Þreyttar á að bíða eftir nýrri stjórnarskrá og taka málin í sínar hendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júní 2020 11:49 Konurnar gengu fylktu liði að Alþingishúsinu í hádeginu. Aðsend Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá mun í dag, á kvenréttindadaginn, fylkja liði í Mæðragarðinum við Lækjargötu og heiðra nýju stjórnarskrána. Í dag ýtti félagið úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Eins gaf félagið út kynningarmyndband um hina nýju stjórnarskrá í dag. Í samtali við Vísi segir Helga Baldvins Bjargardóttir, forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá, að þær 13.500 konur sem félagið telur séu orðnar þreyttar á að bíða. „Við ætlum bara að taka málin í okkar eigin hendur. Við erum að skipuleggja okkur út um allt land. Ætlum að gera eitthvað skemmtilegt og vekja athygli á því að það á eftir að lögfesta nýju stjórnarskrána, sem þjóðin kaus um í atkvæðagreiðslu árið 2012,“ segir Helga. Hún segir konur á Íslandi vera að vakna til vitundar um kraft sinn og þær telji stjórnarskrána byggja á kvenlegum gildum á borð við sjálfstæði, jafnrétti og valddreifingu. Frá fundi félagsins í hádeginu.Aðsend „Sitjandi valdhöfum gengur mjög illa að dreifa valdinu og takmarka vald sitt sjálfir. Við ætlum bara að koma og hjálpa þeim.“ Helga gerir ráð fyrir að rúmlega hundrað konur í samtökunum komi saman nú klukkan 12 í Mæðragarðinum við Lækjargötu. Þaðan verður haldið sem leið liggur á Austurvöll þar sem sungin verða lög til heiðurs hinni nýju, ólögfestu stjórnarskrá. Í dag ýttu samtökin úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti stjórnarskrána sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Hér má nálgast söfnunina, en þegar þetta er skrifað hafa tæplega 600 manns sett nafn sitt á listann. Þá birtu samtökin í dag sérstakt kynningarmyndband um nýju stjórnarskrána, ferlið á bak við hana og ástæður þess að hún hefur ekki enn verið lögfest. Myndbandið má sjá hér að neðan. https://listar.island.is/Stydjum/nyjustjornarskrana Kæru Íslendingar, nú er kominn tími til að Alþingi virði...Posted by Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá on Friday, 19 June 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Stjórnarskrá Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Sjá meira
Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá mun í dag, á kvenréttindadaginn, fylkja liði í Mæðragarðinum við Lækjargötu og heiðra nýju stjórnarskrána. Í dag ýtti félagið úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Eins gaf félagið út kynningarmyndband um hina nýju stjórnarskrá í dag. Í samtali við Vísi segir Helga Baldvins Bjargardóttir, forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá, að þær 13.500 konur sem félagið telur séu orðnar þreyttar á að bíða. „Við ætlum bara að taka málin í okkar eigin hendur. Við erum að skipuleggja okkur út um allt land. Ætlum að gera eitthvað skemmtilegt og vekja athygli á því að það á eftir að lögfesta nýju stjórnarskrána, sem þjóðin kaus um í atkvæðagreiðslu árið 2012,“ segir Helga. Hún segir konur á Íslandi vera að vakna til vitundar um kraft sinn og þær telji stjórnarskrána byggja á kvenlegum gildum á borð við sjálfstæði, jafnrétti og valddreifingu. Frá fundi félagsins í hádeginu.Aðsend „Sitjandi valdhöfum gengur mjög illa að dreifa valdinu og takmarka vald sitt sjálfir. Við ætlum bara að koma og hjálpa þeim.“ Helga gerir ráð fyrir að rúmlega hundrað konur í samtökunum komi saman nú klukkan 12 í Mæðragarðinum við Lækjargötu. Þaðan verður haldið sem leið liggur á Austurvöll þar sem sungin verða lög til heiðurs hinni nýju, ólögfestu stjórnarskrá. Í dag ýttu samtökin úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti stjórnarskrána sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Hér má nálgast söfnunina, en þegar þetta er skrifað hafa tæplega 600 manns sett nafn sitt á listann. Þá birtu samtökin í dag sérstakt kynningarmyndband um nýju stjórnarskrána, ferlið á bak við hana og ástæður þess að hún hefur ekki enn verið lögfest. Myndbandið má sjá hér að neðan. https://listar.island.is/Stydjum/nyjustjornarskrana Kæru Íslendingar, nú er kominn tími til að Alþingi virði...Posted by Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá on Friday, 19 June 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Stjórnarskrá Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Sjá meira