Sigla heim eftir að áhöfnin hafnaði launalækkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2020 09:19 Áhöfn Berglínar siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur, í burtu frá rækjuslóðum. Vísir/Vilhelm Áhöfnin á rækjuskipinu Berglíni GK 300 tók í gær einróma ákvörðun um að fara ekki aftur á veiðar eftir að í ljós kom á mánudag að laun skipverja hefðu verið lækkuð um 35% án samráðs. Áhöfnin siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóman bát. Áhöfnin ákvað að fara ekki aftur til veiða fyrr en lækkunin á umsömdum launum yrði leiðrétt eða hún fengi í það minnsta vilyrði um að þau yrðu það. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður Berglínar, sagði í samtali við RÚV í nótt að áhöfn skipsins hafi heyrt af því á föstudag að útgerðin, Nesfiskur, hygðist ekki gera upp samkvæmt samningi við skipverja. Það hafi svo komið í ljós á mánudag þegar laun voru greidd út. Þá hafi stjórnendur útgerðarinnar upplýst áhöfnina um það að þeir hygðust ekki gefa vilyrði fyrir leiðréttingu launa. Áhöfnin er þó tilbúin til að mæta stjórnendum til viðræðna um breytingu á launum í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég verð að segja að í dag er ég ótrúlega stoltur af því að vera partur af áhöfn Berglín Gk 300, hér var 100% samstaða eftir við vorum sviknir um samninga og laun okkar lækkuð um 35% án samtals þannig við settum hnefann í borðið og sögðum hingað og ekki lengra, við gáfum útgerðinni möguleika á því að gera hreint fyrir sínum dyrum og þá fyrst skyldum við halda til veiða. Þeir tóku ekki þann möguleika þannig við erum að sigla skipinu heim og förum ekki til veiða aftur þangað til að spilað verður eftir reglum aftur,“ skrifaði Ingi Þór á Facebook í gær. Berglín er annað tveggja rækjuveiðiskipa Nesfisks og fékk áhöfn hins skipsins boð á fund til að ræða við stjórnendur Nesfisks í byrjun næstu viku. Áhöfn Berglínar fékk hins vegar ekki boð á sama fund. Áhöfnin landaði fyrst í Siglufirði en fékk svo símtal um að haldið skyldi til Njarðvíkur í burtu frá rækjuslóðum. Ekki var hægt að ná tali af Inga Þór þegar fréttastofa Vísis hafði samband við áhöfnina og enginn annar áhafnarmeðlimur var tilbúinn til að ræða málið að svo stöddu. Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Sandgerði, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Kjaramál Sjávarútvegur Reykjanesbær Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Áhöfnin á rækjuskipinu Berglíni GK 300 tók í gær einróma ákvörðun um að fara ekki aftur á veiðar eftir að í ljós kom á mánudag að laun skipverja hefðu verið lækkuð um 35% án samráðs. Áhöfnin siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóman bát. Áhöfnin ákvað að fara ekki aftur til veiða fyrr en lækkunin á umsömdum launum yrði leiðrétt eða hún fengi í það minnsta vilyrði um að þau yrðu það. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður Berglínar, sagði í samtali við RÚV í nótt að áhöfn skipsins hafi heyrt af því á föstudag að útgerðin, Nesfiskur, hygðist ekki gera upp samkvæmt samningi við skipverja. Það hafi svo komið í ljós á mánudag þegar laun voru greidd út. Þá hafi stjórnendur útgerðarinnar upplýst áhöfnina um það að þeir hygðust ekki gefa vilyrði fyrir leiðréttingu launa. Áhöfnin er þó tilbúin til að mæta stjórnendum til viðræðna um breytingu á launum í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég verð að segja að í dag er ég ótrúlega stoltur af því að vera partur af áhöfn Berglín Gk 300, hér var 100% samstaða eftir við vorum sviknir um samninga og laun okkar lækkuð um 35% án samtals þannig við settum hnefann í borðið og sögðum hingað og ekki lengra, við gáfum útgerðinni möguleika á því að gera hreint fyrir sínum dyrum og þá fyrst skyldum við halda til veiða. Þeir tóku ekki þann möguleika þannig við erum að sigla skipinu heim og förum ekki til veiða aftur þangað til að spilað verður eftir reglum aftur,“ skrifaði Ingi Þór á Facebook í gær. Berglín er annað tveggja rækjuveiðiskipa Nesfisks og fékk áhöfn hins skipsins boð á fund til að ræða við stjórnendur Nesfisks í byrjun næstu viku. Áhöfn Berglínar fékk hins vegar ekki boð á sama fund. Áhöfnin landaði fyrst í Siglufirði en fékk svo símtal um að haldið skyldi til Njarðvíkur í burtu frá rækjuslóðum. Ekki var hægt að ná tali af Inga Þór þegar fréttastofa Vísis hafði samband við áhöfnina og enginn annar áhafnarmeðlimur var tilbúinn til að ræða málið að svo stöddu. Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Sandgerði, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann.
Kjaramál Sjávarútvegur Reykjanesbær Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira