„Virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 15:30 Víðir og Þórólfur stöppuðu stálinu í landsmenn. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. Í máli þeirra kom fram að þrátt fyrir að ákveðið bakslag hafi átt sér stað undanfarna daga hafi mátt búast við því, áfram þyrfti að halda á sömu braut og áður. Á fundinum kom fram að einn Íslendingur búsettur erlendis hafi greinst með virkt smit við komuna hingað til lands í gær. Þá var sagt frá því að útlit sé fyrir að Rúmenarnir sem handteknir voru á dögunum og reyndust smitaðir af veirunni hafi smitað lögregluþjón á Suðurlandi. Ræddu Þórólfur og Víðir því að um ákveðið bakslag hafi átt sér stað, það ætti þó ekki að koma að sök. „Það virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid sem við höfum verið í undanafarið. Enda höfum við svo sem sagt það að við munum fá einstaka smit og jafn vel litlar hópsýkingar. Dæmin um erlendu ferðamennina um síðustu helgi sýnir í rauninni mikilvægi þess að skima hér á landamærum og mikilvægi þess að meina einstaklingum inngöngu í landið ef sýnt þykir að þeir muni ekki virða sóttkví eða fyrirmæli yfirvalda,“ sagði Þórólfur. Skerpa á því hvernig beri að haga sér á meðan beðið er eftir niðurstöðu Skimanir hafa farið fram á Keflavíkurflugvelli í dag og í gær, auk þess sem að um 80 farþegar fóru í skimun á Seyðisfirði í dag við komuna með Norrænu. Fréttastofu hafa borist einhverjar ábendingar um að einhverjir af þeim sem komu í gær hafi ekki haldið sig til hlés á meðan beðið er eftir niðurstöður úr skimuninni, og blandað geði við aðra í miðborg Reykjavíkur. Þórólfur segir að skerpa þurfi á því hvernig eigi að haga sér á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Þórólfur Guðnason.Vísir/Vilhelm „Það vantar svolítið upp á það hjá okkur að skerpa á því við fólk sem fer í sýnatöku að það hagi sér eins og það sé í sóttkví þangað til það fær niðurstöðu úr prófinu. Það er mjög mikilvægt að það sé haft í huga og það kann að vera að við höfum ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta en við erum að bæta úr því núna,“ sagði Þórólfur. Óþolandi bakslag en mikilvægt að halda áfram á sömu braut og áður Þá minnti Víðir á að ekki gengi upp fyrir þá sem koma til landsins að faðma þá sem koma að sækja þá á flugvellinum, vegna smithættu. Bíða þyrfti með faðmlög í það minnsta þangað til niðurstöður úr skimun væru komnar. Bætti Þórólfur við að þrátt fyrir að faraldurinn væri í lágmarki hér þyrfti nú sem endranær að virða þau viðmið sem hafi verið í hávegum höfð hér á landi. „Auðvitað hefur maður ákveðnar áhyggjur af því að það geti komið upp svona smit aftur og það á ekki að koma á óvart en við verðum bara að standa okkur í þessum grunnprinsippum sem við höfum verið að beita til þessa og hefur skilað þessum góða árangri sem við höfum náð. Það er í raun það sem við getum gert,“ sagði Þórólfur. Víðir Reynisson.Vísir/Vilhelm Víðir átti svo lokaorðin, minnti landsmenn á grunnprinsippinn sem Þórólfur minntist á. Sagði hann að landsmenn yrðu hreinlega að gíra sig upp. „Þetta er auðvitað ákveðið bakslag núna síðustu daga að einhverju leyti sem er óþægileg og óþolandi en við verðum að gíra okkur upp, við verðum að halda áfram núna. Við verðum að vinna þetta saman. Það eru þessi einföldu atriði sem að skipta öllu máli. Það er handþvotturinn, það er handspritt, það er að þrífa sameiginlega snertifleti. Ef að þú ert veikur ekki mæta í vinnuna og höldum áfram á þeirri braut þá mun þetta ganga hjá ykkur og þetta mun vera áfram í okkar höndum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn brýndu landsmenn til dáða í baráttunni gegn kórónuveirunni á upplýsingafundi dagsins. Í máli þeirra kom fram að þrátt fyrir að ákveðið bakslag hafi átt sér stað undanfarna daga hafi mátt búast við því, áfram þyrfti að halda á sömu braut og áður. Á fundinum kom fram að einn Íslendingur búsettur erlendis hafi greinst með virkt smit við komuna hingað til lands í gær. Þá var sagt frá því að útlit sé fyrir að Rúmenarnir sem handteknir voru á dögunum og reyndust smitaðir af veirunni hafi smitað lögregluþjón á Suðurlandi. Ræddu Þórólfur og Víðir því að um ákveðið bakslag hafi átt sér stað, það ætti þó ekki að koma að sök. „Það virðist vera að við séum aðeins að komast út úr logninu varðandi Covid sem við höfum verið í undanafarið. Enda höfum við svo sem sagt það að við munum fá einstaka smit og jafn vel litlar hópsýkingar. Dæmin um erlendu ferðamennina um síðustu helgi sýnir í rauninni mikilvægi þess að skima hér á landamærum og mikilvægi þess að meina einstaklingum inngöngu í landið ef sýnt þykir að þeir muni ekki virða sóttkví eða fyrirmæli yfirvalda,“ sagði Þórólfur. Skerpa á því hvernig beri að haga sér á meðan beðið er eftir niðurstöðu Skimanir hafa farið fram á Keflavíkurflugvelli í dag og í gær, auk þess sem að um 80 farþegar fóru í skimun á Seyðisfirði í dag við komuna með Norrænu. Fréttastofu hafa borist einhverjar ábendingar um að einhverjir af þeim sem komu í gær hafi ekki haldið sig til hlés á meðan beðið er eftir niðurstöður úr skimuninni, og blandað geði við aðra í miðborg Reykjavíkur. Þórólfur segir að skerpa þurfi á því hvernig eigi að haga sér á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Þórólfur Guðnason.Vísir/Vilhelm „Það vantar svolítið upp á það hjá okkur að skerpa á því við fólk sem fer í sýnatöku að það hagi sér eins og það sé í sóttkví þangað til það fær niðurstöðu úr prófinu. Það er mjög mikilvægt að það sé haft í huga og það kann að vera að við höfum ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta en við erum að bæta úr því núna,“ sagði Þórólfur. Óþolandi bakslag en mikilvægt að halda áfram á sömu braut og áður Þá minnti Víðir á að ekki gengi upp fyrir þá sem koma til landsins að faðma þá sem koma að sækja þá á flugvellinum, vegna smithættu. Bíða þyrfti með faðmlög í það minnsta þangað til niðurstöður úr skimun væru komnar. Bætti Þórólfur við að þrátt fyrir að faraldurinn væri í lágmarki hér þyrfti nú sem endranær að virða þau viðmið sem hafi verið í hávegum höfð hér á landi. „Auðvitað hefur maður ákveðnar áhyggjur af því að það geti komið upp svona smit aftur og það á ekki að koma á óvart en við verðum bara að standa okkur í þessum grunnprinsippum sem við höfum verið að beita til þessa og hefur skilað þessum góða árangri sem við höfum náð. Það er í raun það sem við getum gert,“ sagði Þórólfur. Víðir Reynisson.Vísir/Vilhelm Víðir átti svo lokaorðin, minnti landsmenn á grunnprinsippinn sem Þórólfur minntist á. Sagði hann að landsmenn yrðu hreinlega að gíra sig upp. „Þetta er auðvitað ákveðið bakslag núna síðustu daga að einhverju leyti sem er óþægileg og óþolandi en við verðum að gíra okkur upp, við verðum að halda áfram núna. Við verðum að vinna þetta saman. Það eru þessi einföldu atriði sem að skipta öllu máli. Það er handþvotturinn, það er handspritt, það er að þrífa sameiginlega snertifleti. Ef að þú ert veikur ekki mæta í vinnuna og höldum áfram á þeirri braut þá mun þetta ganga hjá ykkur og þetta mun vera áfram í okkar höndum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira