Brutu sóttvarnalög til að láta vita af breyttum dvalarstað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 07:05 Lögreglan og sérsveit lögreglunnar að verki við Kolaportið rétt eftir miðnætti í nótt, aðfaranótt mánudags. Vísir/Björn Þórisson Fimm erlendir aðilar brutu um klukkan tvö í nótt sóttvarnalög þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð til að tilkynna um breyttan dvalarstað. Aðilarnir áttu allir að vera í sóttkví þar til síðar í mánuðinum samkvæmt dagbók lögreglu. Einstaklingarnir sögðust ekki hafa nennt að tilkynna um breyttan dvalarstað með símtali og töldu þessa leið einfaldari. Þeir voru í kjölfarið færðir til vistunar á sóttvarnarhóteli. Ekki kemur fram hjá lögreglu hvort þetta séu mennirnir sem lögreglan reynir nú að hafa uppi á. Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Þrír menn voru að berja einn og tóku þeir svo árásarþola með sér þegar þeir fóru af vettvangi í bifreið. Þeir voru stöðvaðir skömmu síðar af lögreglu, handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Árásarþolinn var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en ekki kemur fram hver líðan hans er. Tilkynnt var um tvö tilvik af þjófnaði, annars vegar í Kringlunni rétt eftir klukkan fimm og hins vegar í íbúð í Háaleitis- og Bústaðarhverfinu. Einnig var tilkynnt um innbrot í íbúð í Mosfellsbæ þar sem veiðibúnaði var stolið og er metinn að sé allt að hálfrar milljónar króna virði. Umferðaróhapp varð í Garðabæ á Elliðavatnsvegi. Farþegi var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild en ekki er vitað um áverka. Þá varð umferðarslys á Bústaðavegi á áttunda tímanum í gær þar sem ekið hafði verið aftan á kyrrstæða bifreið sem beið við rautt ljós á gatnamótum. Tjónvaldur er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu lögreglu. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Fimm erlendir aðilar brutu um klukkan tvö í nótt sóttvarnalög þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð til að tilkynna um breyttan dvalarstað. Aðilarnir áttu allir að vera í sóttkví þar til síðar í mánuðinum samkvæmt dagbók lögreglu. Einstaklingarnir sögðust ekki hafa nennt að tilkynna um breyttan dvalarstað með símtali og töldu þessa leið einfaldari. Þeir voru í kjölfarið færðir til vistunar á sóttvarnarhóteli. Ekki kemur fram hjá lögreglu hvort þetta séu mennirnir sem lögreglan reynir nú að hafa uppi á. Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Þrír menn voru að berja einn og tóku þeir svo árásarþola með sér þegar þeir fóru af vettvangi í bifreið. Þeir voru stöðvaðir skömmu síðar af lögreglu, handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Árásarþolinn var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en ekki kemur fram hver líðan hans er. Tilkynnt var um tvö tilvik af þjófnaði, annars vegar í Kringlunni rétt eftir klukkan fimm og hins vegar í íbúð í Háaleitis- og Bústaðarhverfinu. Einnig var tilkynnt um innbrot í íbúð í Mosfellsbæ þar sem veiðibúnaði var stolið og er metinn að sé allt að hálfrar milljónar króna virði. Umferðaróhapp varð í Garðabæ á Elliðavatnsvegi. Farþegi var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild en ekki er vitað um áverka. Þá varð umferðarslys á Bústaðavegi á áttunda tímanum í gær þar sem ekið hafði verið aftan á kyrrstæða bifreið sem beið við rautt ljós á gatnamótum. Tjónvaldur er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu lögreglu.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira