Af skimun á landamærum: hvernig forsendur breyta ályktunum Kári Stefánsson skrifar 29. júní 2020 12:56 1. Ung kona íslensk kom til landsins frá Bandaríkjunum þann 17. júní og fór í skimun eftir veirunni vondu, SARS-CoV-2, og reyndist neikvæð á prófinu; engin veira þar. Hún er fótboltakona og spilar eins og stendur fyrir Breiðablik og kom inn á í nokkrar mínútur í leik gegn KR sem var háður þann 18. júní. Þann 20. júní fór hún í fjölmenna útskriftarveislu. Þann 21. júní eyddi hún töluverðum tíma með vinkonu sinni. Síðan spilaði hún heilan leik með Breiðablik þann 23. júní og að kvöldi þess dags fékk hún þær fréttir að kona sem hún deildi húsnæði með í Bandaríkjunum hefði smitast af veirunni. Hún fór því í veirupróf síðla dags þann 24. júní og fékk þær fréttir að morgni þess 25. júní að hún væri sneisafull af veirunni. Í lok dagsins í dag (28. júní) hafði verið skimað eftir veirunni í sex hundrað manns sem höfðu verið í umhverfi hennar frá því hún kom til landsins, sótt útskriftarveisluna, spilað með henni fótbolta og svo framvegis. Í þessum hópi voru tveir með veiruna, vinkonan sem hún var með þann 21. júní og ungur fótboltamaður. Um það bil 300 manns voru settir í sóttkví og eru þar enn. Þetta leit út eins og smit sem hefði laumað sér inn í landið með konu sem var svo nýsmituð að veiran hafði ekki fengið tækifæri til þess að fjölga sér að því marki að hún fyndist. Hún hafi svo smitað vinkonu sína þann 21. júní og fótboltamanninn í útskriftarveislunni. 2. Þegar við ræddum við fótboltamanninn sagði hann okkur að hann hefði verið lasinn af hálsbólgu í heila viku áður en hann fór í útskriftarveisluna og hann hefði smitast af foreldrum sínum sem hefðu báðir verið lasnir af kvefi á undan honum. Hann kvaðst hafa þurran hósta og verk í berkjum. Á þessu augnabliki leit þetta út þannig að sá möguleiki væri fyrir hendi að fótboltakonan hefði smitast af fótboltamanninum sem hefði smitast af foreldrum sínum. Þessi möguleiki hlaut síðan töluverðan stuðning af því að faðir hans mældist með mótefni gegn SARS-CoV-2 sem móðir hans gerði hins vegar ekki. Það eru nefnilega engar líkur á því að sá sem er með mótefni gegn veirunni hafi ekki smitast af henni. 3. Þegar við tókum sögu af föðurnum sagðist hann að öllum líkindum hafa smitast þann 17. mars af nemanda sínum. Hann sat við hliðina á nemandanum sem hafði nokkru áður smitast af veirunni á frægri kóræfingu þar sem fjöldi manns smitaðist. Hann hefði verið illa lasinn í fjórar vikur og oft reynt að komast í skimun en ekki tekist. Við þessa vitneskju fóru böndin aftur að berast að Bandaríkjunum sem uppsprettu sýkingarinar. 4. Endanlegt svar fengum við svo með því að raðgreina veiruna úr öllum þremur smituðu einstaklingunum, fótboltakonunni, fótboltamanninum og vinkonunni. Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja. Stökkbreytingarnar raðast í mynstur sem verða hægt og hægt nokkuð einkennandi fyrir landsvæði. Veiran í öllum þremur er með sama mynstur og er það án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum þannig að atburðarrásin var óyggjandi eftirfarandi: Fótboltakonan smitaðist í Bandaríkjunum og það er ljóst að hún smitaðist af sambýliskonunni en ekki sambýliskonan af henni vegna þess að fótboltakonan var með svo lítið magn af veirunni þegar hún kom til landsins að hún fannst ekki. Síðan fjölgaði veiran sér í nef-og munnholi hennar og hún varð smitandi og smitaði vinkonuna og fótboltamanninn. Nú erum við að leita að fleirum sem kynnu að hafa smitast af þeim þremur (einn fannst í dag 28. júní) Ályktun: i. Það er ljóst að veiruprófið er ekki fullkomið og þessi saga opinberar einn af veikleikum þess sem er að mjög snemma í sýkingu, áður en veiran er búin að ná almennilega fótfestu, er erfitt að finna hana. Næmi prófsins er hins vegar töluvert meira en 70% og prófið dugði okkur til þess að hemja fyrsta kapítula faraldurins fljótar og betur en flestir. ii. Skimun á landamærum minnkar hins vegar mjög líkurnar á því að smitandi einstaklingar komist inn í landið án þess að fara í einangrun. Við höfum til þessa náð þremur og misst einn þannig að af okkar takmörkuðu reynslu hefur skimunin fækkað tilfellum um 75%. iii. Með Því að taka góða sögu af sýktum einstaklingum og beita víðtækri skimun, smitrakningu, mótefnamælingu og raðgreiningu er hægt að sækja nokkuð nákvæman skilning á því sem er að gerast og bregðast við því. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
1. Ung kona íslensk kom til landsins frá Bandaríkjunum þann 17. júní og fór í skimun eftir veirunni vondu, SARS-CoV-2, og reyndist neikvæð á prófinu; engin veira þar. Hún er fótboltakona og spilar eins og stendur fyrir Breiðablik og kom inn á í nokkrar mínútur í leik gegn KR sem var háður þann 18. júní. Þann 20. júní fór hún í fjölmenna útskriftarveislu. Þann 21. júní eyddi hún töluverðum tíma með vinkonu sinni. Síðan spilaði hún heilan leik með Breiðablik þann 23. júní og að kvöldi þess dags fékk hún þær fréttir að kona sem hún deildi húsnæði með í Bandaríkjunum hefði smitast af veirunni. Hún fór því í veirupróf síðla dags þann 24. júní og fékk þær fréttir að morgni þess 25. júní að hún væri sneisafull af veirunni. Í lok dagsins í dag (28. júní) hafði verið skimað eftir veirunni í sex hundrað manns sem höfðu verið í umhverfi hennar frá því hún kom til landsins, sótt útskriftarveisluna, spilað með henni fótbolta og svo framvegis. Í þessum hópi voru tveir með veiruna, vinkonan sem hún var með þann 21. júní og ungur fótboltamaður. Um það bil 300 manns voru settir í sóttkví og eru þar enn. Þetta leit út eins og smit sem hefði laumað sér inn í landið með konu sem var svo nýsmituð að veiran hafði ekki fengið tækifæri til þess að fjölga sér að því marki að hún fyndist. Hún hafi svo smitað vinkonu sína þann 21. júní og fótboltamanninn í útskriftarveislunni. 2. Þegar við ræddum við fótboltamanninn sagði hann okkur að hann hefði verið lasinn af hálsbólgu í heila viku áður en hann fór í útskriftarveisluna og hann hefði smitast af foreldrum sínum sem hefðu báðir verið lasnir af kvefi á undan honum. Hann kvaðst hafa þurran hósta og verk í berkjum. Á þessu augnabliki leit þetta út þannig að sá möguleiki væri fyrir hendi að fótboltakonan hefði smitast af fótboltamanninum sem hefði smitast af foreldrum sínum. Þessi möguleiki hlaut síðan töluverðan stuðning af því að faðir hans mældist með mótefni gegn SARS-CoV-2 sem móðir hans gerði hins vegar ekki. Það eru nefnilega engar líkur á því að sá sem er með mótefni gegn veirunni hafi ekki smitast af henni. 3. Þegar við tókum sögu af föðurnum sagðist hann að öllum líkindum hafa smitast þann 17. mars af nemanda sínum. Hann sat við hliðina á nemandanum sem hafði nokkru áður smitast af veirunni á frægri kóræfingu þar sem fjöldi manns smitaðist. Hann hefði verið illa lasinn í fjórar vikur og oft reynt að komast í skimun en ekki tekist. Við þessa vitneskju fóru böndin aftur að berast að Bandaríkjunum sem uppsprettu sýkingarinar. 4. Endanlegt svar fengum við svo með því að raðgreina veiruna úr öllum þremur smituðu einstaklingunum, fótboltakonunni, fótboltamanninum og vinkonunni. Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja. Stökkbreytingarnar raðast í mynstur sem verða hægt og hægt nokkuð einkennandi fyrir landsvæði. Veiran í öllum þremur er með sama mynstur og er það án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum þannig að atburðarrásin var óyggjandi eftirfarandi: Fótboltakonan smitaðist í Bandaríkjunum og það er ljóst að hún smitaðist af sambýliskonunni en ekki sambýliskonan af henni vegna þess að fótboltakonan var með svo lítið magn af veirunni þegar hún kom til landsins að hún fannst ekki. Síðan fjölgaði veiran sér í nef-og munnholi hennar og hún varð smitandi og smitaði vinkonuna og fótboltamanninn. Nú erum við að leita að fleirum sem kynnu að hafa smitast af þeim þremur (einn fannst í dag 28. júní) Ályktun: i. Það er ljóst að veiruprófið er ekki fullkomið og þessi saga opinberar einn af veikleikum þess sem er að mjög snemma í sýkingu, áður en veiran er búin að ná almennilega fótfestu, er erfitt að finna hana. Næmi prófsins er hins vegar töluvert meira en 70% og prófið dugði okkur til þess að hemja fyrsta kapítula faraldurins fljótar og betur en flestir. ii. Skimun á landamærum minnkar hins vegar mjög líkurnar á því að smitandi einstaklingar komist inn í landið án þess að fara í einangrun. Við höfum til þessa náð þremur og misst einn þannig að af okkar takmörkuðu reynslu hefur skimunin fækkað tilfellum um 75%. iii. Með Því að taka góða sögu af sýktum einstaklingum og beita víðtækri skimun, smitrakningu, mótefnamælingu og raðgreiningu er hægt að sækja nokkuð nákvæman skilning á því sem er að gerast og bregðast við því. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun