Sóttvarnarhús opnuð á þremur stöðum vegna opnunar landamæra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2020 23:08 Landamæri landsins opna á mánudaginn og sama dag hefst skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Þrjár sóttvarnamiðstöðvar á vegum Rauða krossins á Íslandi verða opnaðar hér á landi næsta mánudag. Opnun þeirra er hluti af skrefum sem stjórnvöld taka nú í aðdraganda þess að landamæri landsins verða opnuð ferðamönnum eftir helgi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn staðfesti þetta í svari við fyrirspurn fréttastofu nú í kvöld. Stöðvarnar þrjár verða opnaðar í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum. Þær koma til með að gegna sama hlutverki og farsóttarheimilið við Rauðarárstíg gerir nú, það er að segja taka á móti fólki sem smitast hefur af kórónuveirunni og vantar húsnæði til þess að vera í meðan á einangrun stendur. Fosshótel við Rauðarárstíg hefur að undanförnu gegnt hlutverki sóttvarnastöðvar.Vísir/Friðrik Þór Landamæri Íslands opna formlega fyrir ferðamönnum á nýjan leik næsta mánudag. Von er á nokkur hundruð farþegum í sjö flugvélum strax á fyrsta degi þegar nýjar reglur taka gildi og skimun fyrir kórónuveirunni hefst í Keflavík. Flestir farþegar koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí. Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Ósló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Akureyri Fljótsdalshérað Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Þrjár sóttvarnamiðstöðvar á vegum Rauða krossins á Íslandi verða opnaðar hér á landi næsta mánudag. Opnun þeirra er hluti af skrefum sem stjórnvöld taka nú í aðdraganda þess að landamæri landsins verða opnuð ferðamönnum eftir helgi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn staðfesti þetta í svari við fyrirspurn fréttastofu nú í kvöld. Stöðvarnar þrjár verða opnaðar í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum. Þær koma til með að gegna sama hlutverki og farsóttarheimilið við Rauðarárstíg gerir nú, það er að segja taka á móti fólki sem smitast hefur af kórónuveirunni og vantar húsnæði til þess að vera í meðan á einangrun stendur. Fosshótel við Rauðarárstíg hefur að undanförnu gegnt hlutverki sóttvarnastöðvar.Vísir/Friðrik Þór Landamæri Íslands opna formlega fyrir ferðamönnum á nýjan leik næsta mánudag. Von er á nokkur hundruð farþegum í sjö flugvélum strax á fyrsta degi þegar nýjar reglur taka gildi og skimun fyrir kórónuveirunni hefst í Keflavík. Flestir farþegar koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí. Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Ósló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Akureyri Fljótsdalshérað Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira