Trúði „virðulegum sálfræðingi“ á sínum tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2020 09:01 Meint brot sálfræðingsins áttu sér stað í grunnskóla. Að öðru leyti tengist myndin fréttinni ekki með neinum hætti. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi skólastjóri og sérkennari í grunnskóla í Reykjanesbæ þar sem karlmaður segist sem barn hafa verið misnotaður af skólasálfræðingi segjast búa yfir upplýsingum sem gætu skipt máli í málinu. Málið var fellt niður árið 2015 en endurupptekið þremur árum síðar aðeins tíu dögum áður en málið hefði fyrnst. Sálfræðingurinn var á síðasta ári dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni. Vísir hefur fjallað töluvert um málið undanfarin tvö ár eða síðan sálfræðingnum var vikið úr starfi hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar í mars 2018 eftir að hafa verið kærður fyrir brot gegn stjúpdótturinni fyrrverandi. Þá kom í ljós að hann hafði ekki upplýst um fyrri kæru fyrir kynferðisbrot á barni við ráðningu sína til Reykjavíkurborgar. Var verkferlum við ráðningar á velferðarsvið breytt í kjölfar þessa. Sálfræðingurinn upplýsti heldur ekki um kæruna þegar hann réði sig til Menntamálastofnunar árið 2015. Kærður ellefu árum eftir meint brot Meint brot áttu sér stað árið 2003 en maðurinn kærði ekki brotin fyrr en í október 2014. Rannsókn málsins var hætt árið 2015 þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar gegn eindreginni neitun sálfræðingsins. Snemma árs 2018 krafðist maðurinn að málið yrði tekið upp að nýju í ljósi þess að sálfræðingur væri til rannsóknar í öðru kynferðisbrotamáli gegn barni. Lagaskilyrði þóttu ekki uppfyllt til endurupptöku að mati ríkissaksóknara þar sem ekki væru komin fram ný sakargögn. Óhætt er að segja að maðurinn hafi varið miklum tíma í að berjast fyrir réttlæti sínu undanfarin ár og leita nýrra sakargagna. Þannig hefur hann hringt fjölmörg símtöl í fólk, fengið fundi hjá lögreglu auk þess að sækja sér lögfræðiaðstoð til ólíkra aðila. Vinnan skilaði að lokum árangri því í bréfi ríkissaksóknara til aðila málsins þann 19. september 2018 var tilkynnt að fallist hefði verið á endurupptöku málsins. Fyrst og fremst á grundvelli gagna sem maðurinn hefði sjálfur aflað. „Hvorum trúir fólk?“ Má þar nefna upptöku af símtali mannsins við sérkennara í grunnskólanum þar sem meint brot eiga að hafa átt sér stað. Skrifaði sérkennarinn í framhaldi af símtalinu bréf þar sem hann segist í skýrslutöku hjá lögreglu á sínum tíma ekki hafa talið neinar líkur á að eitthvað þessu líkt hefði getað gerst í skólanum. „Virðulegur sálfræðingur kærður löngu síðar af manni sem hefur alla tíð átt við erfiðleika að stríða og þurft á aðstoð og stuðningi að halda. Hvorum trúir fólk?“ skrifar kennarinn sem telur möguleika á að breyting á hegðun hans síðustu mánuðina í skólanum megi skýra með því að eitthvað hafi gerst. „Það er einnig ýmislegt sem ekki kom fram í skýrslutökunni vegna þess að ég var ekki spurð um það sem skipt gæti máli.“ Þá hefur komið fram ábending um að þáverandi skólastjóri í skólanum búi yfir frekari upplýsingum um málið. Fundaði með lögreglu á Suðurnesjum Því til viðbótar barst ríkissaksóknara vottorð frá Stígamótum þess efnis að maðurinn hefði frá 2013 til 2017 verið í viðtölum hjá samtökunum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem hann hefði orðið fyrir af hendi sálfræðingsins. Þau hefðu haft alvarlegar afleiðingar á andlega líðan hans. Þá átti maðurinn fund með saksóknara og yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í framhaldinu sendi embættið bréf til ríkissaksóknara þar sem möguleg rannsóknarverkefni voru tíunduð færi svo að málið yrði tekið upp. Meint brot sálfræðingsins áttu sér stað í grunnskóla í Reykjanesbæ árið 2003.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögmaður mannsins lagði áherslu á það í bréfi sínu til ríkissaksóknara þann 11. september 2018 að rannsókn á því hvort málið yrði endurupptekið hæfist sem fyrst þar sem málið myndi fyrnast 30. september það ár, þ.e. nítján dögum síðar. Átta dögum síðar upplýsti ríkissaksóknari aðila um að málið yrði rannsakað að nýju. Þeirri rannsókn er lokið og hefur sálfræðingurinn verið ákærður fyrir kynferðisbrot í þremur liðum. Janúar til mars 2003 Meint kynferðisbrot eiga sér stað í grunnskóla í Reykjanesbæ Október 2014 Maðurinn kærir sálfræðinginn til lögreglu Júní 2015 Málið fellt niður því það er ekki talið líklegt til sakfellingar Febrúar 2018 Spyrst út að sálfræðingurinn hafi verið kærður fyrir annað kynferðisbrot Mars 2018 Ríkissaksóknari hafnar beiðni mannsins um endurupptöku málsins September 2018 Ríkissaksóknari fellst á endurupptökubeiðni Júní 2019 Sálfræðingurinn dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir brot gegn fyrrverandi sjúpdóttur Febrúar 2020 Ákæra gefin út á hendur sálfræðingnum fyrir brotin árið 2003 Málið er til meðferðar hjá héraðsdómi. Endurteknar nauðganir Sálfræðingurinn er ákærður fyrir að hafa á tímabilinu janúar til mars árið 2003 í aðstöðu í grunnskóla í Reykjanesbæ, þar sem sálfræðingurinn gegndi starfi skólasálfræðings, áreitt og haft önnur kynferðismök við drenginn sem þá var þrettán ár. Segir í ákærunni að hann hafi beitt drenginn ofbeldi og ólögmætri nauðung, nýtt sér yfirburði sína og misnotað freklega aðstöðu sína og trúnaðarsamband gagnvart drengnum sem var á þessum tíma skjólstæðingur hans. Meintum brotum sálfræðingsins er lýst nánar í ákæru og er hann meðal annars sakaður um að hafa í þrjú skipti haft endaþarmsmök við drenginn. Krafist er fjögurra milljóna króna í miskabætur í málinu. Kók og prins póló Maðurinn er greindur með einhverfu og var lagður í einelti í grunnskóla. Af þeim sökum var hann látinn hitta skólasálfræðing. Kærandinn segir að sálfræðingurinn hafi sagt að þetta ætti að vera þeirra leyndarmál. Einnig að ef hann segði frá myndi enginn trúa honum og hann yrði bara lagður inn á geðdeild. Í lok sálfræðitíma hafi hann hrósað honum og gefið honum kók og prins póló. Hótanir og símtöl Óhætt er að segja að skipst hafi á skin og skúrir í baráttu mannsins fyrir réttlæti undanfarin ár . Í aðdraganda þess að hann lagði fram kæruna árið 2014 hringdi hann nokkrum sinnum í sálfræðinginn. Sálfræðingurinn tilkynnti þau til lögreglu og sagði manninn í ójafnvægi. Maðurinn tjáði Vísi undir nafnleynd árið 2018 að hann hefði hringt í sálfræðinginn uppfullur af reiði eftir kynferðisbrotin. Þá hafa ítrekuð símtöl og hótanir mannsins leitt til nálgunarbanns gagnvart manninum og lögregluembætti í framhaldinu þurft að vísa málum annað þar sem þau væru vanhæf til að fjalla um málið. Sálfræðingurinn varaði við gróusögum Sálfræðingurinn var með hreina sakaskrá þar til tveggja og hálfs árs fangelsisdómur féll yfir honum í fyrra fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur. Málið bíður áfrýjunar hjá Landsrétti. Árið 2010 sendi sálfræðingurinn tölvupóst á starfsmenn Reykjanesbæjar. Í póstinum varaði hann við gróusögum þess efnis að konum væri ekki óhætt í ráðgjöf hjá honum þar sem hann leitaði á þær. Vísir hefur bréfið undir höndum en það er frá lokum sumars 2010. Þar segir sálfræðingurinn meðal annars að einstaklingur hafi sent fólkinu í kringum hann tölvupósta og SMS með ljótum sögum og einnig rætt það í eigin persónu við einhverja aðila. Í póstinum segir sálfræðingurinn söguna vera fjarstæðu. Aðili sem starfaði með manninum á sínum tíma tjáði Vísi að flestir hefðu talið að gróusögurnar sneru að því hve kvensamur sálfræðingurinn væri. Tölvupóstur sálfræðingsins Í vetur gerðist það að maður sem taldi sig eiga sökótt við mig sendi lykilfólki í mínu lífi eins og konunni minni fyrrverandi og fleirum SMS og tölvupósta þar sem sagt var að konum sem væru hjá mér í viðtölum væri ekki óhætt þar sem ég leitaði á þær. Hann talaði einnig beint við suma og sagði þeim ljótar sögur. Í sumum póstunum var nafngreind kona sem hefur aldrei verið hjá mér í viðtölum eða verið skjólstæðingur minn. Ég leitaði að lokum til lögreglunnar sem talaði við manninn og linnti þá ofsóknunum. Skaðinn er hins vegar skeður og Gróa hafði fengið eitthvað til að tyggja á. Sagan er auðvitað fjarstæða en þar sem vegið er að æru minni og starfsheiðri tel ég mig knúinn til að senda ykkur þennan póst og greina ykkur frá málavöxtum. Stutt stopp hjá Menntamálastofnun Sálfræðingurinn hóf störf sem verkefnastjóri hjá Menntamálastofnun vorið 2015. Á þeim tíma var meint kynferðisbrot sálfræðingsins til rannsóknar hjá lögreglu. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálstofnunar, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis í apríl 2018 að eftir að sálfræðingurinn hóf störf hefði komið í ljós að lögreglan hefði kæru á hendur honum til rannsóknar. Nokkru síðar hafi sálfræðingurinn afhent yfirlýsingu frá lögreglu um að rannsókn málsins væri lokið án ákæru. „Þegar viðkomandi hafði starfað í um eitt og hálft ár hjá stofnuninni gerði undirritaður athugasemdir við stjórnunarhætti hans og í kjölfarið kaus hann að segja starfi sínu lausu,“ segir í svari Arnórs. Aðspurður vildi Arnór ekkert tjá sig um hvaða athugasemdir hann hefði gert við stjórnunarhætti sálfræðingsins. Samkvæmt heimildum Vísis gerðu kvenkyns starfsmenn Menntamálastofnunar munnlegar athugasemdir við Arnór vegna hegðunar sálfræðingsins í þeirra garð. Aðspurður segir Arnór engar formlegar athugasemdir hafa borist og hann ætli ekki að tjá sig frekar um málið. Reykjanesbær Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fyrrverandi skólastjóri og sérkennari í grunnskóla í Reykjanesbæ þar sem karlmaður segist sem barn hafa verið misnotaður af skólasálfræðingi segjast búa yfir upplýsingum sem gætu skipt máli í málinu. Málið var fellt niður árið 2015 en endurupptekið þremur árum síðar aðeins tíu dögum áður en málið hefði fyrnst. Sálfræðingurinn var á síðasta ári dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni. Vísir hefur fjallað töluvert um málið undanfarin tvö ár eða síðan sálfræðingnum var vikið úr starfi hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar í mars 2018 eftir að hafa verið kærður fyrir brot gegn stjúpdótturinni fyrrverandi. Þá kom í ljós að hann hafði ekki upplýst um fyrri kæru fyrir kynferðisbrot á barni við ráðningu sína til Reykjavíkurborgar. Var verkferlum við ráðningar á velferðarsvið breytt í kjölfar þessa. Sálfræðingurinn upplýsti heldur ekki um kæruna þegar hann réði sig til Menntamálastofnunar árið 2015. Kærður ellefu árum eftir meint brot Meint brot áttu sér stað árið 2003 en maðurinn kærði ekki brotin fyrr en í október 2014. Rannsókn málsins var hætt árið 2015 þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar gegn eindreginni neitun sálfræðingsins. Snemma árs 2018 krafðist maðurinn að málið yrði tekið upp að nýju í ljósi þess að sálfræðingur væri til rannsóknar í öðru kynferðisbrotamáli gegn barni. Lagaskilyrði þóttu ekki uppfyllt til endurupptöku að mati ríkissaksóknara þar sem ekki væru komin fram ný sakargögn. Óhætt er að segja að maðurinn hafi varið miklum tíma í að berjast fyrir réttlæti sínu undanfarin ár og leita nýrra sakargagna. Þannig hefur hann hringt fjölmörg símtöl í fólk, fengið fundi hjá lögreglu auk þess að sækja sér lögfræðiaðstoð til ólíkra aðila. Vinnan skilaði að lokum árangri því í bréfi ríkissaksóknara til aðila málsins þann 19. september 2018 var tilkynnt að fallist hefði verið á endurupptöku málsins. Fyrst og fremst á grundvelli gagna sem maðurinn hefði sjálfur aflað. „Hvorum trúir fólk?“ Má þar nefna upptöku af símtali mannsins við sérkennara í grunnskólanum þar sem meint brot eiga að hafa átt sér stað. Skrifaði sérkennarinn í framhaldi af símtalinu bréf þar sem hann segist í skýrslutöku hjá lögreglu á sínum tíma ekki hafa talið neinar líkur á að eitthvað þessu líkt hefði getað gerst í skólanum. „Virðulegur sálfræðingur kærður löngu síðar af manni sem hefur alla tíð átt við erfiðleika að stríða og þurft á aðstoð og stuðningi að halda. Hvorum trúir fólk?“ skrifar kennarinn sem telur möguleika á að breyting á hegðun hans síðustu mánuðina í skólanum megi skýra með því að eitthvað hafi gerst. „Það er einnig ýmislegt sem ekki kom fram í skýrslutökunni vegna þess að ég var ekki spurð um það sem skipt gæti máli.“ Þá hefur komið fram ábending um að þáverandi skólastjóri í skólanum búi yfir frekari upplýsingum um málið. Fundaði með lögreglu á Suðurnesjum Því til viðbótar barst ríkissaksóknara vottorð frá Stígamótum þess efnis að maðurinn hefði frá 2013 til 2017 verið í viðtölum hjá samtökunum og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem hann hefði orðið fyrir af hendi sálfræðingsins. Þau hefðu haft alvarlegar afleiðingar á andlega líðan hans. Þá átti maðurinn fund með saksóknara og yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Í framhaldinu sendi embættið bréf til ríkissaksóknara þar sem möguleg rannsóknarverkefni voru tíunduð færi svo að málið yrði tekið upp. Meint brot sálfræðingsins áttu sér stað í grunnskóla í Reykjanesbæ árið 2003.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögmaður mannsins lagði áherslu á það í bréfi sínu til ríkissaksóknara þann 11. september 2018 að rannsókn á því hvort málið yrði endurupptekið hæfist sem fyrst þar sem málið myndi fyrnast 30. september það ár, þ.e. nítján dögum síðar. Átta dögum síðar upplýsti ríkissaksóknari aðila um að málið yrði rannsakað að nýju. Þeirri rannsókn er lokið og hefur sálfræðingurinn verið ákærður fyrir kynferðisbrot í þremur liðum. Janúar til mars 2003 Meint kynferðisbrot eiga sér stað í grunnskóla í Reykjanesbæ Október 2014 Maðurinn kærir sálfræðinginn til lögreglu Júní 2015 Málið fellt niður því það er ekki talið líklegt til sakfellingar Febrúar 2018 Spyrst út að sálfræðingurinn hafi verið kærður fyrir annað kynferðisbrot Mars 2018 Ríkissaksóknari hafnar beiðni mannsins um endurupptöku málsins September 2018 Ríkissaksóknari fellst á endurupptökubeiðni Júní 2019 Sálfræðingurinn dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir brot gegn fyrrverandi sjúpdóttur Febrúar 2020 Ákæra gefin út á hendur sálfræðingnum fyrir brotin árið 2003 Málið er til meðferðar hjá héraðsdómi. Endurteknar nauðganir Sálfræðingurinn er ákærður fyrir að hafa á tímabilinu janúar til mars árið 2003 í aðstöðu í grunnskóla í Reykjanesbæ, þar sem sálfræðingurinn gegndi starfi skólasálfræðings, áreitt og haft önnur kynferðismök við drenginn sem þá var þrettán ár. Segir í ákærunni að hann hafi beitt drenginn ofbeldi og ólögmætri nauðung, nýtt sér yfirburði sína og misnotað freklega aðstöðu sína og trúnaðarsamband gagnvart drengnum sem var á þessum tíma skjólstæðingur hans. Meintum brotum sálfræðingsins er lýst nánar í ákæru og er hann meðal annars sakaður um að hafa í þrjú skipti haft endaþarmsmök við drenginn. Krafist er fjögurra milljóna króna í miskabætur í málinu. Kók og prins póló Maðurinn er greindur með einhverfu og var lagður í einelti í grunnskóla. Af þeim sökum var hann látinn hitta skólasálfræðing. Kærandinn segir að sálfræðingurinn hafi sagt að þetta ætti að vera þeirra leyndarmál. Einnig að ef hann segði frá myndi enginn trúa honum og hann yrði bara lagður inn á geðdeild. Í lok sálfræðitíma hafi hann hrósað honum og gefið honum kók og prins póló. Hótanir og símtöl Óhætt er að segja að skipst hafi á skin og skúrir í baráttu mannsins fyrir réttlæti undanfarin ár . Í aðdraganda þess að hann lagði fram kæruna árið 2014 hringdi hann nokkrum sinnum í sálfræðinginn. Sálfræðingurinn tilkynnti þau til lögreglu og sagði manninn í ójafnvægi. Maðurinn tjáði Vísi undir nafnleynd árið 2018 að hann hefði hringt í sálfræðinginn uppfullur af reiði eftir kynferðisbrotin. Þá hafa ítrekuð símtöl og hótanir mannsins leitt til nálgunarbanns gagnvart manninum og lögregluembætti í framhaldinu þurft að vísa málum annað þar sem þau væru vanhæf til að fjalla um málið. Sálfræðingurinn varaði við gróusögum Sálfræðingurinn var með hreina sakaskrá þar til tveggja og hálfs árs fangelsisdómur féll yfir honum í fyrra fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur. Málið bíður áfrýjunar hjá Landsrétti. Árið 2010 sendi sálfræðingurinn tölvupóst á starfsmenn Reykjanesbæjar. Í póstinum varaði hann við gróusögum þess efnis að konum væri ekki óhætt í ráðgjöf hjá honum þar sem hann leitaði á þær. Vísir hefur bréfið undir höndum en það er frá lokum sumars 2010. Þar segir sálfræðingurinn meðal annars að einstaklingur hafi sent fólkinu í kringum hann tölvupósta og SMS með ljótum sögum og einnig rætt það í eigin persónu við einhverja aðila. Í póstinum segir sálfræðingurinn söguna vera fjarstæðu. Aðili sem starfaði með manninum á sínum tíma tjáði Vísi að flestir hefðu talið að gróusögurnar sneru að því hve kvensamur sálfræðingurinn væri. Tölvupóstur sálfræðingsins Í vetur gerðist það að maður sem taldi sig eiga sökótt við mig sendi lykilfólki í mínu lífi eins og konunni minni fyrrverandi og fleirum SMS og tölvupósta þar sem sagt var að konum sem væru hjá mér í viðtölum væri ekki óhætt þar sem ég leitaði á þær. Hann talaði einnig beint við suma og sagði þeim ljótar sögur. Í sumum póstunum var nafngreind kona sem hefur aldrei verið hjá mér í viðtölum eða verið skjólstæðingur minn. Ég leitaði að lokum til lögreglunnar sem talaði við manninn og linnti þá ofsóknunum. Skaðinn er hins vegar skeður og Gróa hafði fengið eitthvað til að tyggja á. Sagan er auðvitað fjarstæða en þar sem vegið er að æru minni og starfsheiðri tel ég mig knúinn til að senda ykkur þennan póst og greina ykkur frá málavöxtum. Stutt stopp hjá Menntamálastofnun Sálfræðingurinn hóf störf sem verkefnastjóri hjá Menntamálastofnun vorið 2015. Á þeim tíma var meint kynferðisbrot sálfræðingsins til rannsóknar hjá lögreglu. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálstofnunar, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis í apríl 2018 að eftir að sálfræðingurinn hóf störf hefði komið í ljós að lögreglan hefði kæru á hendur honum til rannsóknar. Nokkru síðar hafi sálfræðingurinn afhent yfirlýsingu frá lögreglu um að rannsókn málsins væri lokið án ákæru. „Þegar viðkomandi hafði starfað í um eitt og hálft ár hjá stofnuninni gerði undirritaður athugasemdir við stjórnunarhætti hans og í kjölfarið kaus hann að segja starfi sínu lausu,“ segir í svari Arnórs. Aðspurður vildi Arnór ekkert tjá sig um hvaða athugasemdir hann hefði gert við stjórnunarhætti sálfræðingsins. Samkvæmt heimildum Vísis gerðu kvenkyns starfsmenn Menntamálastofnunar munnlegar athugasemdir við Arnór vegna hegðunar sálfræðingsins í þeirra garð. Aðspurður segir Arnór engar formlegar athugasemdir hafa borist og hann ætli ekki að tjá sig frekar um málið.
Janúar til mars 2003 Meint kynferðisbrot eiga sér stað í grunnskóla í Reykjanesbæ Október 2014 Maðurinn kærir sálfræðinginn til lögreglu Júní 2015 Málið fellt niður því það er ekki talið líklegt til sakfellingar Febrúar 2018 Spyrst út að sálfræðingurinn hafi verið kærður fyrir annað kynferðisbrot Mars 2018 Ríkissaksóknari hafnar beiðni mannsins um endurupptöku málsins September 2018 Ríkissaksóknari fellst á endurupptökubeiðni Júní 2019 Sálfræðingurinn dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir brot gegn fyrrverandi sjúpdóttur Febrúar 2020 Ákæra gefin út á hendur sálfræðingnum fyrir brotin árið 2003 Málið er til meðferðar hjá héraðsdómi.
Tölvupóstur sálfræðingsins Í vetur gerðist það að maður sem taldi sig eiga sökótt við mig sendi lykilfólki í mínu lífi eins og konunni minni fyrrverandi og fleirum SMS og tölvupósta þar sem sagt var að konum sem væru hjá mér í viðtölum væri ekki óhætt þar sem ég leitaði á þær. Hann talaði einnig beint við suma og sagði þeim ljótar sögur. Í sumum póstunum var nafngreind kona sem hefur aldrei verið hjá mér í viðtölum eða verið skjólstæðingur minn. Ég leitaði að lokum til lögreglunnar sem talaði við manninn og linnti þá ofsóknunum. Skaðinn er hins vegar skeður og Gróa hafði fengið eitthvað til að tyggja á. Sagan er auðvitað fjarstæða en þar sem vegið er að æru minni og starfsheiðri tel ég mig knúinn til að senda ykkur þennan póst og greina ykkur frá málavöxtum.
Reykjanesbær Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira