Mikilvægt að nýta hverja mínútu á þingi en útiloka fund á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 11:32 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki koma til greina að fundað verði á Alþingi á morgun. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki veita af því að nýta hverja einustu mínútu sem hægt sé að nýta fyrir Alþingi að koma saman. Það sé sérstaklega þarf vegna faraldursins, sem frestaði verulega störfum þingsins. Þing kemur saman í dag og hófst þingfundur klukkan 10:30. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Það veitir bara ekkert af tímanum, að nýta hann til fulls. Við erum enn auðvitað að reyna að stefna á þinglok í síðari hluta næstu viku og þá þarf að nýta hverja stund, bæði fyrir fundarhöld í salnum og líka hafa nefndirnar unnið af kappi og eru nú svona að sjá til lands og munu flestar ljúka afgreiðslu mála á helginni eða í byrjun næstu viku,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki koma til greina að fundað verði á morgun, sunnudag. „Hér er ekki fundað á sunnudögum en við getum lent inni í aðfaranótt sunnudags ef því er að skipta en það eru engin fordæmi hreinlega um það að fundur sé settur á sunnudegi á Alþingi.“ Mikinn tíma hefur tekið að ræða samgöngumál á Alþingi undanfarið. Steingrímur segist ekki áhyggjufullur um að of langan tíma muni taka að ljúka umræðu um þau mál. Það verði hins vegar bara að koma í ljós. „Auðvitað er þetta mjög stór pakki, þessi samgöngumál. Þetta eru sennilega stærstu einstöku málin sem eru hér undir í þinglokunum. Þetta eru gríðarlega miklar framkvæmdir og ýmis nýbreytni í þessu, það er verið að ráðstafa þarna og setja í farveg ráðstöfun mikilla viðbótarfjármuna sem hefur verið í tveimur umferðum bætt inn í samgöngumálin.“ „Þetta er ramminn utan um mjög miklar ráðstafanir og framkvæmdir þannig að þetta eru stór mál og ekkert við það að athuga að það séu talsverðar umræður. Svo verður bara hver að meta það fyrir sig þegar þær fara að taka á sig svolítið annan svip og bara einn flokkur er eftir í þeim.“ Vika er til stefnu ef áætlun Alþingis á að standast og segir Steingrímur að stjórnarandstaðan muni vonandi fá tækifæri til að koma sínum málum á framfæri fyrir þinglok samkvæmt samningi. „Þau samtöl hafa nú öll verið í gangi og ég vona bara og hvet til þess að þau haldi áfram og já, þar er auðvitað líka verið að tala um það að mæta óskum stjórnarandstöðunnar um afgreiðslu á einhverjum þingmannamálum. Eða þingflokkanna, því það mundi taka til þingmannamála úr stjórnarliðinu líka.“ „Svo kannski aðalátökin um það hvaða málum komi til greina að fresta. Það er nú oft það sem ekki síst er tekist á um,“ segir Steingrímur. Til greina gæti komið segir Steingrímur að þingið komi saman eftir forsetakosningar ef þess þarf. „Helst þarf það að vera hluti af samkomulagi um það hvernig þetta allt saman gengur upp. Síðan er að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að þing komi aftur saman undir haustið.“ Alþingi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki veita af því að nýta hverja einustu mínútu sem hægt sé að nýta fyrir Alþingi að koma saman. Það sé sérstaklega þarf vegna faraldursins, sem frestaði verulega störfum þingsins. Þing kemur saman í dag og hófst þingfundur klukkan 10:30. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Það veitir bara ekkert af tímanum, að nýta hann til fulls. Við erum enn auðvitað að reyna að stefna á þinglok í síðari hluta næstu viku og þá þarf að nýta hverja stund, bæði fyrir fundarhöld í salnum og líka hafa nefndirnar unnið af kappi og eru nú svona að sjá til lands og munu flestar ljúka afgreiðslu mála á helginni eða í byrjun næstu viku,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki koma til greina að fundað verði á morgun, sunnudag. „Hér er ekki fundað á sunnudögum en við getum lent inni í aðfaranótt sunnudags ef því er að skipta en það eru engin fordæmi hreinlega um það að fundur sé settur á sunnudegi á Alþingi.“ Mikinn tíma hefur tekið að ræða samgöngumál á Alþingi undanfarið. Steingrímur segist ekki áhyggjufullur um að of langan tíma muni taka að ljúka umræðu um þau mál. Það verði hins vegar bara að koma í ljós. „Auðvitað er þetta mjög stór pakki, þessi samgöngumál. Þetta eru sennilega stærstu einstöku málin sem eru hér undir í þinglokunum. Þetta eru gríðarlega miklar framkvæmdir og ýmis nýbreytni í þessu, það er verið að ráðstafa þarna og setja í farveg ráðstöfun mikilla viðbótarfjármuna sem hefur verið í tveimur umferðum bætt inn í samgöngumálin.“ „Þetta er ramminn utan um mjög miklar ráðstafanir og framkvæmdir þannig að þetta eru stór mál og ekkert við það að athuga að það séu talsverðar umræður. Svo verður bara hver að meta það fyrir sig þegar þær fara að taka á sig svolítið annan svip og bara einn flokkur er eftir í þeim.“ Vika er til stefnu ef áætlun Alþingis á að standast og segir Steingrímur að stjórnarandstaðan muni vonandi fá tækifæri til að koma sínum málum á framfæri fyrir þinglok samkvæmt samningi. „Þau samtöl hafa nú öll verið í gangi og ég vona bara og hvet til þess að þau haldi áfram og já, þar er auðvitað líka verið að tala um það að mæta óskum stjórnarandstöðunnar um afgreiðslu á einhverjum þingmannamálum. Eða þingflokkanna, því það mundi taka til þingmannamála úr stjórnarliðinu líka.“ „Svo kannski aðalátökin um það hvaða málum komi til greina að fresta. Það er nú oft það sem ekki síst er tekist á um,“ segir Steingrímur. Til greina gæti komið segir Steingrímur að þingið komi saman eftir forsetakosningar ef þess þarf. „Helst þarf það að vera hluti af samkomulagi um það hvernig þetta allt saman gengur upp. Síðan er að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að þing komi aftur saman undir haustið.“
Alþingi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira