Trump tilkynnir breytingar á löggæslu Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 21:13 Donald Trump skrifaði undir tilskipunina umkringdur löggæsluaðilum. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í dag undir forsetatilskipun sem ætlað er að leiða til endurbóta á löggæslu þar í landi. Meðal annars á tilskipunin að banna lögregluþjónum að notast við hálstök, nema þegar lífi þeirra er ógnað, og stendur til að stofna gagnagrunn þar sem haldið er utan um brot lögregluþjóna í starfi. Umfangsmikil mótmæli gegn ofbeldi lögregluþjóna og kerfisbundinni mismunun gagnvart þeldökku fólki hefur átt sér stað á undanförnum vikum. Á mjög skömmum tíma virðist sem að almenningsálit í Bandaríkjunum hafi tekið stakkaskiptum, samhliða mótmælum þessum. Repúblikanar hafa lagt kapp á að koma til móts við mótmælendur og almenning, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump sjálfur hefur þó ekki sagt að lögreglan eigi við kerfisbundinn vanda að etja og hefur hann margsinnis sagt að lögreglan þurfi að taka harðar á óeirðarseggjum og öðrum. Hann segist einnig sannfærður um að litlum fjölda vondra lögregluþjóna sé um að kenna. Ítrekaði hann það í dag. „Það að draga úr glæpum og bæta staðla eru ekki andstæð markmið,“ sagði forsetinn áður en hann skrifaði undir tilskipunina. Breytingar Trump og Repúblikana eru ekki jafn umfangsmiklar og Demókratar og aðrir höfðu vonast eftir. Báðar deildar þingsins vinna nú að eigin frumvarpi og óljóst er hvort að Demókratar, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikanar, sem stjórna öldungadeildinni, getu komist að sameiginlegri niðurstöðu. Frá því að George Floyd dó á grimmilegan máta í haldi lögreglu hafa hundruð þúsunda mótmælt á götum Bandaríkjanna. Í fyrstu var nokkuð um óeirðir og hefur til átaka komið á milli mótmælenda og lögreglu. Meðal þess sem mótmælendur hafa farið fram á er að grundvallarbreytingar verði gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Dregið verði úr fjármagni til lögreglu, hlutverk hennar endurskoðað og meira fé veitt í samfélagslega mikilvæg málefni eins og geðheilsu og aðstoð við heimilislaust fólk. Borgaryfirvöld hafa víða gripið til aðgerða og gert breytingar á löggæslu í viðkomandi borgum. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41 Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35 Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45 Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í dag undir forsetatilskipun sem ætlað er að leiða til endurbóta á löggæslu þar í landi. Meðal annars á tilskipunin að banna lögregluþjónum að notast við hálstök, nema þegar lífi þeirra er ógnað, og stendur til að stofna gagnagrunn þar sem haldið er utan um brot lögregluþjóna í starfi. Umfangsmikil mótmæli gegn ofbeldi lögregluþjóna og kerfisbundinni mismunun gagnvart þeldökku fólki hefur átt sér stað á undanförnum vikum. Á mjög skömmum tíma virðist sem að almenningsálit í Bandaríkjunum hafi tekið stakkaskiptum, samhliða mótmælum þessum. Repúblikanar hafa lagt kapp á að koma til móts við mótmælendur og almenning, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump sjálfur hefur þó ekki sagt að lögreglan eigi við kerfisbundinn vanda að etja og hefur hann margsinnis sagt að lögreglan þurfi að taka harðar á óeirðarseggjum og öðrum. Hann segist einnig sannfærður um að litlum fjölda vondra lögregluþjóna sé um að kenna. Ítrekaði hann það í dag. „Það að draga úr glæpum og bæta staðla eru ekki andstæð markmið,“ sagði forsetinn áður en hann skrifaði undir tilskipunina. Breytingar Trump og Repúblikana eru ekki jafn umfangsmiklar og Demókratar og aðrir höfðu vonast eftir. Báðar deildar þingsins vinna nú að eigin frumvarpi og óljóst er hvort að Demókratar, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikanar, sem stjórna öldungadeildinni, getu komist að sameiginlegri niðurstöðu. Frá því að George Floyd dó á grimmilegan máta í haldi lögreglu hafa hundruð þúsunda mótmælt á götum Bandaríkjanna. Í fyrstu var nokkuð um óeirðir og hefur til átaka komið á milli mótmælenda og lögreglu. Meðal þess sem mótmælendur hafa farið fram á er að grundvallarbreytingar verði gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Dregið verði úr fjármagni til lögreglu, hlutverk hennar endurskoðað og meira fé veitt í samfélagslega mikilvæg málefni eins og geðheilsu og aðstoð við heimilislaust fólk. Borgaryfirvöld hafa víða gripið til aðgerða og gert breytingar á löggæslu í viðkomandi borgum.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41 Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35 Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45 Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41
Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35
Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45
Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36