Telja ræktandann hafa leynt veikindum kattanna fyrir kaupendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2020 12:54 Baltasar, köttur Olgu, var með kvef og einhvers konar sýkingu í augum. Hann greindist síðar með caliciveiru. Mynd/Olga Ellefu eigendur Maine coon-katta frá kattaræktuninni Giant hearts í Suðurnesjabæ hafa tilkynnt ræktandann til Matvælastofnunar (MAST). Eigendurnir halda því fram að ræktandinn hafi vitað af veikindum kattanna, sem allir hafi reynst smitaðir af svokallaðri caliciveiru, en leynt því fyrir kaupendum og selt þá á fullu verði. MAST telur þó ekkert benda til þess að aðbúnaði kattanna sé ábótavant, samkvæmt tölvupósti frá stofnuninni sem ræktandinn birti á Facebook um helgina. Stofnunin hefur samkvæmt honum þegar kannað aðstæður hjá ræktuninni og metið sem svo að ekki sé um að ræða brot á lögum um velferð dýra. Olga Rockefeller er stofnandi Facebook-hópsins Stöðvum óforskammaða ræktendur! og hefur verið í forsvari fyrir eigendurna ellefu sem tilkynntu málið til MAST. Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi í janúar síðastliðnum keypt átta mánaða Maine coon-kettling, Baltasar, frá eiganda sem keypti hann hjá Giant hearts, kattaræktun í Suðurnesjabæ. „Ég tók á móti honum glöð rétt fyrir afmæli mannsins míns 3. janúar, æðislegur í alla staði, blíður og góður. En ég tók strax eftir því að hann var með kvef og hor og augun láku,“ segir Olga. Hún segir Baltasar svo hafa byrjað að hnerra mikið. Strax hafi orðið greinilegt að eitthvað amaði að kettinum. „Viku síðar, 10. janúar, veikist svo annar kötturinn minn, þriggja og hálfs mánaðar gamall. Heilbrigður köttur sem veiktist mjög alvarlega og var svo slappur að við fjölskyldan vorum hreinlega ekki viss um að hann hefði það af. Ég og dóttir mín litla lágum grátandi yfir honum, hann var svo máttlaus. Við fórum með hann til dýralæknis sem sagði okkur að það væri eins líklegt að hann dæi eða lifði.“ Olga Rockefeller stofnaði hópinn Stöðvum óforskammaða ræktendur! á Facebook.Aðsend Þurfti að láta fjarlægja tennurnar með aðgerð Baltasar, sem og hinn köttur Olgu, var að endingu greindur með caliciveiru, ólæknandi veiru sem veldur kvefi, öndunarfærasýkingum og öðrum kvillum í köttum. Dýralæknir tjáði Olgu að Baltasar hefði líklega fengið veiruna frá móður sinni og að endingu smitað hinn köttinn hennar. Systkini Baltasars úr sama goti væru jafnframt sennilega líka með veiruna. „Ég fór þá að leita að hinum eigendunum úr sama goti. Þetta voru sex kettlingar og ég fann þrjá eigendur af sex. Við byrjum að tala saman og það var sama sagan með kettina okkar, allir með vökva í augum og hnerra.“ Um mánuði síðar segir Olga að einn umræddra eigenda hafi orðið var við miklar bólgur í munni kattar síns. Þar reyndist að sögn Olgu um að ræða stomatitis, sjúkdóm sem veiran getur valdið. „Hann var svo bólginn að tennurnar sáust nær ekki. Hún fór með köttinn til dýralæknis sem segir að þetta sé út af veirunni. Það reyndist þurfa að taka tennurnar úr kettinum og hann fór í aðgerð. Eigandinn var auðvitað afskaplega leið. Við byrjum þá að hafa áhyggjur af þessu og kíktum upp í munn hjá okkar köttum, sem reyndust með þetta sama en þó í aðeins betra ástandi. Við fórum þannig öll með kettina okkar til læknis og allir voru með stomatitis.“ Segir móðurinni hafa verið lógað Olga segir að veikindi kattanna hafi þá verið tilkynnt til ræktandans, Birnu Hrafnsdóttur. Hún hafi sagst hafa skoðað móðurina, sem reyndist glíma við sömu veikindi, og í kjölfarið tekið hana úr ræktun. Samkvæmt vottorði sem merkt er Dýralæknastofu Suðurnesja, sem Olga birti á umræddum Facebook-hóp, var móður kettlinganna lógað í lok mars eftir að hafa sýnt einkenni stomatitis. Baltasar fór að endingu einnig í tanntöku í lok maí. Olga segist í kjölfarið hafa byrjað að leita uppi aðra eigendur katta frá Giant hearts-ræktuninni og einnig birt færslur um málið ýmsum kattahópum á Facebook. Tannhold kattar eins eigendanna var afar bólgið, líkt og sjá má á þessari mynd. Kötturinn fór að endingu í tanntöku.Olga „En þeim var bara eytt. Ég veit ekki af hverju er verið að þagga niður þetta mál, ég er verulega ósátt yfir því,“ segir Olga. Fleiri eigendur Giant hearts-katta hófu þó að hafa samband við Olgu. Hún segir að ýmis heilsufarsvandamál og kvillar hafi uppgötvast í köttunum. „Fleiri kettlingar eru blindir, tannlausir og sumir bara dánir. Því miður. Því miður eru allir kettlingarnir sem ég hef heyrt um meira eða minna veikir,“ segir Olga. Snýst ekki um peninga heldur réttlæti Alls sameinuðust að endingu ellefu eigendur katta frá Giant hearts, þar á meðal Olga, um að tilkynna málið til MAST 1. maí síðastliðinn. Málið var einnig tilkynnt til stjórnar Kynjakatta, kattaræktunarfélags Íslands. Eigendurnir halda því fram að ræktandinn hafi vitað af veikindum kattanna og leynt því fyrir kaupendum. Kettirnir séu svo seldir á kostnaðarverði, 150 þúsund krónur, þrátt fyrir að vera veikir. Í tilkynningu eigenda er því haldið fram að vitað sé um a.m.k. fimm got á tímabilinu apríl 2018 til nóvember 2019 sem þetta á við. Þá er því einnig haldið fram að dýrin búi við slæman aðbúnað heima hjá ræktandanum. Olga segir að málið snúist alls ekki um peninga heldur réttlæti og velferð kattanna. „Peningar skipta mig engu máli. Það sem ég er að leita að er réttlæti og ég vil vara alla hina eigendur eða væntanlega kaupendur við að kaupa kettlinga hjá þessari ræktun.“ Veikindin ekki ættgeng Birna Hrafnsdóttir, eigandi Giant hearts-ræktunarinnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því á föstudag. Hún segir þó í samtali við Fréttablaðið, sem birti umfjöllun um málið á laugardag, að veikindi kattanna séu ekki ættgeng. Þá verði allir kettir prófaðir og málið skoðað. Fulltrúar frá MAST hafi jafnframt þegar komið og tekið út aðstæður hjá ræktuninni, án athugasemda. Birna birti á Facebook-síðu sinni 11. maí síðastliðinn skjáskot af tölvupósti frá MAST, þar sem staðfest er að stofnunin hafi farið í eftirlit til hennar og kannað aðstæður. Þar segir að ekkert athugavert hafi fundist við skoðun, kettirnir litið vel út og virst vel hirtir. Ábendingunni verði lokað án eftirmála þar sem ekkert bendi til þess að um hafi verið að ræða brot á lögum um dýravelferð. Skjáskot af tölvupóstinum, sem birt var á Facebook-síðu Giant hearts 20. júní, má sjá hér að neðan. Vísir hefur einnig leitað viðbragða hjá Sigurði Ara Tryggvasyni formanni Kynjakatta en ekki hefur náðst í hann í dag. Samkvæmt upplýsingum frá MAST tjáir stofnunin sig ekki um einstök mál og því ekki hægt að fá staðfest hvort MAST sé með mál Giant hearts á sínu borði. Almennt fylgir stofnunin þó eftir öllum ábendingum og grípur til aðgerða ef þörf þykir á. Þá eru tilkynnendur jafnan ekki upplýstir um málalyktir. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Ellefu eigendur Maine coon-katta frá kattaræktuninni Giant hearts í Suðurnesjabæ hafa tilkynnt ræktandann til Matvælastofnunar (MAST). Eigendurnir halda því fram að ræktandinn hafi vitað af veikindum kattanna, sem allir hafi reynst smitaðir af svokallaðri caliciveiru, en leynt því fyrir kaupendum og selt þá á fullu verði. MAST telur þó ekkert benda til þess að aðbúnaði kattanna sé ábótavant, samkvæmt tölvupósti frá stofnuninni sem ræktandinn birti á Facebook um helgina. Stofnunin hefur samkvæmt honum þegar kannað aðstæður hjá ræktuninni og metið sem svo að ekki sé um að ræða brot á lögum um velferð dýra. Olga Rockefeller er stofnandi Facebook-hópsins Stöðvum óforskammaða ræktendur! og hefur verið í forsvari fyrir eigendurna ellefu sem tilkynntu málið til MAST. Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi í janúar síðastliðnum keypt átta mánaða Maine coon-kettling, Baltasar, frá eiganda sem keypti hann hjá Giant hearts, kattaræktun í Suðurnesjabæ. „Ég tók á móti honum glöð rétt fyrir afmæli mannsins míns 3. janúar, æðislegur í alla staði, blíður og góður. En ég tók strax eftir því að hann var með kvef og hor og augun láku,“ segir Olga. Hún segir Baltasar svo hafa byrjað að hnerra mikið. Strax hafi orðið greinilegt að eitthvað amaði að kettinum. „Viku síðar, 10. janúar, veikist svo annar kötturinn minn, þriggja og hálfs mánaðar gamall. Heilbrigður köttur sem veiktist mjög alvarlega og var svo slappur að við fjölskyldan vorum hreinlega ekki viss um að hann hefði það af. Ég og dóttir mín litla lágum grátandi yfir honum, hann var svo máttlaus. Við fórum með hann til dýralæknis sem sagði okkur að það væri eins líklegt að hann dæi eða lifði.“ Olga Rockefeller stofnaði hópinn Stöðvum óforskammaða ræktendur! á Facebook.Aðsend Þurfti að láta fjarlægja tennurnar með aðgerð Baltasar, sem og hinn köttur Olgu, var að endingu greindur með caliciveiru, ólæknandi veiru sem veldur kvefi, öndunarfærasýkingum og öðrum kvillum í köttum. Dýralæknir tjáði Olgu að Baltasar hefði líklega fengið veiruna frá móður sinni og að endingu smitað hinn köttinn hennar. Systkini Baltasars úr sama goti væru jafnframt sennilega líka með veiruna. „Ég fór þá að leita að hinum eigendunum úr sama goti. Þetta voru sex kettlingar og ég fann þrjá eigendur af sex. Við byrjum að tala saman og það var sama sagan með kettina okkar, allir með vökva í augum og hnerra.“ Um mánuði síðar segir Olga að einn umræddra eigenda hafi orðið var við miklar bólgur í munni kattar síns. Þar reyndist að sögn Olgu um að ræða stomatitis, sjúkdóm sem veiran getur valdið. „Hann var svo bólginn að tennurnar sáust nær ekki. Hún fór með köttinn til dýralæknis sem segir að þetta sé út af veirunni. Það reyndist þurfa að taka tennurnar úr kettinum og hann fór í aðgerð. Eigandinn var auðvitað afskaplega leið. Við byrjum þá að hafa áhyggjur af þessu og kíktum upp í munn hjá okkar köttum, sem reyndust með þetta sama en þó í aðeins betra ástandi. Við fórum þannig öll með kettina okkar til læknis og allir voru með stomatitis.“ Segir móðurinni hafa verið lógað Olga segir að veikindi kattanna hafi þá verið tilkynnt til ræktandans, Birnu Hrafnsdóttur. Hún hafi sagst hafa skoðað móðurina, sem reyndist glíma við sömu veikindi, og í kjölfarið tekið hana úr ræktun. Samkvæmt vottorði sem merkt er Dýralæknastofu Suðurnesja, sem Olga birti á umræddum Facebook-hóp, var móður kettlinganna lógað í lok mars eftir að hafa sýnt einkenni stomatitis. Baltasar fór að endingu einnig í tanntöku í lok maí. Olga segist í kjölfarið hafa byrjað að leita uppi aðra eigendur katta frá Giant hearts-ræktuninni og einnig birt færslur um málið ýmsum kattahópum á Facebook. Tannhold kattar eins eigendanna var afar bólgið, líkt og sjá má á þessari mynd. Kötturinn fór að endingu í tanntöku.Olga „En þeim var bara eytt. Ég veit ekki af hverju er verið að þagga niður þetta mál, ég er verulega ósátt yfir því,“ segir Olga. Fleiri eigendur Giant hearts-katta hófu þó að hafa samband við Olgu. Hún segir að ýmis heilsufarsvandamál og kvillar hafi uppgötvast í köttunum. „Fleiri kettlingar eru blindir, tannlausir og sumir bara dánir. Því miður. Því miður eru allir kettlingarnir sem ég hef heyrt um meira eða minna veikir,“ segir Olga. Snýst ekki um peninga heldur réttlæti Alls sameinuðust að endingu ellefu eigendur katta frá Giant hearts, þar á meðal Olga, um að tilkynna málið til MAST 1. maí síðastliðinn. Málið var einnig tilkynnt til stjórnar Kynjakatta, kattaræktunarfélags Íslands. Eigendurnir halda því fram að ræktandinn hafi vitað af veikindum kattanna og leynt því fyrir kaupendum. Kettirnir séu svo seldir á kostnaðarverði, 150 þúsund krónur, þrátt fyrir að vera veikir. Í tilkynningu eigenda er því haldið fram að vitað sé um a.m.k. fimm got á tímabilinu apríl 2018 til nóvember 2019 sem þetta á við. Þá er því einnig haldið fram að dýrin búi við slæman aðbúnað heima hjá ræktandanum. Olga segir að málið snúist alls ekki um peninga heldur réttlæti og velferð kattanna. „Peningar skipta mig engu máli. Það sem ég er að leita að er réttlæti og ég vil vara alla hina eigendur eða væntanlega kaupendur við að kaupa kettlinga hjá þessari ræktun.“ Veikindin ekki ættgeng Birna Hrafnsdóttir, eigandi Giant hearts-ræktunarinnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því á föstudag. Hún segir þó í samtali við Fréttablaðið, sem birti umfjöllun um málið á laugardag, að veikindi kattanna séu ekki ættgeng. Þá verði allir kettir prófaðir og málið skoðað. Fulltrúar frá MAST hafi jafnframt þegar komið og tekið út aðstæður hjá ræktuninni, án athugasemda. Birna birti á Facebook-síðu sinni 11. maí síðastliðinn skjáskot af tölvupósti frá MAST, þar sem staðfest er að stofnunin hafi farið í eftirlit til hennar og kannað aðstæður. Þar segir að ekkert athugavert hafi fundist við skoðun, kettirnir litið vel út og virst vel hirtir. Ábendingunni verði lokað án eftirmála þar sem ekkert bendi til þess að um hafi verið að ræða brot á lögum um dýravelferð. Skjáskot af tölvupóstinum, sem birt var á Facebook-síðu Giant hearts 20. júní, má sjá hér að neðan. Vísir hefur einnig leitað viðbragða hjá Sigurði Ara Tryggvasyni formanni Kynjakatta en ekki hefur náðst í hann í dag. Samkvæmt upplýsingum frá MAST tjáir stofnunin sig ekki um einstök mál og því ekki hægt að fá staðfest hvort MAST sé með mál Giant hearts á sínu borði. Almennt fylgir stofnunin þó eftir öllum ábendingum og grípur til aðgerða ef þörf þykir á. Þá eru tilkynnendur jafnan ekki upplýstir um málalyktir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira