Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. júní 2020 12:00 Enginn slökkvibíla Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var fullmannaður þegar útkall barst vegna bruna að Bræðraborgarstíg 1. Vísir/Vilhelm Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Allt tiltækt slökkvilið frá fjórum slökkvistöðum á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang þegar tilkynnt var um brunann. Fyrsti bílinn var kominn á staðinn mjög fljótt þar sem hann var staddur á Hringbraut í öðru verkefni þegar útkallið barst. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst í fyrradag voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Mest voru því þrír í hverjum slökkvibíl í fyrsta viðbragði brunans, í tveimur bílanna voru tveir slökkviliðsmenn og í hinum tveimur voru þrír í bíl. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir ástæðuna vera miklar annir umræddan dag. „Vandinn hjá okkur í upphafi var sá að við vorum frekar þröngt mannaðir. Það var mikið um erfið verkefni hjá okkur,“ segir Jón Viðar. Þrír létust vegna brunans og nokkrir slösuðust alvarlega. Jón telur að mönnunin hafi ekki haft afgerandi áhrif enda hafi ekki verið hægt að komast inn í húsið. „En það hefði náttúrulega alltaf verið betra að hafa meira. Þetta verkefni var þannig að við vorum mjög heppin hvað lögreglan var fljót á staðinn. Lögreglan og slökkvilið vinna rosalega náið saman.“ Jón segir að í heildina hafi 49 slökkviliðsmenn komið að verkefninu þegar mest lét en fólk var kallað út af frívakt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu rannsókn á vettvangi sé enn í gangi. Henni ljúki í fyrsta lagi á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Hann segir að lögregla hafi fengið sent gífurlegt magn af myndefni, ljósmyndum og myndböndum, frá vitnum. Hann áætlar að rannsókn málsins verði lokið eftir þrjár til fjórar vikur. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Allt tiltækt slökkvilið frá fjórum slökkvistöðum á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang þegar tilkynnt var um brunann. Fyrsti bílinn var kominn á staðinn mjög fljótt þar sem hann var staddur á Hringbraut í öðru verkefni þegar útkallið barst. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst í fyrradag voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Mest voru því þrír í hverjum slökkvibíl í fyrsta viðbragði brunans, í tveimur bílanna voru tveir slökkviliðsmenn og í hinum tveimur voru þrír í bíl. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir ástæðuna vera miklar annir umræddan dag. „Vandinn hjá okkur í upphafi var sá að við vorum frekar þröngt mannaðir. Það var mikið um erfið verkefni hjá okkur,“ segir Jón Viðar. Þrír létust vegna brunans og nokkrir slösuðust alvarlega. Jón telur að mönnunin hafi ekki haft afgerandi áhrif enda hafi ekki verið hægt að komast inn í húsið. „En það hefði náttúrulega alltaf verið betra að hafa meira. Þetta verkefni var þannig að við vorum mjög heppin hvað lögreglan var fljót á staðinn. Lögreglan og slökkvilið vinna rosalega náið saman.“ Jón segir að í heildina hafi 49 slökkviliðsmenn komið að verkefninu þegar mest lét en fólk var kallað út af frívakt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu rannsókn á vettvangi sé enn í gangi. Henni ljúki í fyrsta lagi á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Hann segir að lögregla hafi fengið sent gífurlegt magn af myndefni, ljósmyndum og myndböndum, frá vitnum. Hann áætlar að rannsókn málsins verði lokið eftir þrjár til fjórar vikur.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira