíðarfangelsi. Japönsk stjórnvöld hafa djúpstæðar áhyggjur af þróuninni Stjórnvöld í Japan hafa brugðist við vendingunum og Yoshihide Suga, aðaltalsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði útspil stjórnvalda í Kína hryggilegt. Lögin séu til þess fallin að grafa undan trúverðugleika fyrirkomulags um eitt land – tvö kerfi. Toshimitsu Motegi, utanríkisráðherra Japans, sagðist þá einnig hafa djúpstæðar áhyggjur af gangi mála í Kína, líkt og alþjóðasamfélagið hefði látið í ljós.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mikil aukning í umsóknum íbúa Hong Kong um bresk vegabréf Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. 2. júní 2020 10:20 Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Mikil aukning í umsóknum íbúa Hong Kong um bresk vegabréf Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. 2. júní 2020 10:20
Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19
Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21