Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2020 18:45 Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. Þeir gagnrýna að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að málinu og óttast að 5G kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar þjóðarinnar, þrátt fyrir að vísindafólk haldi öðru fram. Í lok aprílmánaðar úthlutaði Póst- og fjarskiptastofnun svokölluðum tíðniheimildum svo að veita megi 5G-þjónustu á Íslandi. Úthlutunin var til þriggja fjarskiptafyrirtækja sem m.a. starfrækja 4G farnet; Símans, Nova og Sýnar. Hópur Íslendinga hefur kært þessa úthlutun og er aðalkrafa hans að úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála felli hana úr gildi. Til vara er þess krafist að úthlutuninni verði frestað meðan kannað er hvort hún þurfi að sæta umhverfismati þar sem hópurinn telur „þráðlausa tækni fjalla um umhverfismál vegna þeirrar víðtæku líffræðilegu áhrifa sem sem þessi geislun hefur á umhverfi og líf fólks.“ Finnur fyrir óþægindum vegna geislunar Andrína Guðrún Jónsdóttir er ein kærenda og segir hópinn hafa ráðist í kæruferlið til að spyrna við fótum. „Við erum meðvituð um að þetta er mengun, skaðar heilsu fólks og það hefur ekki verið tekið tillit til heilsufarslegra þátta. Okkur þykir mikilvægt að þetta fari í eðlilegt ferli,“ segir Andrína. Í því samhengi megi nefna að hópnum þykir gagnrýnivert að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að úthlutun tíðniheimildanna, engin umræða hafi átt sér stað um þessa þróun hérlendis auk þess að úthlutunin sætti ekki umhverfismati sem fyrr segir. Andrína segist hafa fundið fyrir óþægindum vegna rafbylgja á eigin skinni. „Ég fékk rafóþol fyrir 11 árum þegar ég vann við skóla þar sem var sett upp mastur. Stuttu seinna fékk ég alls konar einkenni sem að endanum urðu til þess að ég varð að hætta að vinna á þessum stað,“ segir Andrína. „Ég lenti í miklum hremmingum með heilsu mína og hef lært að það skiptir máli að ég sé þar sem er lítil rafmengun.“ Vísindamenn áhyggjulausir Alþjóðastofnanir og vísindamenn hafa reynt að slá á áhyggjur af áhrifum 5G á heilsu fólks. Lektor í geislafræði við Háskóla Íslands segir þannig að nær enginn munur sé á líffræðilegum áhrifum 5G og eldri tækni og Alþjóðaheilbirgðisstofnunin býst ekki við að 5G ógni lýðheilsu. Geislavarnir Ríkisins segja að ekki hafi verið sýnt fram á að fyrir hendi séu skaðleg áhrif rafsegulsviða þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum Alþjóðageislavarnarráðsins, sem gilda hér á landi. Evrópusambandið tekur í sama streng, eins og reifað er í kynningarmyndbandi ESB hér að neðan: Hvers vegna efast hópurinn um þessar niðurstöður? „Í fyrsta lagi finnum við það á eigin skinni. Við höfum fundið það á eigin heilsu að það skiptir máli að við séum ekki í mikilli geislun,“ segir Andrína. „Svo höfum við líka kynnt okkur alls konar rannsóknarniðurstöður sem að benda til annars. Það er mikilvægt að tekið sé tillit til þess líka að vísindamenn eru ekki sammála.“ Andrína telur því mikilvægt að tekin verði umræða um „alla þætti þessa máls,“ áður en frekari þróun verður í þessa átt. „Því að þetta snertir alla, ekki bara mig.“ Sýn rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar Fjarskipti Tækni Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. Þeir gagnrýna að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að málinu og óttast að 5G kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar þjóðarinnar, þrátt fyrir að vísindafólk haldi öðru fram. Í lok aprílmánaðar úthlutaði Póst- og fjarskiptastofnun svokölluðum tíðniheimildum svo að veita megi 5G-þjónustu á Íslandi. Úthlutunin var til þriggja fjarskiptafyrirtækja sem m.a. starfrækja 4G farnet; Símans, Nova og Sýnar. Hópur Íslendinga hefur kært þessa úthlutun og er aðalkrafa hans að úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála felli hana úr gildi. Til vara er þess krafist að úthlutuninni verði frestað meðan kannað er hvort hún þurfi að sæta umhverfismati þar sem hópurinn telur „þráðlausa tækni fjalla um umhverfismál vegna þeirrar víðtæku líffræðilegu áhrifa sem sem þessi geislun hefur á umhverfi og líf fólks.“ Finnur fyrir óþægindum vegna geislunar Andrína Guðrún Jónsdóttir er ein kærenda og segir hópinn hafa ráðist í kæruferlið til að spyrna við fótum. „Við erum meðvituð um að þetta er mengun, skaðar heilsu fólks og það hefur ekki verið tekið tillit til heilsufarslegra þátta. Okkur þykir mikilvægt að þetta fari í eðlilegt ferli,“ segir Andrína. Í því samhengi megi nefna að hópnum þykir gagnrýnivert að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að úthlutun tíðniheimildanna, engin umræða hafi átt sér stað um þessa þróun hérlendis auk þess að úthlutunin sætti ekki umhverfismati sem fyrr segir. Andrína segist hafa fundið fyrir óþægindum vegna rafbylgja á eigin skinni. „Ég fékk rafóþol fyrir 11 árum þegar ég vann við skóla þar sem var sett upp mastur. Stuttu seinna fékk ég alls konar einkenni sem að endanum urðu til þess að ég varð að hætta að vinna á þessum stað,“ segir Andrína. „Ég lenti í miklum hremmingum með heilsu mína og hef lært að það skiptir máli að ég sé þar sem er lítil rafmengun.“ Vísindamenn áhyggjulausir Alþjóðastofnanir og vísindamenn hafa reynt að slá á áhyggjur af áhrifum 5G á heilsu fólks. Lektor í geislafræði við Háskóla Íslands segir þannig að nær enginn munur sé á líffræðilegum áhrifum 5G og eldri tækni og Alþjóðaheilbirgðisstofnunin býst ekki við að 5G ógni lýðheilsu. Geislavarnir Ríkisins segja að ekki hafi verið sýnt fram á að fyrir hendi séu skaðleg áhrif rafsegulsviða þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum Alþjóðageislavarnarráðsins, sem gilda hér á landi. Evrópusambandið tekur í sama streng, eins og reifað er í kynningarmyndbandi ESB hér að neðan: Hvers vegna efast hópurinn um þessar niðurstöður? „Í fyrsta lagi finnum við það á eigin skinni. Við höfum fundið það á eigin heilsu að það skiptir máli að við séum ekki í mikilli geislun,“ segir Andrína. „Svo höfum við líka kynnt okkur alls konar rannsóknarniðurstöður sem að benda til annars. Það er mikilvægt að tekið sé tillit til þess líka að vísindamenn eru ekki sammála.“ Andrína telur því mikilvægt að tekin verði umræða um „alla þætti þessa máls,“ áður en frekari þróun verður í þessa átt. „Því að þetta snertir alla, ekki bara mig.“ Sýn rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar
Fjarskipti Tækni Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira