Hyggst ekki styðja Jón Þór til formennsku Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2020 07:46 Sjálfstæðismennirnir Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson og Þorsteinn Sæmundsson úr Miðflokknum. Allir eiga þeir sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki munu styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Þetta segir Brynjar í samtali við mbl.is. „Hugmyndir [Pírata] eru með þeim hætti að þau eru ekki réttu aðilarnir til að leiða þetta starf. Ég mun ekki styðja hann til formennsku,“ segir Brynjar. Píratar tilkynntu skrifstofu Alþingis á mánudaginn að Jón Þór muni taka við formennsku í nefndinni af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sagði Þórhildur Sunna Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. Þórhildur Sunna tilkynnti um afsögn sína sem formaður nefndarinnar á mánudaginn þar sem hún sakaði meirihluta nefndarinnar um að standa í vegi fyrir athugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra vegna Samherja og gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að telja þá niðurstöðu að frumkvæðisathugun hafi verið sett á ís vera góða. „Verkfærin sem þeir nota til þess að réttlæta þennan gjörning er að draga sífellt mína persónu ofan í svaðið og nota það sem skjöld til þess að réttlæta þessar aðferðir sínar og því ætla ég ekki að taka þátt í lengur,“ sagði þingkonan. Brynjar segir í samtali við mbl að hann hafi ekki treyst Þórhildi Sunnu fyrir formennsku í nefndinni allt frá því að hún hafi verið kosin og að frá þeim tíma hafi vantraustið bara aukist. Ef hann hefði verið í sporum hennar hefði hann sömuleiðis sagt af sér þar sem hún nyti ekki trausts að minnsta kosti þriggja nefndarmanna. Því hafi það verið rökrétt skref að segja af sér. Þeir þingmenn sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki, Kolbeinn Óttarsson Proppé Vinstri grænum, Guðmundur Andri Thorsson Samfylkingu, Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki, Jón Þór Ólafsson Pírötum og Andrés Ingi Jónsson sem er utan flokka. Alþingi Píratar Tengdar fréttir „Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26 Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52 Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki munu styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Þetta segir Brynjar í samtali við mbl.is. „Hugmyndir [Pírata] eru með þeim hætti að þau eru ekki réttu aðilarnir til að leiða þetta starf. Ég mun ekki styðja hann til formennsku,“ segir Brynjar. Píratar tilkynntu skrifstofu Alþingis á mánudaginn að Jón Þór muni taka við formennsku í nefndinni af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sagði Þórhildur Sunna Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. Þórhildur Sunna tilkynnti um afsögn sína sem formaður nefndarinnar á mánudaginn þar sem hún sakaði meirihluta nefndarinnar um að standa í vegi fyrir athugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra vegna Samherja og gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að telja þá niðurstöðu að frumkvæðisathugun hafi verið sett á ís vera góða. „Verkfærin sem þeir nota til þess að réttlæta þennan gjörning er að draga sífellt mína persónu ofan í svaðið og nota það sem skjöld til þess að réttlæta þessar aðferðir sínar og því ætla ég ekki að taka þátt í lengur,“ sagði þingkonan. Brynjar segir í samtali við mbl að hann hafi ekki treyst Þórhildi Sunnu fyrir formennsku í nefndinni allt frá því að hún hafi verið kosin og að frá þeim tíma hafi vantraustið bara aukist. Ef hann hefði verið í sporum hennar hefði hann sömuleiðis sagt af sér þar sem hún nyti ekki trausts að minnsta kosti þriggja nefndarmanna. Því hafi það verið rökrétt skref að segja af sér. Þeir þingmenn sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki, Kolbeinn Óttarsson Proppé Vinstri grænum, Guðmundur Andri Thorsson Samfylkingu, Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki, Jón Þór Ólafsson Pírötum og Andrés Ingi Jónsson sem er utan flokka.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir „Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26 Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52 Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
„Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26
Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52
Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19