Hyggst ekki styðja Jón Þór til formennsku Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2020 07:46 Sjálfstæðismennirnir Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson og Þorsteinn Sæmundsson úr Miðflokknum. Allir eiga þeir sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki munu styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Þetta segir Brynjar í samtali við mbl.is. „Hugmyndir [Pírata] eru með þeim hætti að þau eru ekki réttu aðilarnir til að leiða þetta starf. Ég mun ekki styðja hann til formennsku,“ segir Brynjar. Píratar tilkynntu skrifstofu Alþingis á mánudaginn að Jón Þór muni taka við formennsku í nefndinni af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sagði Þórhildur Sunna Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. Þórhildur Sunna tilkynnti um afsögn sína sem formaður nefndarinnar á mánudaginn þar sem hún sakaði meirihluta nefndarinnar um að standa í vegi fyrir athugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra vegna Samherja og gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að telja þá niðurstöðu að frumkvæðisathugun hafi verið sett á ís vera góða. „Verkfærin sem þeir nota til þess að réttlæta þennan gjörning er að draga sífellt mína persónu ofan í svaðið og nota það sem skjöld til þess að réttlæta þessar aðferðir sínar og því ætla ég ekki að taka þátt í lengur,“ sagði þingkonan. Brynjar segir í samtali við mbl að hann hafi ekki treyst Þórhildi Sunnu fyrir formennsku í nefndinni allt frá því að hún hafi verið kosin og að frá þeim tíma hafi vantraustið bara aukist. Ef hann hefði verið í sporum hennar hefði hann sömuleiðis sagt af sér þar sem hún nyti ekki trausts að minnsta kosti þriggja nefndarmanna. Því hafi það verið rökrétt skref að segja af sér. Þeir þingmenn sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki, Kolbeinn Óttarsson Proppé Vinstri grænum, Guðmundur Andri Thorsson Samfylkingu, Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki, Jón Þór Ólafsson Pírötum og Andrés Ingi Jónsson sem er utan flokka. Alþingi Píratar Tengdar fréttir „Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26 Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52 Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki munu styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Þetta segir Brynjar í samtali við mbl.is. „Hugmyndir [Pírata] eru með þeim hætti að þau eru ekki réttu aðilarnir til að leiða þetta starf. Ég mun ekki styðja hann til formennsku,“ segir Brynjar. Píratar tilkynntu skrifstofu Alþingis á mánudaginn að Jón Þór muni taka við formennsku í nefndinni af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sagði Þórhildur Sunna Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. Þórhildur Sunna tilkynnti um afsögn sína sem formaður nefndarinnar á mánudaginn þar sem hún sakaði meirihluta nefndarinnar um að standa í vegi fyrir athugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra vegna Samherja og gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að telja þá niðurstöðu að frumkvæðisathugun hafi verið sett á ís vera góða. „Verkfærin sem þeir nota til þess að réttlæta þennan gjörning er að draga sífellt mína persónu ofan í svaðið og nota það sem skjöld til þess að réttlæta þessar aðferðir sínar og því ætla ég ekki að taka þátt í lengur,“ sagði þingkonan. Brynjar segir í samtali við mbl að hann hafi ekki treyst Þórhildi Sunnu fyrir formennsku í nefndinni allt frá því að hún hafi verið kosin og að frá þeim tíma hafi vantraustið bara aukist. Ef hann hefði verið í sporum hennar hefði hann sömuleiðis sagt af sér þar sem hún nyti ekki trausts að minnsta kosti þriggja nefndarmanna. Því hafi það verið rökrétt skref að segja af sér. Þeir þingmenn sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki, Kolbeinn Óttarsson Proppé Vinstri grænum, Guðmundur Andri Thorsson Samfylkingu, Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki, Jón Þór Ólafsson Pírötum og Andrés Ingi Jónsson sem er utan flokka.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir „Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26 Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52 Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
„Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26
Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52
Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19