Segir alvarlegt að kjaradeila hjúkrunarfræðinga fari í gerðardóm Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2020 21:31 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist vilja að félagsmenn hennar kynni sér vel samning félagsins við ríkið og að þeir myndi sér skoðanir á honum áður en atkvæði verða greidd um hann. Hún segir alvarlegt að hluta kjaradeilunnar hafi verið vísað til gerðardóms. Samningurinn var kynntur fyrir félagsmönnum FÍH á fundi í dag. „Okkur náttúrulega finnst það bara grafalvarlegt mál. Að við skulum vera stödd þar, árið 2020, að launaliður svona stórrar kvennastéttar, skuli fara tvisvar sinnum í röð í gerðardóm. Þetta er náttúrulega bara rannsóknarefni og hér þarf að taka upp þessi mál og skoða þau af mikilli alvöru,“ segir Guðbjörg. Verkfalli hjúkrunarfræðinga, sem átti að hefjast í dag, var afstýrt seint í gærkvöldi með samkomulagi um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Þó náðist ekki samstaða um launaliðinn, en Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í kjölfar fundar aðila að hann verði sendur til gerðardóms, sem hann kemur til með að skipa. Guðbjörg segir FÍH líta það alvarlegum augum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Vill ekki spá í spilin Aðspurð segist Guðbjörg ekki vilja spá fyrir um hvort félagsmenn FÍH samþykki þann samning sem nú liggur fyrir, og var kynntur í dag. „Eftir 15 mánaða setu í samninganefndinni með einn samning felldan þá spái ég ekki, og hef reyndar ekki gert. Ég vil bara 100% þátttöku af hálfu hjúkrunarfræðinga og að fólk myndi sér skoðanir.“ Hún segir að í samkomulaginu felist stytting vinnuvikunnar, sambærileg þeirri sem aðrar stéttir sem átt hafa í kjaraviðræðum við ríkið hafa fengið. Breytingar er lúta að styttri vinnuviku og bættu starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga taki gildi á næsta ári. Guðbjörg segir þann hluta samningsins veigamikinn þátt í öðrum samningum sem ríkið hefur gert undanfarið. Eins sé farið í þessum samningi. „Þetta er einn stærsti áhersluþátturinn af hálfu ríkisins og við fögnum því, því þetta var mjög stórt atriði í okkar kröfugerð, það er stytting vinnuvikunnar. Hún skiptir máli,“ segir Guðbjörg. Verkfall ef tillagan verður felld Guðbjörg segir að fari svo að tillagan sem nú verður borin undir félagsmenn FÍH verði felld, stefni allt í verkfall hjúkrunarfræðinga. „Ef tillagan er felld, þá stöndum við í nákvæmlega sömu sporum og við stóðum í gær. Þá bara förum við í verkfallsaðgerðir og höldum áfram baráttunni þar sem frá var horfið.“ Þá segir Guðbjörg að félagið verði að taka þeirri niðurstöðu sem gerðardómur kemst að. „Það er enginn að ákveða að ætla að biðja gerðardóm að ákveða launin sín. En við erum tilbúin að taka þeirri niðurstöðu, því það er það djúpstæð gjá á milli okkar og ríkisins, að við munum aldrei ná saman.“ Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26 Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist vilja að félagsmenn hennar kynni sér vel samning félagsins við ríkið og að þeir myndi sér skoðanir á honum áður en atkvæði verða greidd um hann. Hún segir alvarlegt að hluta kjaradeilunnar hafi verið vísað til gerðardóms. Samningurinn var kynntur fyrir félagsmönnum FÍH á fundi í dag. „Okkur náttúrulega finnst það bara grafalvarlegt mál. Að við skulum vera stödd þar, árið 2020, að launaliður svona stórrar kvennastéttar, skuli fara tvisvar sinnum í röð í gerðardóm. Þetta er náttúrulega bara rannsóknarefni og hér þarf að taka upp þessi mál og skoða þau af mikilli alvöru,“ segir Guðbjörg. Verkfalli hjúkrunarfræðinga, sem átti að hefjast í dag, var afstýrt seint í gærkvöldi með samkomulagi um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Þó náðist ekki samstaða um launaliðinn, en Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í kjölfar fundar aðila að hann verði sendur til gerðardóms, sem hann kemur til með að skipa. Guðbjörg segir FÍH líta það alvarlegum augum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Vill ekki spá í spilin Aðspurð segist Guðbjörg ekki vilja spá fyrir um hvort félagsmenn FÍH samþykki þann samning sem nú liggur fyrir, og var kynntur í dag. „Eftir 15 mánaða setu í samninganefndinni með einn samning felldan þá spái ég ekki, og hef reyndar ekki gert. Ég vil bara 100% þátttöku af hálfu hjúkrunarfræðinga og að fólk myndi sér skoðanir.“ Hún segir að í samkomulaginu felist stytting vinnuvikunnar, sambærileg þeirri sem aðrar stéttir sem átt hafa í kjaraviðræðum við ríkið hafa fengið. Breytingar er lúta að styttri vinnuviku og bættu starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga taki gildi á næsta ári. Guðbjörg segir þann hluta samningsins veigamikinn þátt í öðrum samningum sem ríkið hefur gert undanfarið. Eins sé farið í þessum samningi. „Þetta er einn stærsti áhersluþátturinn af hálfu ríkisins og við fögnum því, því þetta var mjög stórt atriði í okkar kröfugerð, það er stytting vinnuvikunnar. Hún skiptir máli,“ segir Guðbjörg. Verkfall ef tillagan verður felld Guðbjörg segir að fari svo að tillagan sem nú verður borin undir félagsmenn FÍH verði felld, stefni allt í verkfall hjúkrunarfræðinga. „Ef tillagan er felld, þá stöndum við í nákvæmlega sömu sporum og við stóðum í gær. Þá bara förum við í verkfallsaðgerðir og höldum áfram baráttunni þar sem frá var horfið.“ Þá segir Guðbjörg að félagið verði að taka þeirri niðurstöðu sem gerðardómur kemst að. „Það er enginn að ákveða að ætla að biðja gerðardóm að ákveða launin sín. En við erum tilbúin að taka þeirri niðurstöðu, því það er það djúpstæð gjá á milli okkar og ríkisins, að við munum aldrei ná saman.“
Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26 Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26
Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39