Sálfræðiþjónusta færð undir sjúkratryggingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 06:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þingheimur samþykkti í nótt að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðal annarra flutningsmanna voru þingmenn Pírata, Samfylkingar, Miðflokks, Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar - alls rúmlega þriðjungur þingheims. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi án þess að vera afgreitt. Það var því endurflutt með þeirri breytingu að sjúkratryggingar tækju, auk sálfræðimeðferðar, einnig til annarrar klínískrar viðtalsmeðferðar. Slík úrræði yrðu því veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, en kostnaður við sálfræðimeðferðir er þegar niðurgreiddur víða á Norðurlöndunum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. Algengast þykir að einstaklingur þurfi á bilinu 10–15 meðferðartíma hjá sálfræðingi til að ná bata. „Bein útgjöld vegna slíkrar meðferðar eru því talin í hundruðum þúsunda króna sem ekki er á færi hvers sem er að reiða af hendi,“ eins og segir í greinargerðinni. Sparnaður til lengri tíma Kostnaðarmat vegna frumvarpsins liggur ekki fyrir. Í nefndaráliti er þó tekið eftirfarandi dæmi: Ef miðað er við að 10.000 einstaklingar þiggi slíka þjónustu hér á landi árlega og að meðalfjöldi meðferðarskipta hvers einstaklings verði fimm til tíu megi áætla að kostnaður nemi á bilinu 875–1.750 millj. kr. ár hvert. Þá verður að gera ráð fyrir stofnkostnaði vegna breytinga á tölvukerfum auk kostnaðar vegna annarrar umsýslu sem verkefnið útheimtir. Hins vegar segir í sama nefndaráliti að líklega verði þó um sparnað til lengri tíma að ræða, auk þess sem komið verður í veg fyrir „óþarfa þjáningu einstaklinga sem eiga við geðheilbrigðisvandamál að stríða.“ Í nefndarálitinu segir: „Árið 2019 eru áætluð heildarframlög ríkisins til bóta vegna andlegrar örorku um 19 milljarðar kr. og talið að þau geti meira en tvöfaldast á næsta áratug. Þótt það nýja fyrirkomulag sem að er stefnt með frumvarpinu kæmi aðeins í veg fyrir lítið hlutfall nýgengis örorku sparast háar fjárhæðir. Þar að auki má ætla að það dragi úr áhrifum andlegra veikinda á atvinnutækifæri fólks, framlegð þess í starfi verði meiri, fjöldi veikindadaga færri o.s.frv.“ Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Þingheimur samþykkti í nótt að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðal annarra flutningsmanna voru þingmenn Pírata, Samfylkingar, Miðflokks, Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar - alls rúmlega þriðjungur þingheims. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi án þess að vera afgreitt. Það var því endurflutt með þeirri breytingu að sjúkratryggingar tækju, auk sálfræðimeðferðar, einnig til annarrar klínískrar viðtalsmeðferðar. Slík úrræði yrðu því veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, en kostnaður við sálfræðimeðferðir er þegar niðurgreiddur víða á Norðurlöndunum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. Algengast þykir að einstaklingur þurfi á bilinu 10–15 meðferðartíma hjá sálfræðingi til að ná bata. „Bein útgjöld vegna slíkrar meðferðar eru því talin í hundruðum þúsunda króna sem ekki er á færi hvers sem er að reiða af hendi,“ eins og segir í greinargerðinni. Sparnaður til lengri tíma Kostnaðarmat vegna frumvarpsins liggur ekki fyrir. Í nefndaráliti er þó tekið eftirfarandi dæmi: Ef miðað er við að 10.000 einstaklingar þiggi slíka þjónustu hér á landi árlega og að meðalfjöldi meðferðarskipta hvers einstaklings verði fimm til tíu megi áætla að kostnaður nemi á bilinu 875–1.750 millj. kr. ár hvert. Þá verður að gera ráð fyrir stofnkostnaði vegna breytinga á tölvukerfum auk kostnaðar vegna annarrar umsýslu sem verkefnið útheimtir. Hins vegar segir í sama nefndaráliti að líklega verði þó um sparnað til lengri tíma að ræða, auk þess sem komið verður í veg fyrir „óþarfa þjáningu einstaklinga sem eiga við geðheilbrigðisvandamál að stríða.“ Í nefndarálitinu segir: „Árið 2019 eru áætluð heildarframlög ríkisins til bóta vegna andlegrar örorku um 19 milljarðar kr. og talið að þau geti meira en tvöfaldast á næsta áratug. Þótt það nýja fyrirkomulag sem að er stefnt með frumvarpinu kæmi aðeins í veg fyrir lítið hlutfall nýgengis örorku sparast háar fjárhæðir. Þar að auki má ætla að það dragi úr áhrifum andlegra veikinda á atvinnutækifæri fólks, framlegð þess í starfi verði meiri, fjöldi veikindadaga færri o.s.frv.“
Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira