Trúir því ekki að flokkar reyni að koma í veg fyrir umræður um samgöngusáttmála Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2020 20:39 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segist ekki trúa því að nokkur þeirra flokka sem á Alþingi sitja reyni að koma í veg fyrir það að samgöngusáttmáli og samvinnufrumvarp komist í umræðu á Alþingi í kvöld. Þingfundur stendur nú yfir og hafa samgöngumál borið hæst í umræðum í þingsal. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það má segja að við séum að flýta innan tímabilanna og með auknu fjármagni, samvinnufrumvarpinu og samgöngusáttmálanum erum við að taka verkefni út úr hefðbundinni fjármögnun samgönguáætlanir og þar með verða rými fyrir nýjar framkvæmdir,“ sagði ráðherra spurður um helstu breytingarnar milli samgönguáætlana en ræddar eru samgönguáætlanir fyrir næstu fimm ár annars vegar og fimmtán ár hins vegar. Um er að ræða síðari umræðu í báðum tilvikum. Ráðherra sagði útlit fyrir það að meira yrði framkvæmt á næstu árum en sést hefði í langan tíma. Eitthvað hefur borið á því að reynt sé að tefja fyrir málinu en Sigurður Ingi segist ekki hafa trú á því að þingmenn séu tregir til þess að hefja umræður. „Ég trúi því nú reyndar ekki vegna þess að öll þessi verkefni lúta að því að koma framkvæmdum í gang, fá fleira fólk í atvinnu og ég sé engan flokk hér á þinginu vilja standa gegn því,“ sagði Sigurður. Ráðherrann kvaðst þó hafa fullan skilning á því að mikið sé rætt um samgönguáætlanir enda mörgum hjartans mál. „Ég hef enga trú á öðru en að menn komi sér síðan í það að klára, eftir samgönguáætlunina bæði samvinnufrumvarpið og samgöngusáttmálann,“ sagði ráðherra. Mögulegt er að bíða þurfi með afgreiðslu málsins á þingi þar til eftir Forsetakosningar 27. júní næstkomandi. Sigurður sagði þingmenn tilbúna til þess en efaðist um að sú yrði raunin. „Miðað við ganginn hérna undanfarna daga þá er ég ekki viss um að það þurfi. Við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess, það er mjög mikilvægt að ljúka þessum verkefnum. Á þeim hanga ný atvinnutækifæri fyrir mjög marga Íslendinga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Samgöngur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segist ekki trúa því að nokkur þeirra flokka sem á Alþingi sitja reyni að koma í veg fyrir það að samgöngusáttmáli og samvinnufrumvarp komist í umræðu á Alþingi í kvöld. Þingfundur stendur nú yfir og hafa samgöngumál borið hæst í umræðum í þingsal. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það má segja að við séum að flýta innan tímabilanna og með auknu fjármagni, samvinnufrumvarpinu og samgöngusáttmálanum erum við að taka verkefni út úr hefðbundinni fjármögnun samgönguáætlanir og þar með verða rými fyrir nýjar framkvæmdir,“ sagði ráðherra spurður um helstu breytingarnar milli samgönguáætlana en ræddar eru samgönguáætlanir fyrir næstu fimm ár annars vegar og fimmtán ár hins vegar. Um er að ræða síðari umræðu í báðum tilvikum. Ráðherra sagði útlit fyrir það að meira yrði framkvæmt á næstu árum en sést hefði í langan tíma. Eitthvað hefur borið á því að reynt sé að tefja fyrir málinu en Sigurður Ingi segist ekki hafa trú á því að þingmenn séu tregir til þess að hefja umræður. „Ég trúi því nú reyndar ekki vegna þess að öll þessi verkefni lúta að því að koma framkvæmdum í gang, fá fleira fólk í atvinnu og ég sé engan flokk hér á þinginu vilja standa gegn því,“ sagði Sigurður. Ráðherrann kvaðst þó hafa fullan skilning á því að mikið sé rætt um samgönguáætlanir enda mörgum hjartans mál. „Ég hef enga trú á öðru en að menn komi sér síðan í það að klára, eftir samgönguáætlunina bæði samvinnufrumvarpið og samgöngusáttmálann,“ sagði ráðherra. Mögulegt er að bíða þurfi með afgreiðslu málsins á þingi þar til eftir Forsetakosningar 27. júní næstkomandi. Sigurður sagði þingmenn tilbúna til þess en efaðist um að sú yrði raunin. „Miðað við ganginn hérna undanfarna daga þá er ég ekki viss um að það þurfi. Við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess, það er mjög mikilvægt að ljúka þessum verkefnum. Á þeim hanga ný atvinnutækifæri fyrir mjög marga Íslendinga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira