Ekki fleiri heimilisofbeldismál á borð lögreglu í einum mánuði frá 2015 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. júní 2020 07:00 Lögregla hefur kallað eftir því að ákvæði um umsáturseinelti verði sett í hegningarlög. Vísir/Vilhelm Frá árinu 2015 hafa heimilisofbeldismál hér á landi aldrei verið fleiri í einum mánuði en nú í maí. Málin voru nítján prósent fleiri eftir sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Málið kom til umræðu á alþingi í gær með fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanns Miðflokksins um þróun síðustu ára. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir erfitt á þessari stundu hvort brotum hafi í í raun fjölgað eða hvort tilkynningum fari fjölgandi frá því að samkomutakmarkanir voru settar á vegna kórónuveirufaraldursins. „Mikilvægt er að fylgjast vel með þessari þróun til að meta hvort það hafi orðið raunbreytingar á fjölda brota en til þess þarf að skoða reynslu almennings að brotum samhliða gögnum lögreglu og er slíkt gert til dæmis með þolendakönnun sem lögregla framkvæmir árlega í upphafi hvers árs,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra í svari sínu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum um heimilisofbeldi á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm 207 tilkynningar um heimilsofbeldi í apríl og maí Tilkynningar um heimilisofbeldi voru 106 í maí og 101 í apríl. Málum fjölgaði í sjö af níu embættum lögreglunnar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og er mesta aukningin hjá þremur stærstu embættunum. Dómsmálaráðherra segir að heilmargt gott hafi áunnist í málaflokknum síðustu ár og að enn sé verið að vinna að frekari umbótum. „Kallað hefur verið frá því frá lögreglunni að ákvæði um umsáturseinelti í hegningarlögin og hugsa ég að ég komu með frumvarp í haust með þeirri breytingu og eru þessar breytingar til þess fallnar til þess að auka vernd þolanda fyrir ágangi brotamanna sem byrjar oft með heimilisofbeldi,“ sagði Áslaug. Heimilisofbeldi var rætt á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Heimilisofbeldi verður ekki liðið Í maí skipuðu dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra aðgerðarteymi gegn heimilisofbeldi vegna þeirra aukningar sem hefur orðið. „Ofbeldi geng börnum á tímum Covid-19 og aðgerðirnar munu miða sérstaklega að viðkvæmum hópum. Það með talið börnum, konum af erlendum uppruna, öldruðum og fötluðum sem reynst hefur í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi,“ sagði Áslaug. Lögreglan Alþingi Félagsmál Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Frá árinu 2015 hafa heimilisofbeldismál hér á landi aldrei verið fleiri í einum mánuði en nú í maí. Málin voru nítján prósent fleiri eftir sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Málið kom til umræðu á alþingi í gær með fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanns Miðflokksins um þróun síðustu ára. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir erfitt á þessari stundu hvort brotum hafi í í raun fjölgað eða hvort tilkynningum fari fjölgandi frá því að samkomutakmarkanir voru settar á vegna kórónuveirufaraldursins. „Mikilvægt er að fylgjast vel með þessari þróun til að meta hvort það hafi orðið raunbreytingar á fjölda brota en til þess þarf að skoða reynslu almennings að brotum samhliða gögnum lögreglu og er slíkt gert til dæmis með þolendakönnun sem lögregla framkvæmir árlega í upphafi hvers árs,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra í svari sínu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum um heimilisofbeldi á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm 207 tilkynningar um heimilsofbeldi í apríl og maí Tilkynningar um heimilisofbeldi voru 106 í maí og 101 í apríl. Málum fjölgaði í sjö af níu embættum lögreglunnar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og er mesta aukningin hjá þremur stærstu embættunum. Dómsmálaráðherra segir að heilmargt gott hafi áunnist í málaflokknum síðustu ár og að enn sé verið að vinna að frekari umbótum. „Kallað hefur verið frá því frá lögreglunni að ákvæði um umsáturseinelti í hegningarlögin og hugsa ég að ég komu með frumvarp í haust með þeirri breytingu og eru þessar breytingar til þess fallnar til þess að auka vernd þolanda fyrir ágangi brotamanna sem byrjar oft með heimilisofbeldi,“ sagði Áslaug. Heimilisofbeldi var rætt á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Heimilisofbeldi verður ekki liðið Í maí skipuðu dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra aðgerðarteymi gegn heimilisofbeldi vegna þeirra aukningar sem hefur orðið. „Ofbeldi geng börnum á tímum Covid-19 og aðgerðirnar munu miða sérstaklega að viðkvæmum hópum. Það með talið börnum, konum af erlendum uppruna, öldruðum og fötluðum sem reynst hefur í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi,“ sagði Áslaug.
Lögreglan Alþingi Félagsmál Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira