Aðskotahlutur sprengdi dekk á vél Norwegian Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 07:00 Eins og sjá má var dekkið illa farið. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd flugslysa hefur skilað lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks sem varð við flugtak Boeing 737-800 flugvélar Norwegian Air frá Keflavíkurflugvelli þann 16. júní 2018. Aðskotahlutur á flugbrautinni varð til þess að eitt af dekkjum flugvélarinnar hvellsprakk. Við það urðu margvíslegar skemmdir á búnaði vélarinnar, sem flogið var til Birmingham á Englandi svo hægt væri að lenda á þurri flugbraut. Í skýrslu nefndarinnar segir að við flugtak frá Keflavíkurflugvelli hafi flugmenn og flugliðar fundið fyrir óvenjulegum titringi frá lendingarbúnaði í nefi flugvélarinnar. Úr skýrslu RNSA. Listi yfir þann búnað flugvélarinnar sem varð fyrir skemmdum.Mynd/RNSA Eftir flugtak fengu flugmennirnir upplýsingar um að leifar úr dekki flugvélarinnar hafi fundist á flugbrautinni, auk þess sem að málmbiti hafi einnig fundist. Þar sem flugmennirnir höfðu einnig fengið ýmsar meldingar frá nemum flugvélarinnar töldu þeir líklegt að einhverjar skemmdir hafi orðið á flugvélinni við flugtak. Eftir að hafa farið yfir stöðu mála mátu þeir stöðuna svo að ekki væri fýsilegt að snúa við og lenda aftur í Keflavík. Skyggni hafi verið lélegt og flugbrautin hafi verið blaut vegna rigningar. Hafi einhver búnaður vélarinnar skemmst væri vænlegra að lenda á þurri flugbraut, en vélin var á leið til Madrídar. Ákváðu flugmenn að best væri að lenda í Birmingham á Englandi. Lýst var yfir neyðarástand þar sem vökvahemlunarbúnaði hafði misst þrýsting og haldið til Birmingham. Við lendingu kom í ljós að vindbrjótar á vinstri væng vélarinnar virkuðu ekki sem skyldi, auk þess sem að tætlur úr hinu sprungna dekki dreifðust yfir flugbrautina. Að öðru leyti gekk lendingin vel, en eftir lendingu sprautuðu slökkviliðsmenn froðu á lendingarbúnaðinn í nefi flugvélarinnar til þess að koma í veg fyrir að eldur kæmi upp. Engan sakaði. Aðskotahlutir sem fundust við flugbraut á Keflavíkurflugvelli eftir atvikið.Mynd/RNSA Eins og sjá má á listanum hér fyrir ofan varð margvíslegur búnaður vélarinnar fyrir skemmdum er aðskotahluturinn sprengdi dekkið. Eftir atvikið voru flugbrautirnar í Keflavík og Birmingham kembdar fyrir aðskotahlutum, í Keflavík fannst ýmis málmbúnaður á og við flugbrautirnar. Mælir flugslysanefndin með því að reglulega sé farið yfir verkferla í tengslum við fjarlægingu aðskotahluta á flugbrautum, til þess að tryggja að flugbrautir séu eins lausar við aðskotahluti og hægt er. Samgönguslys Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Rannsóknarnefnd flugslysa hefur skilað lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks sem varð við flugtak Boeing 737-800 flugvélar Norwegian Air frá Keflavíkurflugvelli þann 16. júní 2018. Aðskotahlutur á flugbrautinni varð til þess að eitt af dekkjum flugvélarinnar hvellsprakk. Við það urðu margvíslegar skemmdir á búnaði vélarinnar, sem flogið var til Birmingham á Englandi svo hægt væri að lenda á þurri flugbraut. Í skýrslu nefndarinnar segir að við flugtak frá Keflavíkurflugvelli hafi flugmenn og flugliðar fundið fyrir óvenjulegum titringi frá lendingarbúnaði í nefi flugvélarinnar. Úr skýrslu RNSA. Listi yfir þann búnað flugvélarinnar sem varð fyrir skemmdum.Mynd/RNSA Eftir flugtak fengu flugmennirnir upplýsingar um að leifar úr dekki flugvélarinnar hafi fundist á flugbrautinni, auk þess sem að málmbiti hafi einnig fundist. Þar sem flugmennirnir höfðu einnig fengið ýmsar meldingar frá nemum flugvélarinnar töldu þeir líklegt að einhverjar skemmdir hafi orðið á flugvélinni við flugtak. Eftir að hafa farið yfir stöðu mála mátu þeir stöðuna svo að ekki væri fýsilegt að snúa við og lenda aftur í Keflavík. Skyggni hafi verið lélegt og flugbrautin hafi verið blaut vegna rigningar. Hafi einhver búnaður vélarinnar skemmst væri vænlegra að lenda á þurri flugbraut, en vélin var á leið til Madrídar. Ákváðu flugmenn að best væri að lenda í Birmingham á Englandi. Lýst var yfir neyðarástand þar sem vökvahemlunarbúnaði hafði misst þrýsting og haldið til Birmingham. Við lendingu kom í ljós að vindbrjótar á vinstri væng vélarinnar virkuðu ekki sem skyldi, auk þess sem að tætlur úr hinu sprungna dekki dreifðust yfir flugbrautina. Að öðru leyti gekk lendingin vel, en eftir lendingu sprautuðu slökkviliðsmenn froðu á lendingarbúnaðinn í nefi flugvélarinnar til þess að koma í veg fyrir að eldur kæmi upp. Engan sakaði. Aðskotahlutir sem fundust við flugbraut á Keflavíkurflugvelli eftir atvikið.Mynd/RNSA Eins og sjá má á listanum hér fyrir ofan varð margvíslegur búnaður vélarinnar fyrir skemmdum er aðskotahluturinn sprengdi dekkið. Eftir atvikið voru flugbrautirnar í Keflavík og Birmingham kembdar fyrir aðskotahlutum, í Keflavík fannst ýmis málmbúnaður á og við flugbrautirnar. Mælir flugslysanefndin með því að reglulega sé farið yfir verkferla í tengslum við fjarlægingu aðskotahluta á flugbrautum, til þess að tryggja að flugbrautir séu eins lausar við aðskotahluti og hægt er.
Samgönguslys Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira