Smit í tíu milljónum á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 09:21 Ástandið þykir mjög slæmt í Brasilíu og annarsstaðar í Suður-Ameríku. AP/Leo Correa Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. Þetta er samkvæmt tölum Reuters fréttaveitunnar. Johns Hopkins háskólinn, sem hefur haldið utan um opinberar tölur á heimsvísu, segir 9,94 milljónir hafa smitast(Þegar þetta er skrifað). Sú tala mun fara yfir tíu milljónir í dag. Reuters segir tíu milljónir smitaðra vera um það bil tvöfaldan fjölda þeirra sem veikjast alvarlega vegna inflúensu á ári hverju, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Fjöldi látinna er svipaður og fjöldi þeirra sem sagðir eru deyja vegna inflúensu á ári hverju. Þó er útlit fyrir að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Um fjórðungur þeirra sem hafa smitast eru frá Evrópu og svipaða sögu er að segja frá bæði Norður og Suður-Ameríku. Hver heimsálfa á um fjórðung af þeim sem hafa smitast. Um ellefu prósent smitaðra eru frá Asíu og um níu prósent frá Mið-Austurlöndum. Smituðum fer fjölgandi víða um heim og um þessar mundir þykir ástandið sérstaklega slæmt í Brasilíu og Indlandi en í báðum ríkjum hefur smituðum fjölgað um rúmlega tíu þúsund á degi hverjum. Síðustu vikuna hefur þriðjungur nýsmitaðra greinst í þessum tveimur löndum. Sérfræðingar segja mögulegt að fjöldi látinna í Suður-Ameríku gæti hækkað úr um hundrað þúsund í þessari viku í rúmlega 380 þúsund í október. Smituðum hefur einnig farið hratt fjölgandi í Bandaríkjunum á undanförnum vikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08 Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24 Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42 Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34 Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03 Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. Þetta er samkvæmt tölum Reuters fréttaveitunnar. Johns Hopkins háskólinn, sem hefur haldið utan um opinberar tölur á heimsvísu, segir 9,94 milljónir hafa smitast(Þegar þetta er skrifað). Sú tala mun fara yfir tíu milljónir í dag. Reuters segir tíu milljónir smitaðra vera um það bil tvöfaldan fjölda þeirra sem veikjast alvarlega vegna inflúensu á ári hverju, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Fjöldi látinna er svipaður og fjöldi þeirra sem sagðir eru deyja vegna inflúensu á ári hverju. Þó er útlit fyrir að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Um fjórðungur þeirra sem hafa smitast eru frá Evrópu og svipaða sögu er að segja frá bæði Norður og Suður-Ameríku. Hver heimsálfa á um fjórðung af þeim sem hafa smitast. Um ellefu prósent smitaðra eru frá Asíu og um níu prósent frá Mið-Austurlöndum. Smituðum fer fjölgandi víða um heim og um þessar mundir þykir ástandið sérstaklega slæmt í Brasilíu og Indlandi en í báðum ríkjum hefur smituðum fjölgað um rúmlega tíu þúsund á degi hverjum. Síðustu vikuna hefur þriðjungur nýsmitaðra greinst í þessum tveimur löndum. Sérfræðingar segja mögulegt að fjöldi látinna í Suður-Ameríku gæti hækkað úr um hundrað þúsund í þessari viku í rúmlega 380 þúsund í október. Smituðum hefur einnig farið hratt fjölgandi í Bandaríkjunum á undanförnum vikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08 Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24 Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42 Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34 Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03 Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08
Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24
Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42
Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34
Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03
Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33