Orðlaus eftir að kjarasamningur var dæmdur í gildi þótt fleiri hafi sagt nei en já Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2020 13:00 Skrifað var undir samninginn í apríl en félagsmenn töldu sig hafa fellt hann skömu síðar. Annað kom á daginn. Unsplash/Scott Graham. Sú sérkennilega staða er komin upp að félagsmenn Félags íslenskra náttúrufræðinga sem vinna hjá hinu opinbera eru nú bundnir af nýjum kjarasamningi til ársins 2023, þrátt fyrir að fleiri félagsmenn hafi samþykkt að fella hann en að samþykkja í atkvæðagreiðslu um samninginn í vor. Formaður félagsins segist vera orðlaus vegna málsins. Atkvæði þeirra sem skiluðu auðu virðast hafa skipt sköpum. Þetta er niðurstaða Félagsdóms sem kvað upp dóm sinn í deilu ríkisins og félagsins um málið í gær en RÚV sagði frá niðurstöðunni í morgun. Forsaga málsins er sú að íslenska ríkið og félagið skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðastliðinn apríl. Skömmu síðar var samningurinn lagður í dóm félagsmanna. Fleiri vildu fella samninginn en þeir sem vildu samþykkja hann. 265 félagsmenn sögðu já 278 félagsmenn sögðu nei 21 félagsmaður skilaði auðu Félagið taldi samningana hafa verið fellda, ríkið ekki Félagið túlkaði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar þannig að samningurinn hafi verið felldur af félagsmönnum. Þetta sætti íslenska ríkið sig ekki við. Taldi samninganefnd ríkisins að félagsmenn hafi samþykkt samninginn í atkvæðagreiðslu á þeim lagagrundvelli að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Telja þyrfti auð atkvæði með þegar heildarfjöldi greiddra atkvæða er tilgreindur. Þannig hafi einungis 49,3 prósent kosið gegn samningnum og því bæri, að mati samninganefndarinnar, að líta svo á að tilskilinn fjöldi til þess að fella samninginn hafi ekki náðst. Náttúrufræðingar töldu að ekki ætti að telja með auð atkvæði þegar heildarfjöldi atkvæða væri tilgreindur, því bæri svo að líta á að samningurinn hafi verið felldur. Endaði þetta með því að ríkið stefndi félaginu fyrir Félagsdóm til þess að fá úr því skorið hvort samningurinn hafi verið felldur eða ekki. Beitti lögjöfnun Félagsdómur kvað upp dóm sinn í gær og segir í niðurstöðu hans að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði, því bæri að líta svo á að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn hafi ekki fellt hann. Eins og sjá má fyrirsögn þessar tilkynningar Félags íslenskra náttúrufræðinga frá því apríl taldi félagið að samningurinn hafi verið felldur í atkvæðagreiðslu Í samtali við Vísi segir Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, að hún sé hreinlega orðlaus yfir niðurstöðu Félagsdóms. Bendir hún á að lítið sem ekkert standi um hvernig eigi að telja atkvæði í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og að Félagsdómur hafi beitt lögjöfnun við lög um kjarasamninga á almennum markaði. „Það sem kemur á óvart að mínu mati er að Félagsdómur kýs að beita lögjöfnun við lög um kjarasamninga sem eiga við um almenna markaðinn í stað þess að horfa til þess hver raunveruleg niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var,“ segir Maríanna. Þetta sæti furðu. „Í staðinn fyrir að horfa á óyggjandi niðurstöðu, að fleiri sögðu nei við samningnum en sögðu já, þá kjósa þeir að beita lögjöfnun sem mér finnst alveg með ólíkindum að skuli vera beitt.“ Þurfa að sætta sig við niðurstöðuna Félagsmenn geta lítið annað gert en að sætta sig við niðurstöðuna enda er ákvörðun Félagsdóms endanleg. Miðað við umræður á Facebook eru félagsmenn margir hverjir ekki ánægðir með niðurstöðuna og segir Maríanna að hún sé orðlaus yfir niðurstöðunni. „Þetta er með ólíkindum að þetta skuli vera niðurstaðan og ég er bara alveg orðlaus og lýsi furði minni yfir þessari niðurstöðu,“ segir Maríanna en niðurstaða Félagsdóms þýðir að félagsmenn félagsins hjá hinu opinbera eru bundnir af hinum nýja kjarasamningi þangað til í mars árið 2023. Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Sú sérkennilega staða er komin upp að félagsmenn Félags íslenskra náttúrufræðinga sem vinna hjá hinu opinbera eru nú bundnir af nýjum kjarasamningi til ársins 2023, þrátt fyrir að fleiri félagsmenn hafi samþykkt að fella hann en að samþykkja í atkvæðagreiðslu um samninginn í vor. Formaður félagsins segist vera orðlaus vegna málsins. Atkvæði þeirra sem skiluðu auðu virðast hafa skipt sköpum. Þetta er niðurstaða Félagsdóms sem kvað upp dóm sinn í deilu ríkisins og félagsins um málið í gær en RÚV sagði frá niðurstöðunni í morgun. Forsaga málsins er sú að íslenska ríkið og félagið skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðastliðinn apríl. Skömmu síðar var samningurinn lagður í dóm félagsmanna. Fleiri vildu fella samninginn en þeir sem vildu samþykkja hann. 265 félagsmenn sögðu já 278 félagsmenn sögðu nei 21 félagsmaður skilaði auðu Félagið taldi samningana hafa verið fellda, ríkið ekki Félagið túlkaði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar þannig að samningurinn hafi verið felldur af félagsmönnum. Þetta sætti íslenska ríkið sig ekki við. Taldi samninganefnd ríkisins að félagsmenn hafi samþykkt samninginn í atkvæðagreiðslu á þeim lagagrundvelli að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Telja þyrfti auð atkvæði með þegar heildarfjöldi greiddra atkvæða er tilgreindur. Þannig hafi einungis 49,3 prósent kosið gegn samningnum og því bæri, að mati samninganefndarinnar, að líta svo á að tilskilinn fjöldi til þess að fella samninginn hafi ekki náðst. Náttúrufræðingar töldu að ekki ætti að telja með auð atkvæði þegar heildarfjöldi atkvæða væri tilgreindur, því bæri svo að líta á að samningurinn hafi verið felldur. Endaði þetta með því að ríkið stefndi félaginu fyrir Félagsdóm til þess að fá úr því skorið hvort samningurinn hafi verið felldur eða ekki. Beitti lögjöfnun Félagsdómur kvað upp dóm sinn í gær og segir í niðurstöðu hans að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði, því bæri að líta svo á að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn hafi ekki fellt hann. Eins og sjá má fyrirsögn þessar tilkynningar Félags íslenskra náttúrufræðinga frá því apríl taldi félagið að samningurinn hafi verið felldur í atkvæðagreiðslu Í samtali við Vísi segir Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, að hún sé hreinlega orðlaus yfir niðurstöðu Félagsdóms. Bendir hún á að lítið sem ekkert standi um hvernig eigi að telja atkvæði í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og að Félagsdómur hafi beitt lögjöfnun við lög um kjarasamninga á almennum markaði. „Það sem kemur á óvart að mínu mati er að Félagsdómur kýs að beita lögjöfnun við lög um kjarasamninga sem eiga við um almenna markaðinn í stað þess að horfa til þess hver raunveruleg niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var,“ segir Maríanna. Þetta sæti furðu. „Í staðinn fyrir að horfa á óyggjandi niðurstöðu, að fleiri sögðu nei við samningnum en sögðu já, þá kjósa þeir að beita lögjöfnun sem mér finnst alveg með ólíkindum að skuli vera beitt.“ Þurfa að sætta sig við niðurstöðuna Félagsmenn geta lítið annað gert en að sætta sig við niðurstöðuna enda er ákvörðun Félagsdóms endanleg. Miðað við umræður á Facebook eru félagsmenn margir hverjir ekki ánægðir með niðurstöðuna og segir Maríanna að hún sé orðlaus yfir niðurstöðunni. „Þetta er með ólíkindum að þetta skuli vera niðurstaðan og ég er bara alveg orðlaus og lýsi furði minni yfir þessari niðurstöðu,“ segir Maríanna en niðurstaða Félagsdóms þýðir að félagsmenn félagsins hjá hinu opinbera eru bundnir af hinum nýja kjarasamningi þangað til í mars árið 2023.
Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent