Hefja framkvæmdir við nýja byggð á Vatnsleysuströnd Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2020 08:10 Nýja hverfið í Vogum rís austan við núverandi byggð. Sjá má vinnuvélar skammt utan við knattspyrnuvöllinn. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins. Fjallað var um uppbygginguna í fréttum Stöðvar 2. Í Sveitarfélaginu Vogum búa núna um 1.300 manns en nýja hverfið rís austan við núverandi þéttbýli. Ef áformin ganga eftir gæti íbúafjöldinn nærri þrefaldast á næsta áratug. Félagið Grænabyggð ehf. fer fyrir verkefninu sem hófst á gatnagerð. Gert er ráð fyrir að hverfið byggist upp í áföngum en áformað er að þarna rísi áttahundruð íbúðir á næstu tíu árum. Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hverfið verður blanda af sérbýlis- og fjölbýlishúsum og ætlað að höfða jafnt til yngri sem eldri kaupenda. Skipuleggjendur leggja þó áherslu á minni íbúðir. Hverfið er tengt núverandi byggð og því sagt stutt í helstu þjónustu. Allir innviðir séu þegar til staðar og ráði þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni en samhliða stækkun hverfisins er áformað að reisa bæði nýjan leik- og grunnskóla í hverfinu á næstu árum. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ef að þessi áform ganga öll eftir þá erum við að tala um 2.000-2.500 manns sem bætast við. Það er allavega ríflega tvöföldun. Það er heilmikil áskorun fólgin í því fyrir sveitarfélagið að takast á við það að geta veitt þessum aukna fjölda viðunandi þjónustu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóra Voga. -Hvenær fara svo fyrstu fjölskyldurnar að flytja inn? „Ég á mér þann draum að hér geti svona með næsta vori, - verði þá fluttar inn fyrstu fjölskyldurnar,“ svarar Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf. Nánar er rætt við þá Sverri og Ásgeir um nýju byggðina í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Vogar Skipulag Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins. Fjallað var um uppbygginguna í fréttum Stöðvar 2. Í Sveitarfélaginu Vogum búa núna um 1.300 manns en nýja hverfið rís austan við núverandi þéttbýli. Ef áformin ganga eftir gæti íbúafjöldinn nærri þrefaldast á næsta áratug. Félagið Grænabyggð ehf. fer fyrir verkefninu sem hófst á gatnagerð. Gert er ráð fyrir að hverfið byggist upp í áföngum en áformað er að þarna rísi áttahundruð íbúðir á næstu tíu árum. Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hverfið verður blanda af sérbýlis- og fjölbýlishúsum og ætlað að höfða jafnt til yngri sem eldri kaupenda. Skipuleggjendur leggja þó áherslu á minni íbúðir. Hverfið er tengt núverandi byggð og því sagt stutt í helstu þjónustu. Allir innviðir séu þegar til staðar og ráði þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni en samhliða stækkun hverfisins er áformað að reisa bæði nýjan leik- og grunnskóla í hverfinu á næstu árum. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ef að þessi áform ganga öll eftir þá erum við að tala um 2.000-2.500 manns sem bætast við. Það er allavega ríflega tvöföldun. Það er heilmikil áskorun fólgin í því fyrir sveitarfélagið að takast á við það að geta veitt þessum aukna fjölda viðunandi þjónustu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóra Voga. -Hvenær fara svo fyrstu fjölskyldurnar að flytja inn? „Ég á mér þann draum að hér geti svona með næsta vori, - verði þá fluttar inn fyrstu fjölskyldurnar,“ svarar Sverrir Pálmason, framkvæmdastjóri Grænubyggðar ehf. Nánar er rætt við þá Sverri og Ásgeir um nýju byggðina í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Vogar Skipulag Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira